Vill að Danmörk opni hraðar Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. apríl 2020 22:30 Lars Løkke Rasmussen hefur tvívegis gegnt embætti forsætisráðherra Danmerkur. vísir/epa Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, er ósáttur við það hvernig eftirmenn hans í ríkisstjórn landsins ætla sér að aflétta takmörkunum í landinu vegna kórónuveirunnar. Hann segir þau ekki leggja næga áherslu á hagkerfið og peningahliðina, nauðsynlegt sé að koma þjónustuiðnaðinum fyrr af stað en núverandi áætlanir geri ráð fyrir. „Ég ber mikla virðingu fyrir því hvernig forsætisráðherrann [Mette Fredriksen] hélt á málum við upphaf faraldursins, ég hef hrósað henni nokkrum sinnum fyrir það. Hins vegar hef ég nokkrar áhyggjur af því hvernig staðið er að hlutunum í dag og mér finnst sem ég beri siðferðislega skyldu til að benda á það,“ segir Rasmussen í viðtali við TV2 í Danmörku. Ríkisstjórn Mette Fredriksen kynnti í gær hvernig hún hyggst vinda ofan af hinum ýmsu takmörkunum sem hafa verið í gildi í Danmörku vegna veirunnar. Þannig taka hin ýmsu skólastig aftur til starfa eftir páska auk þess sem fólk má aftur mæta í vinnunna ef rétt er staðið að því. Hins vegar verður áframhaldandi bann við fjöldasamkomum og hinum ýmsu stöðum gert að vera lokaðir áfram; eins og veitingastöðum, knæpum, hárgreiðslustofum og svo framvegis. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.Epa/Martin Sylvest Rasmussen segist ekki síst vera ósáttur með þessa áframhaldandi lokun. Þjónustugeirinn hafi þegar orðið fyrir miklu áfalli og að hann megi varla við meiru, hvað þá að vera lokaður áfram í mánuð eins og núverandi áætlanir fela í sér. Of lítil áhersla hafi verið lögð á peningahliðina þegar ákveðið var að opna Danmörku aftur að mati Rasmussen sem segir að Danir gætu átt yfir höfði sér „fjármálalegt áfall“ ef ekki verður gripið í taumana. Hann segir að vitaskuld þurfi heilbrigðishluti faraldursins þó að vera í forgrunni. Álagið á heilbrigðiskerfið sé hins vegar undir þolmörkum, sé í raun minna en það hafi verið áður og nefnir Rasmussen svæsna flensu sem hrellti Dani fyrir nokkrum árum. Í því ljósi sé svigrúm til þess að flýta opnun Danmerkur og koma þannig í veg fyrir fyrrnefndan fjármálaskell. Rasmussen segir Dani nógu þroskaða og skynsama til að fylgja fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda og þannig tryggja að opnunin gangi vel fyrir sig. Viðtalið við hann má nálgast í heild sinni með því að smella hér. Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Danir kynna enn harðari aðgerðir Samkomur fleiri en tíu manneskja verða bannaðar og veitingastaðir, hárgreiðslustofur, sólbaðsstofur og íþróttamiðstöðvar þurfa að loka samkvæmt nýjum aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónveirunnar sem Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, tilkynnti um í kvöld. 17. mars 2020 18:31 Danadrottning: Kórónuveiran er vágestur Margrét Þórhildur Danadrottning hvatti landa sína til þess að taka aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins alvarlega í sögulegu sjónvarpsávarpi í kvöld. 17. mars 2020 19:50 Danir framlengja samkomubann fram yfir páska Forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti nú síðdegis að samkomubannið þar í landi verði framlengt fram á annan dag páska, 13. apríl. Til skoðunar er að koma á svæðisbundnu ferðabanni yfir páskana. 23. mars 2020 15:48 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Sjá meira
Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, er ósáttur við það hvernig eftirmenn hans í ríkisstjórn landsins ætla sér að aflétta takmörkunum í landinu vegna kórónuveirunnar. Hann segir þau ekki leggja næga áherslu á hagkerfið og peningahliðina, nauðsynlegt sé að koma þjónustuiðnaðinum fyrr af stað en núverandi áætlanir geri ráð fyrir. „Ég ber mikla virðingu fyrir því hvernig forsætisráðherrann [Mette Fredriksen] hélt á málum við upphaf faraldursins, ég hef hrósað henni nokkrum sinnum fyrir það. Hins vegar hef ég nokkrar áhyggjur af því hvernig staðið er að hlutunum í dag og mér finnst sem ég beri siðferðislega skyldu til að benda á það,“ segir Rasmussen í viðtali við TV2 í Danmörku. Ríkisstjórn Mette Fredriksen kynnti í gær hvernig hún hyggst vinda ofan af hinum ýmsu takmörkunum sem hafa verið í gildi í Danmörku vegna veirunnar. Þannig taka hin ýmsu skólastig aftur til starfa eftir páska auk þess sem fólk má aftur mæta í vinnunna ef rétt er staðið að því. Hins vegar verður áframhaldandi bann við fjöldasamkomum og hinum ýmsu stöðum gert að vera lokaðir áfram; eins og veitingastöðum, knæpum, hárgreiðslustofum og svo framvegis. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.Epa/Martin Sylvest Rasmussen segist ekki síst vera ósáttur með þessa áframhaldandi lokun. Þjónustugeirinn hafi þegar orðið fyrir miklu áfalli og að hann megi varla við meiru, hvað þá að vera lokaður áfram í mánuð eins og núverandi áætlanir fela í sér. Of lítil áhersla hafi verið lögð á peningahliðina þegar ákveðið var að opna Danmörku aftur að mati Rasmussen sem segir að Danir gætu átt yfir höfði sér „fjármálalegt áfall“ ef ekki verður gripið í taumana. Hann segir að vitaskuld þurfi heilbrigðishluti faraldursins þó að vera í forgrunni. Álagið á heilbrigðiskerfið sé hins vegar undir þolmörkum, sé í raun minna en það hafi verið áður og nefnir Rasmussen svæsna flensu sem hrellti Dani fyrir nokkrum árum. Í því ljósi sé svigrúm til þess að flýta opnun Danmerkur og koma þannig í veg fyrir fyrrnefndan fjármálaskell. Rasmussen segir Dani nógu þroskaða og skynsama til að fylgja fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda og þannig tryggja að opnunin gangi vel fyrir sig. Viðtalið við hann má nálgast í heild sinni með því að smella hér.
Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Danir kynna enn harðari aðgerðir Samkomur fleiri en tíu manneskja verða bannaðar og veitingastaðir, hárgreiðslustofur, sólbaðsstofur og íþróttamiðstöðvar þurfa að loka samkvæmt nýjum aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónveirunnar sem Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, tilkynnti um í kvöld. 17. mars 2020 18:31 Danadrottning: Kórónuveiran er vágestur Margrét Þórhildur Danadrottning hvatti landa sína til þess að taka aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins alvarlega í sögulegu sjónvarpsávarpi í kvöld. 17. mars 2020 19:50 Danir framlengja samkomubann fram yfir páska Forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti nú síðdegis að samkomubannið þar í landi verði framlengt fram á annan dag páska, 13. apríl. Til skoðunar er að koma á svæðisbundnu ferðabanni yfir páskana. 23. mars 2020 15:48 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Sjá meira
Danir kynna enn harðari aðgerðir Samkomur fleiri en tíu manneskja verða bannaðar og veitingastaðir, hárgreiðslustofur, sólbaðsstofur og íþróttamiðstöðvar þurfa að loka samkvæmt nýjum aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónveirunnar sem Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, tilkynnti um í kvöld. 17. mars 2020 18:31
Danadrottning: Kórónuveiran er vágestur Margrét Þórhildur Danadrottning hvatti landa sína til þess að taka aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins alvarlega í sögulegu sjónvarpsávarpi í kvöld. 17. mars 2020 19:50
Danir framlengja samkomubann fram yfir páska Forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti nú síðdegis að samkomubannið þar í landi verði framlengt fram á annan dag páska, 13. apríl. Til skoðunar er að koma á svæðisbundnu ferðabanni yfir páskana. 23. mars 2020 15:48
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent