Að standa vörð hvert um annað Flosi Eiríksson skrifar 15. apríl 2020 08:00 Við sem erum alin upp við grátkór LÍÚ, verðbólgu, gengisfellingar og smjörfjöll erum eðlilega svolítið tortryggin þegar valdahópar fara að kalla eftir breiðri samstöðu í þjóðfélaginu um efnahagsaðgerðir, lýsa því allt í einu yfir að núna séum við öll á sama báti og telja, eins og stundum áður, að eina leiðin til að taka á vandanum sé að lækka laun láglaunafólks, eins og fram kom í tillögum Samtaka atvinnulífsins. Stundum hefur sú mikla samstaða snúist um að verja ríkjandi ástand, tryggja völd og forréttindi. Í yfirstandandi hremmingum má svo sem heyra þessa gamalkunnu tóna, en það bregður líka fyrir nýjum tónum sem er fagnaðarefni. Um nauðsyn þess að hafa hér öflugt heilbrigðiskerfi fyrir alla, um mikilvægi innviða af margvíslegu tagi, um fagmennsku og breiða samvinnu. Þagnaður er að mestu söngurinn um að markaðurinn einn sé bestur til að finna lausnir og heilbrigðisþjónustu eigi að einkavæða sem víðast. Sú breiða samstaða sem maður finnur nú fyrir er af öðrum meiði, við viljum standa hvert með öðru, standa vörð hvert um annað. Þetta gerum við oft á dag með því að fylgja fyrirmælum og leiðbeiningum um fjarlægð frá öðrum, vinnum heima, heimsækjum ekki ömmu og afa og sprittum okkur í sífellu. Það er ekki af því okkur er skipað að gera það, heldur af því við viljum hjálpast að, standa saman. Því fylgir líka endurmat á mikilvægi hópa í samfélaginu, krafa og skilningur um að gerðir séu kjarasamningar við stóra hópa heilbrigðisstarfsfólks svo dæmi séu tekin, og sjúkrahúsin séu búin þeim tækjum og tólum sem nauðsynleg eru. Við flest leggjum okkar af mörkum í þeirri fjármögnun á hverjum degi með því að greiða okkar skatta og skyldur, það er gert í hljóði og þarf ekki að auglýsa í Fréttablaðinu eins og sumir sem gefa opinberar leynigjafir eða leynilegar opinberar gjafir. Vonandi tekst okkur að varðveita þessa samstöðu um öflugt velferðarkerfi, um innviði sem gagnast okkur öllum, um nauðsyn þess að endurmeta hvað eru verðmæti, um mikilvægi fólksins sem vinnur við umönnun, hverju nafni sem hún nefnist. Þessi samstaða gæti orðið viðspyrnan fyrir uppbyggingu samfélagsins, að starfsfólkið í ferðaþjónustunni sem margt er láglaunafólk, njóti umsamina kjara og réttinda, að stórfelld og margvísleg brot á erlendu starfsfólki heyri sögunni til. Að atvinnurekendur og aðrir standi við stóru orðin um samstöðuna, að við stöndum hvert með öðru og berum ábyrgð hvert á öðru. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flosi Eiríksson Mest lesið Halldór 11.01.2025 Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Við sem erum alin upp við grátkór LÍÚ, verðbólgu, gengisfellingar og smjörfjöll erum eðlilega svolítið tortryggin þegar valdahópar fara að kalla eftir breiðri samstöðu í þjóðfélaginu um efnahagsaðgerðir, lýsa því allt í einu yfir að núna séum við öll á sama báti og telja, eins og stundum áður, að eina leiðin til að taka á vandanum sé að lækka laun láglaunafólks, eins og fram kom í tillögum Samtaka atvinnulífsins. Stundum hefur sú mikla samstaða snúist um að verja ríkjandi ástand, tryggja völd og forréttindi. Í yfirstandandi hremmingum má svo sem heyra þessa gamalkunnu tóna, en það bregður líka fyrir nýjum tónum sem er fagnaðarefni. Um nauðsyn þess að hafa hér öflugt heilbrigðiskerfi fyrir alla, um mikilvægi innviða af margvíslegu tagi, um fagmennsku og breiða samvinnu. Þagnaður er að mestu söngurinn um að markaðurinn einn sé bestur til að finna lausnir og heilbrigðisþjónustu eigi að einkavæða sem víðast. Sú breiða samstaða sem maður finnur nú fyrir er af öðrum meiði, við viljum standa hvert með öðru, standa vörð hvert um annað. Þetta gerum við oft á dag með því að fylgja fyrirmælum og leiðbeiningum um fjarlægð frá öðrum, vinnum heima, heimsækjum ekki ömmu og afa og sprittum okkur í sífellu. Það er ekki af því okkur er skipað að gera það, heldur af því við viljum hjálpast að, standa saman. Því fylgir líka endurmat á mikilvægi hópa í samfélaginu, krafa og skilningur um að gerðir séu kjarasamningar við stóra hópa heilbrigðisstarfsfólks svo dæmi séu tekin, og sjúkrahúsin séu búin þeim tækjum og tólum sem nauðsynleg eru. Við flest leggjum okkar af mörkum í þeirri fjármögnun á hverjum degi með því að greiða okkar skatta og skyldur, það er gert í hljóði og þarf ekki að auglýsa í Fréttablaðinu eins og sumir sem gefa opinberar leynigjafir eða leynilegar opinberar gjafir. Vonandi tekst okkur að varðveita þessa samstöðu um öflugt velferðarkerfi, um innviði sem gagnast okkur öllum, um nauðsyn þess að endurmeta hvað eru verðmæti, um mikilvægi fólksins sem vinnur við umönnun, hverju nafni sem hún nefnist. Þessi samstaða gæti orðið viðspyrnan fyrir uppbyggingu samfélagsins, að starfsfólkið í ferðaþjónustunni sem margt er láglaunafólk, njóti umsamina kjara og réttinda, að stórfelld og margvísleg brot á erlendu starfsfólki heyri sögunni til. Að atvinnurekendur og aðrir standi við stóru orðin um samstöðuna, að við stöndum hvert með öðru og berum ábyrgð hvert á öðru. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun