Markaður fyrir köngulær Baldur Thorlacius skrifar 14. apríl 2020 11:00 Ég hef lengi haft þá tilgátu að köngulær borði eitt og eitt skordýr til þess eins að koma í veg fyrir að við útrýmum þeim. Að þær séu búnar að klófesta okkur í lygavef sínum, hafandi talið okkur trú um að þær geri eitthvað gagn þegar þær nærast í reynd á hræðslu fólks. Leit mín að rannsóknum sem styðja þessa tilgátu hefur ekki borið árangur. Ég hef því játað mig sigraðan og þurft að viðurkenna að köngulær eru ekki einungis gagnlegar heldur beinlínis nauðsynlegur hluti af vistkerfinu okkar, þrátt fyrir að vera bæði viðbjóðslegar og óþolandi. Ég fæ stundum á tilfinninguna að sumt fólk líti spákaupmenn á hlutabréfamarkaði sömu augum og ég lít köngulær. Fólk sem hugsar bara um að græða pening á skammtímasveiflum á hlutabréfaverði, alætur sem skapa ekki nein verðmæti. Það er ekki laust við að maður skynji ákveðna þórðargleði yfir þeim verðlækkunum og verðsveiflum sem hafa orðið vegna COVID-19, þegar fjöldi fjárfesta hefur tapað háum fjárhæðum. Raunverulegur tilgangur hlutabréfamarkaða, að stuðla að efnahagslegri velferð og veita frumkvöðlum aðgang að fjármagni til að ná sínum ítrustu markmiðum, verður oft undir í allri umfjöllun um daglegt amstur á mörkuðum. Í stuttu máli virkar þetta svona: Fyrirtæki skuldbindur sig til að starfa við ákveðið gagnsæi, getur í krafti þess boðið hverjum sem er að ganga í hluthafahópinn, fær aðgang að fjármagni, öðlast meira traust og sýnileika og nær vonandi að vaxa og skapa störf. Fjárfesting í almenningshlutafélagi er fjárfesting í framtíð þess. Þau fyrirtæki sem hafa hvað mesta burði til þess að skapa langtíma verðmæti fyrir hluthafa og samfélagið eru flest í einhverskonar nýsköpun. Slík fyrirtæki geta þurft að leggja í mikla rannsóknar- og þróunarvinnu áður en tekjuöflun hefst af alvöru. Það er ekki óalgengt að nýsköpunarfyrirtæki séu rekin með tapi í mörg ár og jafnvel áratugi áður en þau byrja að blómstra. Fyrir slík fyrirtæki skiptir öllu máli að geta nálgast fjárfesta sem styðja við langtímasýn þeirra og eru tilbúnir til að gefa eftir vonina um arð á komandi árum, í skiptum fyrir möguleikann á vexti í framtíðinni. Það er ekki auðveld ákvörðun að binda fé til svo langs tíma. Jafnvel þó það sé svigrúm til þess í dag geta aðstæður breyst fljótt og þá getur verið óheppilegt að vera fastur inni með mikið fjármagn. Þessi staða stuðlar m.a. að því að of litlu fjármagni er varið í þau verkefni sem skipta okkur mestu máli. Þar kemur spákaupmennska m.a. til sögunnar. Með því að vera stöðugt að kaupa og selja hlutbréf stuðlar spákaupmennska að aðstæðum þar sem það er alltaf einhver viljugur til að eiga viðskipti. Þetta kallast seljanleiki (e. liquidity). Seljanleiki hefur þau áhrif að fjárfestar geta keypt eða selt í almenningshlutafélagi þegar þeim sýnist, án þess að verða fyrir óþarflega miklum viðskiptakostnaði. Aukinn seljanleiki gerir það að verkum að hindrunin sem felst í að festa fjármagn til langs tíma verður minni. Þetta hjálpar fyrirtækjum að fjármagna sig og getur skipt sérstaklega miklu máli fyrir nýsköpunarfyrirtæki. Reynsla Svía af þessum málum, þar sem mikill fjöldi nýsköpunarfyrirtækja hefur farið á markað og náð að vaxa og skapa störf sem almenningshlutafélög, sýnir þetta svart á hvítu. Við viljum hvorki hafa of margar köngulær né of mikla spákaupmennsku. Að sama skapi er rétt að hafa eftirlit bæði með köngulóm og spákaupmönnum, setja þeim ákveðin mörk. Taka á fjárfestum sem virða ekki lög og reglur og fjarlægja eitraðar köngulær af heimilum okkar. En án köngulóa og spákaupmanna nær hvorki garðurinn okkar né efnahagslífið að blómstra eins vel og það gæti annars gert. Spákaupmenn eru ekki að reyna að skapa samfélagsleg verðmæti, þeir eru að reyna að græða. En rétt eins og köngulærnar geta þeir gert mikið gagn í vistkerfi efnahagslífsins. Meginatriðið er að við þurfum ekki að vera hrifin af þeim til að átta okkur á mikilvægi þeirra. Höfundur er viðskiptastjóri hjá Nasdaq Iceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Thorlacius Markaðir Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef lengi haft þá tilgátu að köngulær borði eitt og eitt skordýr til þess eins að koma í veg fyrir að við útrýmum þeim. Að þær séu búnar að klófesta okkur í lygavef sínum, hafandi talið okkur trú um að þær geri eitthvað gagn þegar þær nærast í reynd á hræðslu fólks. Leit mín að rannsóknum sem styðja þessa tilgátu hefur ekki borið árangur. Ég hef því játað mig sigraðan og þurft að viðurkenna að köngulær eru ekki einungis gagnlegar heldur beinlínis nauðsynlegur hluti af vistkerfinu okkar, þrátt fyrir að vera bæði viðbjóðslegar og óþolandi. Ég fæ stundum á tilfinninguna að sumt fólk líti spákaupmenn á hlutabréfamarkaði sömu augum og ég lít köngulær. Fólk sem hugsar bara um að græða pening á skammtímasveiflum á hlutabréfaverði, alætur sem skapa ekki nein verðmæti. Það er ekki laust við að maður skynji ákveðna þórðargleði yfir þeim verðlækkunum og verðsveiflum sem hafa orðið vegna COVID-19, þegar fjöldi fjárfesta hefur tapað háum fjárhæðum. Raunverulegur tilgangur hlutabréfamarkaða, að stuðla að efnahagslegri velferð og veita frumkvöðlum aðgang að fjármagni til að ná sínum ítrustu markmiðum, verður oft undir í allri umfjöllun um daglegt amstur á mörkuðum. Í stuttu máli virkar þetta svona: Fyrirtæki skuldbindur sig til að starfa við ákveðið gagnsæi, getur í krafti þess boðið hverjum sem er að ganga í hluthafahópinn, fær aðgang að fjármagni, öðlast meira traust og sýnileika og nær vonandi að vaxa og skapa störf. Fjárfesting í almenningshlutafélagi er fjárfesting í framtíð þess. Þau fyrirtæki sem hafa hvað mesta burði til þess að skapa langtíma verðmæti fyrir hluthafa og samfélagið eru flest í einhverskonar nýsköpun. Slík fyrirtæki geta þurft að leggja í mikla rannsóknar- og þróunarvinnu áður en tekjuöflun hefst af alvöru. Það er ekki óalgengt að nýsköpunarfyrirtæki séu rekin með tapi í mörg ár og jafnvel áratugi áður en þau byrja að blómstra. Fyrir slík fyrirtæki skiptir öllu máli að geta nálgast fjárfesta sem styðja við langtímasýn þeirra og eru tilbúnir til að gefa eftir vonina um arð á komandi árum, í skiptum fyrir möguleikann á vexti í framtíðinni. Það er ekki auðveld ákvörðun að binda fé til svo langs tíma. Jafnvel þó það sé svigrúm til þess í dag geta aðstæður breyst fljótt og þá getur verið óheppilegt að vera fastur inni með mikið fjármagn. Þessi staða stuðlar m.a. að því að of litlu fjármagni er varið í þau verkefni sem skipta okkur mestu máli. Þar kemur spákaupmennska m.a. til sögunnar. Með því að vera stöðugt að kaupa og selja hlutbréf stuðlar spákaupmennska að aðstæðum þar sem það er alltaf einhver viljugur til að eiga viðskipti. Þetta kallast seljanleiki (e. liquidity). Seljanleiki hefur þau áhrif að fjárfestar geta keypt eða selt í almenningshlutafélagi þegar þeim sýnist, án þess að verða fyrir óþarflega miklum viðskiptakostnaði. Aukinn seljanleiki gerir það að verkum að hindrunin sem felst í að festa fjármagn til langs tíma verður minni. Þetta hjálpar fyrirtækjum að fjármagna sig og getur skipt sérstaklega miklu máli fyrir nýsköpunarfyrirtæki. Reynsla Svía af þessum málum, þar sem mikill fjöldi nýsköpunarfyrirtækja hefur farið á markað og náð að vaxa og skapa störf sem almenningshlutafélög, sýnir þetta svart á hvítu. Við viljum hvorki hafa of margar köngulær né of mikla spákaupmennsku. Að sama skapi er rétt að hafa eftirlit bæði með köngulóm og spákaupmönnum, setja þeim ákveðin mörk. Taka á fjárfestum sem virða ekki lög og reglur og fjarlægja eitraðar köngulær af heimilum okkar. En án köngulóa og spákaupmanna nær hvorki garðurinn okkar né efnahagslífið að blómstra eins vel og það gæti annars gert. Spákaupmenn eru ekki að reyna að skapa samfélagsleg verðmæti, þeir eru að reyna að græða. En rétt eins og köngulærnar geta þeir gert mikið gagn í vistkerfi efnahagslífsins. Meginatriðið er að við þurfum ekki að vera hrifin af þeim til að átta okkur á mikilvægi þeirra. Höfundur er viðskiptastjóri hjá Nasdaq Iceland.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun