Börnin geta ekki beðið Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 10. apríl 2020 20:23 Fyrstu viðbrögð Garðabæjar vegna Covid-19 faraldursins voru samþykkt í bæjarstjórn nýlega. Nú reynir á innviði sveitarfélagsins, getu og styrk til þess að mæta þeim sem munu af ólíkum ástæðum verða fyrir vágestinum. Atvinnuleysi eykst til muna, allt skólahald er skert og íþrótta- og tómstundastarf liggur niðri, sem ógnar öryggi barna og ungmenna sem búa við einhvers konar vanrækslu. Velferð þeirra er í húfi þegar hefðbundna öryggisnetið í skólum, íþrótta- og tómstundastarfi er rofið. Við verðum að grípa til sértækra aðgerða til að tryggja velferð þeirra sem allra best. Fjölmargir sem koma að málefnum barna, þar á meðal barnamálaráðherra, hafa kallað eftir því að við öll sem eitt stöndum vaktina. Verðum á varðbergi og hikum ekki við að láta vita ef við höfum einhverjar áhyggjur af velferð barna og ungmenna í kringum okkur. Ekki treysta á að aðrir geri það ef þú gerir það ekki sjálf/ur. Í aðgerðaáætlun Garðabæjar segir að auðvelda þurfi íbúum að senda inn ábendingar vegna vanrækslu barna og ungmenna sem og vegna gruns um heimilisofbeldi og var það sérstök áhersla okkar í Garðabæjarlistanum. Mörg sveitarfélög brugðust hratt við breyttri stöðu með aðgengi og upplýsingum á heimasíðum þar sem annars vegar er auðvelt fyrir barn að láta vita af áhyggjum sínum og hinsvegar fyrir almenning að láta vita af áhyggjum sínum af velferð náungans. Þetta skiptir máli og því til mikils að vinna að hraða þessum einföldu aðgerðum einnig hér í Garðabæ. Ekkert samfélag er laust við vanrækslu á börnum og ungmennum eða heimilisofbeldi, það er sorgleg staðreynd. Það eru því vonbrigði að ekki hafi þegar verið brugðist við þessu ákalli í Garðabæ. Það er ekki nóg að vísa til vinnu við velferð barna og innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þegar allt leikur í lyndi. Núna hefur öllu verið kollvarpað og nauðsynlegt að bregðast hratt, ákveðið og örugglega við. Ekkert getur staðið okkur nær. Og við getum ekki látið börnin bíða. Tökum öll ábyrgð. Stöndum saman um velferð allra. Fyrir utan að ráðast gegn heilsu okkar mun vágesturinn óhjákvæmilega valda miklu efnahagslegu tjóni og hann gerir sitt besta til að ráðast að andlegri heilsu okkar. Við eigum að taka saman höndum og berjast af fullu afli við hann, sérstaklega þar sem mikil og góð sóknarfæri bjóðast. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Skoðun Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Sjá meira
Fyrstu viðbrögð Garðabæjar vegna Covid-19 faraldursins voru samþykkt í bæjarstjórn nýlega. Nú reynir á innviði sveitarfélagsins, getu og styrk til þess að mæta þeim sem munu af ólíkum ástæðum verða fyrir vágestinum. Atvinnuleysi eykst til muna, allt skólahald er skert og íþrótta- og tómstundastarf liggur niðri, sem ógnar öryggi barna og ungmenna sem búa við einhvers konar vanrækslu. Velferð þeirra er í húfi þegar hefðbundna öryggisnetið í skólum, íþrótta- og tómstundastarfi er rofið. Við verðum að grípa til sértækra aðgerða til að tryggja velferð þeirra sem allra best. Fjölmargir sem koma að málefnum barna, þar á meðal barnamálaráðherra, hafa kallað eftir því að við öll sem eitt stöndum vaktina. Verðum á varðbergi og hikum ekki við að láta vita ef við höfum einhverjar áhyggjur af velferð barna og ungmenna í kringum okkur. Ekki treysta á að aðrir geri það ef þú gerir það ekki sjálf/ur. Í aðgerðaáætlun Garðabæjar segir að auðvelda þurfi íbúum að senda inn ábendingar vegna vanrækslu barna og ungmenna sem og vegna gruns um heimilisofbeldi og var það sérstök áhersla okkar í Garðabæjarlistanum. Mörg sveitarfélög brugðust hratt við breyttri stöðu með aðgengi og upplýsingum á heimasíðum þar sem annars vegar er auðvelt fyrir barn að láta vita af áhyggjum sínum og hinsvegar fyrir almenning að láta vita af áhyggjum sínum af velferð náungans. Þetta skiptir máli og því til mikils að vinna að hraða þessum einföldu aðgerðum einnig hér í Garðabæ. Ekkert samfélag er laust við vanrækslu á börnum og ungmennum eða heimilisofbeldi, það er sorgleg staðreynd. Það eru því vonbrigði að ekki hafi þegar verið brugðist við þessu ákalli í Garðabæ. Það er ekki nóg að vísa til vinnu við velferð barna og innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þegar allt leikur í lyndi. Núna hefur öllu verið kollvarpað og nauðsynlegt að bregðast hratt, ákveðið og örugglega við. Ekkert getur staðið okkur nær. Og við getum ekki látið börnin bíða. Tökum öll ábyrgð. Stöndum saman um velferð allra. Fyrir utan að ráðast gegn heilsu okkar mun vágesturinn óhjákvæmilega valda miklu efnahagslegu tjóni og hann gerir sitt besta til að ráðast að andlegri heilsu okkar. Við eigum að taka saman höndum og berjast af fullu afli við hann, sérstaklega þar sem mikil og góð sóknarfæri bjóðast. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun