Phil Jackson sagði „sjáumst næsta sumar“ en Shaq og Kobe voru á öðru máli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. apríl 2020 16:00 Kobe Bryant og Shaquille O'Neal fagna saman eftir að Los Angeles Lakers vann NBA-deildina í júní 2000. Getty/Andrew D. Bernstein Shaquille O'Neal var fljótur að svara þegar SportsCenter á ESPN spurði hann út í sína bestu minningu frá ferlinum. Shaq sagði líka söguna á bak við endurkomu Lakers-liðsins þennan dag í byrjun júní fyrir að verða tuttugu árum síðan. Vorið 2000 höfðu þeir Shaquille O'Neal og Kobe Bryant spilað saman í fjögur ár en aldrei orðið NBA-meistarar. Ár eftir ár hafði Los Angeles Lakers liðið ollið vonbrigðum í úrslitakeppninni og tvö ár á undan hafði liðinu verið sópað út úr úrslitakeppninni. Það leit út fyrir enn ein vonbrigðin þegar liðið var komið í slæma stöðu í oddaleik á móti Portland Trail Blazers í úrslitum Vesturdeildarinnar. Portland Trail Blazers var 71-58 yfir fyrir lokaleikhlutann. Hér fyrir neðan má sjá Shaq rifja upp atvikið sem kórónaði endurkomu Lakers-liðsins í leiknum en liðið vann fjórða leikhlutann 31-13 og leikinn 89-84. Shaq's favorite sports memory? The iconic Game 7 lob from Kobe in the 2000 Western Conference Finals. (via @shaq) pic.twitter.com/AONaBAaM4D— SportsCenter (@SportsCenter) April 7, 2020 Shaquille O'Neal sagði meðal annars frá því hvað Phil Jackson, þjálfari Los Angeles Lakers, sagði við þá fyrir lokaleikhlutann þegar útlitið var ekki bjart. „Þið eigið að vita svarið þessu en það er sjöundi leikurinn í úrslitum Vesturdeildarinnar 2000 og svífandi sendingin frá Kobe. Ég veit nefnilega að ef við hefðum ekki unnið þennan leik þá hefðum við Kobe líklega ekki unnið þrjá meistaratitla saman. Það breyttist margt með þessum leik,“ sagði Shaquille O'Neal. „Phil Jackson kom til okkar þegar við vorum sautján stigum undir og sagði: Við sjáumst næsta sumar. Þetta var gott ár en þetta mun ekki ganga upp hjá okkur í dag. Ég, Kobe, Rick Fox og B. Shaw horfðum á hverja aðra og komum síðan til baka,“ sagði Shaq. watch on YouTube „Ég var alltaf að segja Kobe ég væri opinn. Hann gaf svo sendinguna og hún var reyndar of há. Ég þurfti vængina mína, þá sömu og ég er með hér, sagði Shaq í léttur og sýndi vængjaða styttu en hélt svo áfram: „Hann henti boltanum extra hátt en ég náði í hann og negldi honum niður. SportsCenter, þetta er mín uppáhaldsminning,“ sagði Shaquille O'Neal. Los Angeles Lakers komst í lokaúrslitin þar sem liðið tryggði sér titilinn með 4-2 sigri á Indiana Pacers. Lakers vann einnig meistaratitlana 2001 og 2002. Shaquille O'Neal var valinn besti leikmaður lokaúrslitanna í öll þrjú skiptin. watch on YouTube NBA Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Enski boltinn Fleiri fréttir „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Sjá meira
Shaquille O'Neal var fljótur að svara þegar SportsCenter á ESPN spurði hann út í sína bestu minningu frá ferlinum. Shaq sagði líka söguna á bak við endurkomu Lakers-liðsins þennan dag í byrjun júní fyrir að verða tuttugu árum síðan. Vorið 2000 höfðu þeir Shaquille O'Neal og Kobe Bryant spilað saman í fjögur ár en aldrei orðið NBA-meistarar. Ár eftir ár hafði Los Angeles Lakers liðið ollið vonbrigðum í úrslitakeppninni og tvö ár á undan hafði liðinu verið sópað út úr úrslitakeppninni. Það leit út fyrir enn ein vonbrigðin þegar liðið var komið í slæma stöðu í oddaleik á móti Portland Trail Blazers í úrslitum Vesturdeildarinnar. Portland Trail Blazers var 71-58 yfir fyrir lokaleikhlutann. Hér fyrir neðan má sjá Shaq rifja upp atvikið sem kórónaði endurkomu Lakers-liðsins í leiknum en liðið vann fjórða leikhlutann 31-13 og leikinn 89-84. Shaq's favorite sports memory? The iconic Game 7 lob from Kobe in the 2000 Western Conference Finals. (via @shaq) pic.twitter.com/AONaBAaM4D— SportsCenter (@SportsCenter) April 7, 2020 Shaquille O'Neal sagði meðal annars frá því hvað Phil Jackson, þjálfari Los Angeles Lakers, sagði við þá fyrir lokaleikhlutann þegar útlitið var ekki bjart. „Þið eigið að vita svarið þessu en það er sjöundi leikurinn í úrslitum Vesturdeildarinnar 2000 og svífandi sendingin frá Kobe. Ég veit nefnilega að ef við hefðum ekki unnið þennan leik þá hefðum við Kobe líklega ekki unnið þrjá meistaratitla saman. Það breyttist margt með þessum leik,“ sagði Shaquille O'Neal. „Phil Jackson kom til okkar þegar við vorum sautján stigum undir og sagði: Við sjáumst næsta sumar. Þetta var gott ár en þetta mun ekki ganga upp hjá okkur í dag. Ég, Kobe, Rick Fox og B. Shaw horfðum á hverja aðra og komum síðan til baka,“ sagði Shaq. watch on YouTube „Ég var alltaf að segja Kobe ég væri opinn. Hann gaf svo sendinguna og hún var reyndar of há. Ég þurfti vængina mína, þá sömu og ég er með hér, sagði Shaq í léttur og sýndi vængjaða styttu en hélt svo áfram: „Hann henti boltanum extra hátt en ég náði í hann og negldi honum niður. SportsCenter, þetta er mín uppáhaldsminning,“ sagði Shaquille O'Neal. Los Angeles Lakers komst í lokaúrslitin þar sem liðið tryggði sér titilinn með 4-2 sigri á Indiana Pacers. Lakers vann einnig meistaratitlana 2001 og 2002. Shaquille O'Neal var valinn besti leikmaður lokaúrslitanna í öll þrjú skiptin. watch on YouTube
NBA Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Enski boltinn Fleiri fréttir „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum