Markaskorarinn og læknisfræðineminn útilokar ekki atvinnumennsku Anton Ingi Leifsson skrifar 11. apríl 2020 20:00 Elín Metta hefur leikið vel með Valsliðinu undanfarin ár. vísir/daníel Ein besta fótboltakona landsins, Elín Metta Jensen, raðar ekki bara inn mörkum á fótboltavellinum heldur stundar hún einnig læknisfræði með fótboltanum. Hún segir að það krefjist aga að sameina þetta tvennt. Elín Metta fór á kostum á síðustu leiktíð. Hún skoraði sextán mörk í Íslandsmeistaraliði Vals en með fram fótboltanum er það skólinn sem hún eyðir mestum tíma sínum í. „Maður þarf að vera agaður og svo má maður ekki endalaust vera með svipuna á sér. Maður þarf líka að gefa sjálfri sér „space“. Kannski er fínt að nýta tímann í það núna að leyfa sér að taka því rólega,“ sagði Elín. „Skólinn heldur áfram og æfingar eru á fullu. Ég lít það jákvæðum augum að geta æft áfram en maður æfir bara sjálf. Á meðan mér finnst þetta skemmtilegt held ég áfram og ég er með það mikið keppnisskap að það hverfur ekkert meðan ég er í fótbolta. Það er bara halda áfram að gera vel með Val. Við erum með frábært lið og maður er bjartsýnn á framhaldið með Völsurum.“ Klippa: Áskorun fyrir mig að stunda fótboltann með læknanáminu segir landsliðskonan Elín Metta Elín Metta fór til Bandaríkjanna árið 2015 og hugðist stunda þar nám en þau plön héldu ekki lengi. „Það var skrýtið að hætta við það því það var eitthvað sem ég hafði stefnt að lengi. Svo komst ég að því að þetta hentaði mér ekkert sérstaklega vel og ég tók þessa ákvörðun að reyna komast inn í læknisfræði. Ég sé ekki eftir því í dag. Í rauninni var það bara gott skref.“ Þrátt fyrir námið útilokar þessi magnaði framherji ekki að fara í atvinnumennsku síðar meir. „Ég útiloka það ekki og mér finnst það spennandi. Ég ætla að taka eitt ár í einu og sjá hvernig gengur að sameina þetta áfram,“ sagði Elín Metta. Íslenski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Sjá meira
Ein besta fótboltakona landsins, Elín Metta Jensen, raðar ekki bara inn mörkum á fótboltavellinum heldur stundar hún einnig læknisfræði með fótboltanum. Hún segir að það krefjist aga að sameina þetta tvennt. Elín Metta fór á kostum á síðustu leiktíð. Hún skoraði sextán mörk í Íslandsmeistaraliði Vals en með fram fótboltanum er það skólinn sem hún eyðir mestum tíma sínum í. „Maður þarf að vera agaður og svo má maður ekki endalaust vera með svipuna á sér. Maður þarf líka að gefa sjálfri sér „space“. Kannski er fínt að nýta tímann í það núna að leyfa sér að taka því rólega,“ sagði Elín. „Skólinn heldur áfram og æfingar eru á fullu. Ég lít það jákvæðum augum að geta æft áfram en maður æfir bara sjálf. Á meðan mér finnst þetta skemmtilegt held ég áfram og ég er með það mikið keppnisskap að það hverfur ekkert meðan ég er í fótbolta. Það er bara halda áfram að gera vel með Val. Við erum með frábært lið og maður er bjartsýnn á framhaldið með Völsurum.“ Klippa: Áskorun fyrir mig að stunda fótboltann með læknanáminu segir landsliðskonan Elín Metta Elín Metta fór til Bandaríkjanna árið 2015 og hugðist stunda þar nám en þau plön héldu ekki lengi. „Það var skrýtið að hætta við það því það var eitthvað sem ég hafði stefnt að lengi. Svo komst ég að því að þetta hentaði mér ekkert sérstaklega vel og ég tók þessa ákvörðun að reyna komast inn í læknisfræði. Ég sé ekki eftir því í dag. Í rauninni var það bara gott skref.“ Þrátt fyrir námið útilokar þessi magnaði framherji ekki að fara í atvinnumennsku síðar meir. „Ég útiloka það ekki og mér finnst það spennandi. Ég ætla að taka eitt ár í einu og sjá hvernig gengur að sameina þetta áfram,“ sagði Elín Metta.
Íslenski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Sjá meira