Fjölmiðlasirkus þegar Ronaldinho fór úr fangelsinu inn á lúxus hótel Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. apríl 2020 14:00 Ronaldinho mætir á lúxushótelið í Asuncion umkringdur fjölmiðlafólki. AP/Jorge Saenz Brasilíski knattspyrnumaðurinn Ronaldinho er sloppinn úr fangelsi eftir að hafa aðeins verið inn í 32 daga af sex mánaða dóm. Hann má samt ekki yfirgefa Paragvæ. Ronaldinho er laus úr fangelsinu í Paragvæ en hann er um leið kominn í annars konar fangelsi. Fjórum klukkutímum eftir að dómari í Paragvæ leyfði Ronaldinho og bróður hans að fá leyfi til að fara í stofufangelsi, í stað þess að vera í alvöru fangelsi, þá mættu þeir bræður og innrituðu sig inn á lúxushótel í Asuncion, höfuðborg Paragvæ. Ronaldinho og bróðir hans Roberto de Assis höfðu borgað samtals 1,3 milljónir punda í tryggingu sem gera 230 milljónir íslenskra króna. Það var mikill fjölmiðlasirkus fyrir framan hótelið þegar Ronaldinho mætti eins og sjá má í þessari frétt hér fyrir neðan. Klippa: Ronaldinho laus úr fangelsi Í fréttinni má sjá dómarann tala við Ronaldinho og bróður hans í gegnum síma og fullvissa sig um að þeir skildu hvað væri í gangi. Að því loknu voru bræðurnir fljótir að drífa sig út úr fangelsinu. Ronaldinho og bróðir hans fengu sex mánaða dóm fyrir að reyna að komast inn í landsliðið á fölsku vegabréfi en brasilísk stjórnvöld höfðu tekið vegabréfið af Ronaldinho fyrir að brjóta umhverfislög heima fyrir. Ronaldinho gæti fengið fimm ára dóm í heimalandinu fyrir að nota falsað vegabréf en Ronaldinho sagði hafa fengið það af gjöf frá brasilíska viðskiptamanninum Wilmondes Sousa Liria sem endaði líka í fangelsi. Ronaldinho fór til Paragvæ til að kynna nýja sjálfsævisögu sína en í hana vantar náttúrulega þetta ævintýri hans. Ronaldinho vakti heimsathygli þegar hann fór á kostum í fótboltaleik innan veggja fangelsisins en í því voru 150 aðrir hættulegir glæpamenn sem höfðu gerst sekir um skelfilega glæpi. Ronaldinho var kosinn besti knattspyrnumaður heims hjá FIFA árin 2004 og 2005 en hann spilaði með Barcelona frá 2003 til 2008. Lítið varð úr ferli Ronaldinho eftir það enda þekktari fyrir ljúfa lífið utan vallar en það sem hann skilaði til sinna liða inn á vellinum. Það efast samt enginn knattspyrnuáhugamaður um það að Ronaldinho var algjör listamaður inn á fótboltavellinum þegar hann var á hápunkti ferils síns. Fótbolti Paragvæ Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Brasilíski knattspyrnumaðurinn Ronaldinho er sloppinn úr fangelsi eftir að hafa aðeins verið inn í 32 daga af sex mánaða dóm. Hann má samt ekki yfirgefa Paragvæ. Ronaldinho er laus úr fangelsinu í Paragvæ en hann er um leið kominn í annars konar fangelsi. Fjórum klukkutímum eftir að dómari í Paragvæ leyfði Ronaldinho og bróður hans að fá leyfi til að fara í stofufangelsi, í stað þess að vera í alvöru fangelsi, þá mættu þeir bræður og innrituðu sig inn á lúxushótel í Asuncion, höfuðborg Paragvæ. Ronaldinho og bróðir hans Roberto de Assis höfðu borgað samtals 1,3 milljónir punda í tryggingu sem gera 230 milljónir íslenskra króna. Það var mikill fjölmiðlasirkus fyrir framan hótelið þegar Ronaldinho mætti eins og sjá má í þessari frétt hér fyrir neðan. Klippa: Ronaldinho laus úr fangelsi Í fréttinni má sjá dómarann tala við Ronaldinho og bróður hans í gegnum síma og fullvissa sig um að þeir skildu hvað væri í gangi. Að því loknu voru bræðurnir fljótir að drífa sig út úr fangelsinu. Ronaldinho og bróðir hans fengu sex mánaða dóm fyrir að reyna að komast inn í landsliðið á fölsku vegabréfi en brasilísk stjórnvöld höfðu tekið vegabréfið af Ronaldinho fyrir að brjóta umhverfislög heima fyrir. Ronaldinho gæti fengið fimm ára dóm í heimalandinu fyrir að nota falsað vegabréf en Ronaldinho sagði hafa fengið það af gjöf frá brasilíska viðskiptamanninum Wilmondes Sousa Liria sem endaði líka í fangelsi. Ronaldinho fór til Paragvæ til að kynna nýja sjálfsævisögu sína en í hana vantar náttúrulega þetta ævintýri hans. Ronaldinho vakti heimsathygli þegar hann fór á kostum í fótboltaleik innan veggja fangelsisins en í því voru 150 aðrir hættulegir glæpamenn sem höfðu gerst sekir um skelfilega glæpi. Ronaldinho var kosinn besti knattspyrnumaður heims hjá FIFA árin 2004 og 2005 en hann spilaði með Barcelona frá 2003 til 2008. Lítið varð úr ferli Ronaldinho eftir það enda þekktari fyrir ljúfa lífið utan vallar en það sem hann skilaði til sinna liða inn á vellinum. Það efast samt enginn knattspyrnuáhugamaður um það að Ronaldinho var algjör listamaður inn á fótboltavellinum þegar hann var á hápunkti ferils síns.
Fótbolti Paragvæ Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira