Martin stefnir á að reyna fyrir sér í NBA-deildinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. apríl 2020 14:00 Martin varð bikarmeistari með Alba Berlín fyrr á þessu ári áður. Hann stefnir nú á NBA-deildina. Vísir/City-Press Martin Hermannsson, leikmaður Alba Berlín í þýsku úrvalsdeildinni og EuroLeague, stefnir á að reyna fyrir sér í NBA-deildinni en samningur hans við þýska liðið rennur út í sumar. Segist hann nú þegar vera búinn að fá boð um að koma og æfa. Þetta kemur fram í hlaðvarpinu Boltinn Lýgur Ekki á miðlinum Karfan.is. Þar fór Martin, sem er KR-ingur í húð og hár, yfir ferilinn til þessa og hvað framtíðin ber í skauti sér. Gaf hann það beint út að hann stefndi á að reyna fyrir sér í sumardeild NBA-deildarinnar næsta sumar. Boltinn Lýgur Ekki: Martin Hermannsson Finnst ég geta staðið í öllum þessum gaurum Ítarlegt spjall við leikmanninn um ferilinn til þessa, framtíðina og hæfileika hans í eldhúsinu#korfubolti https://t.co/2ph7SEHEH9 pic.twitter.com/TDUv5Ekx1K— Karfan (@Karfan_is) April 9, 2020 Tryggvi Hlinason, samherji Martins í íslenska landsliðinu og leikmaður Zaragoza í spænsku úrvalsdeildinni, reyndi fyrir sér í sumardeild NBA 2018 þegar hann lék með Toronto Raptors. Hann fékk ekki samning hjá liðinu sem varð NBA-meistari síðasta vor. Martin er alvarlega að íhuga að taka boðinu og þar með að taka þátt í sumardeildinni þar sem samningur hans við Berlínarliðið er að renna út, það er hins vegar enn óvíst hvort tímabilið í Þýskalandi verði klárað. „Það er allt í rugli og maður veit ekki hvernig þetta verður. Ég veit ekki hvort ég klári tímabilið með Alba Berlín,“ sagði Martin í hlaðvarpinu. Þá vildi hann ekki gefa upp hvaða NBA-lið hefði boðið honum til æfinga. Martin telur að reynsla hans úr EuroLeague, Evrópudeildinni í körfubolta og einni sterkustu deildí heimi, hafi sýnt honum að hann gæti vel spilað við þá bestu og að allir körfuboltamenn hefðu þann draum um að spila í NBA-deildinni. Nú er bara að bíða og sjá hvort draumur Martins verði að veruleika. Körfubolti Þýski boltinn NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
Martin Hermannsson, leikmaður Alba Berlín í þýsku úrvalsdeildinni og EuroLeague, stefnir á að reyna fyrir sér í NBA-deildinni en samningur hans við þýska liðið rennur út í sumar. Segist hann nú þegar vera búinn að fá boð um að koma og æfa. Þetta kemur fram í hlaðvarpinu Boltinn Lýgur Ekki á miðlinum Karfan.is. Þar fór Martin, sem er KR-ingur í húð og hár, yfir ferilinn til þessa og hvað framtíðin ber í skauti sér. Gaf hann það beint út að hann stefndi á að reyna fyrir sér í sumardeild NBA-deildarinnar næsta sumar. Boltinn Lýgur Ekki: Martin Hermannsson Finnst ég geta staðið í öllum þessum gaurum Ítarlegt spjall við leikmanninn um ferilinn til þessa, framtíðina og hæfileika hans í eldhúsinu#korfubolti https://t.co/2ph7SEHEH9 pic.twitter.com/TDUv5Ekx1K— Karfan (@Karfan_is) April 9, 2020 Tryggvi Hlinason, samherji Martins í íslenska landsliðinu og leikmaður Zaragoza í spænsku úrvalsdeildinni, reyndi fyrir sér í sumardeild NBA 2018 þegar hann lék með Toronto Raptors. Hann fékk ekki samning hjá liðinu sem varð NBA-meistari síðasta vor. Martin er alvarlega að íhuga að taka boðinu og þar með að taka þátt í sumardeildinni þar sem samningur hans við Berlínarliðið er að renna út, það er hins vegar enn óvíst hvort tímabilið í Þýskalandi verði klárað. „Það er allt í rugli og maður veit ekki hvernig þetta verður. Ég veit ekki hvort ég klári tímabilið með Alba Berlín,“ sagði Martin í hlaðvarpinu. Þá vildi hann ekki gefa upp hvaða NBA-lið hefði boðið honum til æfinga. Martin telur að reynsla hans úr EuroLeague, Evrópudeildinni í körfubolta og einni sterkustu deildí heimi, hafi sýnt honum að hann gæti vel spilað við þá bestu og að allir körfuboltamenn hefðu þann draum um að spila í NBA-deildinni. Nú er bara að bíða og sjá hvort draumur Martins verði að veruleika.
Körfubolti Þýski boltinn NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira