Hamslausar skerðingar Ólafur Ísleifsson skrifar 7. apríl 2020 18:36 Félagsmálaráðherra hefur nýlega svarað fyrirspurn frá höfundi um skerðingar sem eldra fólki er gert að þola á greiðslum almannatrygginga. Svar ráðherra er til vitnis um nánast ómannúðlegar skerðingar. Þannig mega um 39 þúsund af 44 þúsund eldri borgurum sem njóta greiðslna frá Tryggingastofnun þola skerðingu vegna greiðslna úr lífeyrissjóðum. Gagnvart þessu fólki birtast iðgjöld sem greidd hafa verið af launum árum saman eins og þetta hafi verið viðbótarskattgreiðslur en ekki áunninn réttur til lífeyris. Skerðingar eldri borgara námu 39 milljörðum króna árið 2018 Þessar skerðingar gera fólki nánast ókleift að bæta hag sinn með aukinni vinnu í krafti eðlislægrar sjálfsbjargarviðleitni. Dæmin eru skýr. Skerðingar bóta almannatrygginga vegna atvinnutekna hefjast við 100 þúsund krónur á mánuði. Samanlögð skerðing og skattlagning tekna á tekjubilinu 25 þús. til 570 þús. króna getur numið yfir 80%. Fólk í þessari aðstöðu býr í þessu tilliti við skattprósentu sem þætti há væri hún lögð á ofurlaun. Hirt er af fólki af slíku hamsleysi að tekjur þess sem eftir standa hrökkva naumast fyrir kostnaði við að afla teknanna. Allar bjargir bannaðar Ítrekaðar tilraunir greinarhöfundar og fleiri þingmanna til að fá ríkisstjórnina til að ganga hóflegar fram í þessu efni hafa mætt andspyrnu stjórnvalda. Undir lok ársins 2017 tókst þó fyrir mikla baráttu í samfélaginu að fá viðmiðunarfjárhæð vegna atvinnutekna hækkaða úr 25 þúsund krónum í 100 þúsund krónur, sem hefur staðið óbreytt síðan. Ekki hefur takist að rýmka þessa skerðingu lífeyris vegna atvinnutekna, jafnvel þó að fyrir liggi úttekt, sem ekki hafa verið bornar brigður á, að það kosti ríkissjóð sama og ekki neitt, enda komi auknar skatttekjur þar á móti. Svar ráðherra gefur til kynna að aldraðir veigri sér við að sækja vinnu í ljósi þess að fólk heldur ekki nema nálægt 20% eftir af tekjum sínum, þegar greiddur hefur verið tekjuskattur og útsvar og búið er að skerða greiðslur almannatrygginga um 45%. Aðeins 1.442 eldri borgarar af um 39 þúsundum sem njóta greiðslna úr Tryggingastofnun öfluðu tekna með vinnu 2018. Þannig er sýnt að fjöldi fólks telji ekki mögulegt að bæta hag sinn með atvinnu þegar við blasir svo hamslaus skattlagning sem raun ber vitni. Þessar skerðingar vegna atvinnutekna ganga gegn sjónarmiðum um lýðheilsu, þar sem aukin lífsgæði fylgja virkri þátttöku í atvinnulífi og samfélagi. Raunhæfar tillögur til úrbóta Miðflokkurinn vill bæta hag lífeyrisfólks og hverfa frá hinum hóflausu skerðingum, sem þeir búa við. Lagði flokkurinn fram raunhæfar og fullfjármagnaðar tillögur í þessu efni við afgreiðslu fjárlaga. Þær hefði þess vegna mátt framkvæma þegar í stað og rétt væri að hafa þær með í aðgerðum ríkisstjórnarinnar við þessar aðstæður. Hverfa ber frá skerðingum greiðslna almannatrygginga vegna atvinnutekna. Draga ber einnig úr skerðingum greiðslna almannatrygginga vegna lífeyris- og fjármagnstekna. Engar hækkanir eða viðbótarbætur eru boðaðar á greiðslum almannatrygginga á þessu ári umfram 3,5% hækkun frá 1. janúar 2020. Því síður er minnst á þessa hópa í björgunaraðgerðum ríkisstjórnarinnar sem virðist hafa gleymt þessu fólki. Ákveða ber að greiðslur almannatrygginga fylgi ákvæðum lífskjarasamninganna eins og sjálfsagt ætti að vera en hefur ekki verið gert. Miðflokkurinn hefur mótaðar tillögur í þessum efnum. Hann mun ekki þola framhald á hóflausum skerðingum til að ryksuga fé upp úr vösum lífeyrisfólks í því skyni að fegra stöðu ríkissjóðs um milljarðatugi. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Alþingi Félagsmál Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Félagsmálaráðherra hefur nýlega svarað fyrirspurn frá höfundi um skerðingar sem eldra fólki er gert að þola á greiðslum almannatrygginga. Svar ráðherra er til vitnis um nánast ómannúðlegar skerðingar. Þannig mega um 39 þúsund af 44 þúsund eldri borgurum sem njóta greiðslna frá Tryggingastofnun þola skerðingu vegna greiðslna úr lífeyrissjóðum. Gagnvart þessu fólki birtast iðgjöld sem greidd hafa verið af launum árum saman eins og þetta hafi verið viðbótarskattgreiðslur en ekki áunninn réttur til lífeyris. Skerðingar eldri borgara námu 39 milljörðum króna árið 2018 Þessar skerðingar gera fólki nánast ókleift að bæta hag sinn með aukinni vinnu í krafti eðlislægrar sjálfsbjargarviðleitni. Dæmin eru skýr. Skerðingar bóta almannatrygginga vegna atvinnutekna hefjast við 100 þúsund krónur á mánuði. Samanlögð skerðing og skattlagning tekna á tekjubilinu 25 þús. til 570 þús. króna getur numið yfir 80%. Fólk í þessari aðstöðu býr í þessu tilliti við skattprósentu sem þætti há væri hún lögð á ofurlaun. Hirt er af fólki af slíku hamsleysi að tekjur þess sem eftir standa hrökkva naumast fyrir kostnaði við að afla teknanna. Allar bjargir bannaðar Ítrekaðar tilraunir greinarhöfundar og fleiri þingmanna til að fá ríkisstjórnina til að ganga hóflegar fram í þessu efni hafa mætt andspyrnu stjórnvalda. Undir lok ársins 2017 tókst þó fyrir mikla baráttu í samfélaginu að fá viðmiðunarfjárhæð vegna atvinnutekna hækkaða úr 25 þúsund krónum í 100 þúsund krónur, sem hefur staðið óbreytt síðan. Ekki hefur takist að rýmka þessa skerðingu lífeyris vegna atvinnutekna, jafnvel þó að fyrir liggi úttekt, sem ekki hafa verið bornar brigður á, að það kosti ríkissjóð sama og ekki neitt, enda komi auknar skatttekjur þar á móti. Svar ráðherra gefur til kynna að aldraðir veigri sér við að sækja vinnu í ljósi þess að fólk heldur ekki nema nálægt 20% eftir af tekjum sínum, þegar greiddur hefur verið tekjuskattur og útsvar og búið er að skerða greiðslur almannatrygginga um 45%. Aðeins 1.442 eldri borgarar af um 39 þúsundum sem njóta greiðslna úr Tryggingastofnun öfluðu tekna með vinnu 2018. Þannig er sýnt að fjöldi fólks telji ekki mögulegt að bæta hag sinn með atvinnu þegar við blasir svo hamslaus skattlagning sem raun ber vitni. Þessar skerðingar vegna atvinnutekna ganga gegn sjónarmiðum um lýðheilsu, þar sem aukin lífsgæði fylgja virkri þátttöku í atvinnulífi og samfélagi. Raunhæfar tillögur til úrbóta Miðflokkurinn vill bæta hag lífeyrisfólks og hverfa frá hinum hóflausu skerðingum, sem þeir búa við. Lagði flokkurinn fram raunhæfar og fullfjármagnaðar tillögur í þessu efni við afgreiðslu fjárlaga. Þær hefði þess vegna mátt framkvæma þegar í stað og rétt væri að hafa þær með í aðgerðum ríkisstjórnarinnar við þessar aðstæður. Hverfa ber frá skerðingum greiðslna almannatrygginga vegna atvinnutekna. Draga ber einnig úr skerðingum greiðslna almannatrygginga vegna lífeyris- og fjármagnstekna. Engar hækkanir eða viðbótarbætur eru boðaðar á greiðslum almannatrygginga á þessu ári umfram 3,5% hækkun frá 1. janúar 2020. Því síður er minnst á þessa hópa í björgunaraðgerðum ríkisstjórnarinnar sem virðist hafa gleymt þessu fólki. Ákveða ber að greiðslur almannatrygginga fylgi ákvæðum lífskjarasamninganna eins og sjálfsagt ætti að vera en hefur ekki verið gert. Miðflokkurinn hefur mótaðar tillögur í þessum efnum. Hann mun ekki þola framhald á hóflausum skerðingum til að ryksuga fé upp úr vösum lífeyrisfólks í því skyni að fegra stöðu ríkissjóðs um milljarðatugi. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun