Vanessa Bryant: Ég óska þess á hverjum degi að ég gæti farið aftur til þessa morguns Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. apríl 2020 08:30 Vanessa Bryant við hlið Kobe Bryant og dætra þeirra Nataliu Diamante Bryant og Giönnu Maria-Onore Bryant. Getty/Axelle/Bauer-Griffin Vanessa Bryant, eiginkona Kobe Bryants heitins, minnsti mannsins síns í gær þegar fjögur ár voru frá því að Kobe kvaddi NBA-deildina með eftirminnilegum sextíu stiga leik. Vanessa Bryant tjáði sig um Kobe Bryant, dóttur þeirra Giönnu, og missinn en þau fórust ásamt sjö öðrum í þyrluslysi 26. janúar síðastliðinn. Kobe og Gianna voru á leið í körfuboltaleik hjá liði hinnar þrettán ára gömlu Giönnu en Kobe Bryant þjálfaði liðið. Hún þótti vera ein efnilegasta körfuboltakona Bandaríkjanna. On the four-year anniversary of Kobe Bryant's surreal NBA sendoff, his wife, Vanessa, reflected on his final game. https://t.co/u90kXmnaNq— ESPN (@espn) April 13, 2020 „Eiginmaður minn gaf sig allan í körfuboltann í tuttugu ár. Allt sem hann vildi var að fá að eyða tíma með mér og stelpunum sínum og bæta upp fyrir tapaðan tíma. Hann vildi vera til staðar á öllum stóru stundum stelpnanna okkar,“ skrifaði Vanessa Bryant. „Hann fékk aðeins að njóta þriggja ára og níu mánaða eftir að skórnir fóru upp á hillu. Við eignuðust tvær dætur í viðbót, hann vann Óskarsverðlaun, hann opnaði Granity studios, varð fimmfaldur metsöluhöfundur og þjálfaði liðið hennar Giönnu á sama tíma,“ skrifaði Vanessa Bryant. „Hún lagði mikið á sig og gaf allt sitt sjö daga vikunnar alveg eins og pabbi sinn. Ég óska þess á hverjum degi að ég gæti farið aftur til þessa morguns. Ég óska þess að þetta hafi bara verið venjulegur leikur hjá þeim þann 26. janúar. Lífið er ekki sanngjarnt. Þetta er svo glórulaust,“ skrifaði Vanessa Bryant. Vanessa Bryant skrifaði pistilinn undir nafninu „Mamba Day“ og þar mátti einnig finna næstum því fimm mínútna myndband með svipmyndum frá leik Los Angeles Lakers og Utah Jazz þann 13. apríl 2016. Það má sjá pistil Vanessu hér fyrir neðan. View this post on Instagram My husband worked his ass off for 20 years. Gave it his all. All he wanted was to spend time with our girls and me to make up for lost time. He wanted to be there for every single milestone and special moment in our girls lives. He only got to enjoy 3 years and 9 months of retirement. We had 2 more daughters, he won an Oscar, he opened Granity studios, he became a 5x best selling author and coached Gianna s basketball team in that time. She worked hard and gave her all 7 days a week just like her daddy. I wish I could back to that morning, every day. I wish they had a normal local game on 1/26. Life truly isn t fair. This is just senseless. A post shared by Vanessa Bryant ?? (@vanessabryant) on Apr 13, 2020 at 10:37am PDT Andlát Kobe Bryant NBA Mest lesið „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki Sport Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Fleiri fréttir „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? Sjá meira
Vanessa Bryant, eiginkona Kobe Bryants heitins, minnsti mannsins síns í gær þegar fjögur ár voru frá því að Kobe kvaddi NBA-deildina með eftirminnilegum sextíu stiga leik. Vanessa Bryant tjáði sig um Kobe Bryant, dóttur þeirra Giönnu, og missinn en þau fórust ásamt sjö öðrum í þyrluslysi 26. janúar síðastliðinn. Kobe og Gianna voru á leið í körfuboltaleik hjá liði hinnar þrettán ára gömlu Giönnu en Kobe Bryant þjálfaði liðið. Hún þótti vera ein efnilegasta körfuboltakona Bandaríkjanna. On the four-year anniversary of Kobe Bryant's surreal NBA sendoff, his wife, Vanessa, reflected on his final game. https://t.co/u90kXmnaNq— ESPN (@espn) April 13, 2020 „Eiginmaður minn gaf sig allan í körfuboltann í tuttugu ár. Allt sem hann vildi var að fá að eyða tíma með mér og stelpunum sínum og bæta upp fyrir tapaðan tíma. Hann vildi vera til staðar á öllum stóru stundum stelpnanna okkar,“ skrifaði Vanessa Bryant. „Hann fékk aðeins að njóta þriggja ára og níu mánaða eftir að skórnir fóru upp á hillu. Við eignuðust tvær dætur í viðbót, hann vann Óskarsverðlaun, hann opnaði Granity studios, varð fimmfaldur metsöluhöfundur og þjálfaði liðið hennar Giönnu á sama tíma,“ skrifaði Vanessa Bryant. „Hún lagði mikið á sig og gaf allt sitt sjö daga vikunnar alveg eins og pabbi sinn. Ég óska þess á hverjum degi að ég gæti farið aftur til þessa morguns. Ég óska þess að þetta hafi bara verið venjulegur leikur hjá þeim þann 26. janúar. Lífið er ekki sanngjarnt. Þetta er svo glórulaust,“ skrifaði Vanessa Bryant. Vanessa Bryant skrifaði pistilinn undir nafninu „Mamba Day“ og þar mátti einnig finna næstum því fimm mínútna myndband með svipmyndum frá leik Los Angeles Lakers og Utah Jazz þann 13. apríl 2016. Það má sjá pistil Vanessu hér fyrir neðan. View this post on Instagram My husband worked his ass off for 20 years. Gave it his all. All he wanted was to spend time with our girls and me to make up for lost time. He wanted to be there for every single milestone and special moment in our girls lives. He only got to enjoy 3 years and 9 months of retirement. We had 2 more daughters, he won an Oscar, he opened Granity studios, he became a 5x best selling author and coached Gianna s basketball team in that time. She worked hard and gave her all 7 days a week just like her daddy. I wish I could back to that morning, every day. I wish they had a normal local game on 1/26. Life truly isn t fair. This is just senseless. A post shared by Vanessa Bryant ?? (@vanessabryant) on Apr 13, 2020 at 10:37am PDT
Andlát Kobe Bryant NBA Mest lesið „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki Sport Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Fleiri fréttir „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? Sjá meira