Að standa vörð hvert um annað Flosi Eiríksson skrifar 15. apríl 2020 08:00 Við sem erum alin upp við grátkór LÍÚ, verðbólgu, gengisfellingar og smjörfjöll erum eðlilega svolítið tortryggin þegar valdahópar fara að kalla eftir breiðri samstöðu í þjóðfélaginu um efnahagsaðgerðir, lýsa því allt í einu yfir að núna séum við öll á sama báti og telja, eins og stundum áður, að eina leiðin til að taka á vandanum sé að lækka laun láglaunafólks, eins og fram kom í tillögum Samtaka atvinnulífsins. Stundum hefur sú mikla samstaða snúist um að verja ríkjandi ástand, tryggja völd og forréttindi. Í yfirstandandi hremmingum má svo sem heyra þessa gamalkunnu tóna, en það bregður líka fyrir nýjum tónum sem er fagnaðarefni. Um nauðsyn þess að hafa hér öflugt heilbrigðiskerfi fyrir alla, um mikilvægi innviða af margvíslegu tagi, um fagmennsku og breiða samvinnu. Þagnaður er að mestu söngurinn um að markaðurinn einn sé bestur til að finna lausnir og heilbrigðisþjónustu eigi að einkavæða sem víðast. Sú breiða samstaða sem maður finnur nú fyrir er af öðrum meiði, við viljum standa hvert með öðru, standa vörð hvert um annað. Þetta gerum við oft á dag með því að fylgja fyrirmælum og leiðbeiningum um fjarlægð frá öðrum, vinnum heima, heimsækjum ekki ömmu og afa og sprittum okkur í sífellu. Það er ekki af því okkur er skipað að gera það, heldur af því við viljum hjálpast að, standa saman. Því fylgir líka endurmat á mikilvægi hópa í samfélaginu, krafa og skilningur um að gerðir séu kjarasamningar við stóra hópa heilbrigðisstarfsfólks svo dæmi séu tekin, og sjúkrahúsin séu búin þeim tækjum og tólum sem nauðsynleg eru. Við flest leggjum okkar af mörkum í þeirri fjármögnun á hverjum degi með því að greiða okkar skatta og skyldur, það er gert í hljóði og þarf ekki að auglýsa í Fréttablaðinu eins og sumir sem gefa opinberar leynigjafir eða leynilegar opinberar gjafir. Vonandi tekst okkur að varðveita þessa samstöðu um öflugt velferðarkerfi, um innviði sem gagnast okkur öllum, um nauðsyn þess að endurmeta hvað eru verðmæti, um mikilvægi fólksins sem vinnur við umönnun, hverju nafni sem hún nefnist. Þessi samstaða gæti orðið viðspyrnan fyrir uppbyggingu samfélagsins, að starfsfólkið í ferðaþjónustunni sem margt er láglaunafólk, njóti umsamina kjara og réttinda, að stórfelld og margvísleg brot á erlendu starfsfólki heyri sögunni til. Að atvinnurekendur og aðrir standi við stóru orðin um samstöðuna, að við stöndum hvert með öðru og berum ábyrgð hvert á öðru. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flosi Eiríksson Mest lesið Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Við sem erum alin upp við grátkór LÍÚ, verðbólgu, gengisfellingar og smjörfjöll erum eðlilega svolítið tortryggin þegar valdahópar fara að kalla eftir breiðri samstöðu í þjóðfélaginu um efnahagsaðgerðir, lýsa því allt í einu yfir að núna séum við öll á sama báti og telja, eins og stundum áður, að eina leiðin til að taka á vandanum sé að lækka laun láglaunafólks, eins og fram kom í tillögum Samtaka atvinnulífsins. Stundum hefur sú mikla samstaða snúist um að verja ríkjandi ástand, tryggja völd og forréttindi. Í yfirstandandi hremmingum má svo sem heyra þessa gamalkunnu tóna, en það bregður líka fyrir nýjum tónum sem er fagnaðarefni. Um nauðsyn þess að hafa hér öflugt heilbrigðiskerfi fyrir alla, um mikilvægi innviða af margvíslegu tagi, um fagmennsku og breiða samvinnu. Þagnaður er að mestu söngurinn um að markaðurinn einn sé bestur til að finna lausnir og heilbrigðisþjónustu eigi að einkavæða sem víðast. Sú breiða samstaða sem maður finnur nú fyrir er af öðrum meiði, við viljum standa hvert með öðru, standa vörð hvert um annað. Þetta gerum við oft á dag með því að fylgja fyrirmælum og leiðbeiningum um fjarlægð frá öðrum, vinnum heima, heimsækjum ekki ömmu og afa og sprittum okkur í sífellu. Það er ekki af því okkur er skipað að gera það, heldur af því við viljum hjálpast að, standa saman. Því fylgir líka endurmat á mikilvægi hópa í samfélaginu, krafa og skilningur um að gerðir séu kjarasamningar við stóra hópa heilbrigðisstarfsfólks svo dæmi séu tekin, og sjúkrahúsin séu búin þeim tækjum og tólum sem nauðsynleg eru. Við flest leggjum okkar af mörkum í þeirri fjármögnun á hverjum degi með því að greiða okkar skatta og skyldur, það er gert í hljóði og þarf ekki að auglýsa í Fréttablaðinu eins og sumir sem gefa opinberar leynigjafir eða leynilegar opinberar gjafir. Vonandi tekst okkur að varðveita þessa samstöðu um öflugt velferðarkerfi, um innviði sem gagnast okkur öllum, um nauðsyn þess að endurmeta hvað eru verðmæti, um mikilvægi fólksins sem vinnur við umönnun, hverju nafni sem hún nefnist. Þessi samstaða gæti orðið viðspyrnan fyrir uppbyggingu samfélagsins, að starfsfólkið í ferðaþjónustunni sem margt er láglaunafólk, njóti umsamina kjara og réttinda, að stórfelld og margvísleg brot á erlendu starfsfólki heyri sögunni til. Að atvinnurekendur og aðrir standi við stóru orðin um samstöðuna, að við stöndum hvert með öðru og berum ábyrgð hvert á öðru. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar