Að ferðast í huganum Elinóra Guðmundsdóttir skrifar 16. apríl 2020 09:00 Fundinum er lokið og Víðir, okkar allra besti Víðir, endurtekur „við mælum með að ferðast innanhúss um páskana.“ Hún er áhugaverð þessi nýja veröld takmarkaðra rýmisferðalaga. Veröld glæpsamlegra sumarbústaðaferða og skírnarveislna. Veröld heimaæfinga og streymdra spilakvölda. Þegar ég lærði ferðamálafræði við Háskóla Íslands rannsökuðum við hvernig fólk ferðast í rýmum; flugvöllum, útsýnispöllum, borgum, söfnum, áfangastöðum í heild sinni. Hvernig við ferðumst leiðir sem hafa verið farnar milljón sinnum áður. Stundum af því rými eru skipulögð þannig að það er í raun ekkert annað í boði, stundum sjálfviljug. Tökum myndir sem við höfum séð áður, teknar af einhverjum öðrum sem kom á undan okkur. Við endurframleiðum upplifanir sem við höfum séð aðra upplifa. Stundum viljum við bara fara fyrir framan nákvæmlega þetta hús og taka nákvæmlega þessa mynd af því myndin var partur af því að þig langaði af stað í ferðalagið til að byrja með. Eða af því hún skítlúkkaði á gramminu. Þessi löngun til að ferðast hefur verið partur af tilveru okkar frá því við skriðum út úr hellinum. Löngun til að kynnast einhverju framandi. Lifa öðru lífi en okkar eigin fyrir stundarsakir. Grasið hefur, að ég held, alltaf virst grænna annarstaðar en heima hjá þér. Og nú, þegar þessari frumstæðu þörf verður ekki svalað, hvað er þá til ráða? Sögulega, eða allt þar til á 20. öldinni, voru ferðalög einungis á færi örlítils hluta samfélagsins. Lægri stéttir þurfti lengi að láta sér nægja að heyra sögur um ferðalög lánsamari samfélagsþegna. Á 18. öld gátu þeir sem höfðu frítíma og efni á að kaupa bækur, lesið ferðabækur eins og Tour eftir Defoe og Pamela eftir Richardson, sem voru meðal fyrstu söluhæstu ferðabókanna um ferðalög sem ekki voru ekki til komin af brýnni nauðsyn eða viðskipta. Í hinni síðarnefndu gerir söguhetjan þá uppgötvun „að lifa þarf ekki að fela í sér efnislega veru, heldur er ímyndunaraflinu fært um að ferðast.. í dagdraumunum,“ sem var nýstárleg hugmynd á þeim tíma og er líka, að mínu mati, býsna fjarri okkur í dag, þó hugmyndin sé kanski ekki nýstárleg. Með nýrri tækni á 20. öldinni urðu ljósmyndir partur af ferðaupplifunum. Þá gat glaðbeittur og sólbakaður frændi komið í kaffi með myndaalbúmið sem varð svo efniviður í dagdrauma þeirra sem fengu að njóta. Nú er til ofgnótt efnis sem gerir okkur kleift að ferðast í huganum um alla króka og kima heimsins. David Attenborough skapaði möguleikann á að sjá jörðina á hátt sem við gætum aldrei með eigin augum. Með góðri bók getum við keyrt gegnum Suður-Evrópu og ímyndað okkur lyktina sem ber fyrir vit okkar án þess að þurfa að þjást í framandi ostafnyknum sem er þar raunverulega. Við getum séð áfangastaði ljóslifandi á ljósmyndum, sem eru raunar oft mikilfenglegri en raunveruleikinn sjálfur. Allt frá mikilvægum stjórnarfundum til annarra minniháttar stöðufunda hafa farið fram í tölvunni síðasta mánuðinn og sýnt okkur að meirihluti vinnutengdra ferðalaga eru óþarfi. Þrátt fyrir ofantalið eru rýmisleg ferðalög vesturlandabúa á 21.öldinni jafn sjálfsögð og hversdagsleg og gulu viðvaranirnar hérlendis. Aldrei spurning um hvort heldur hvenær. Bókstaflega felur hversdagsleikinn okkar í sér að hoppa heimsálfanna á milli, jafnvel nokkrum sinnum á ári. Margir eru eru sannfærðir um að sýndarveruleikaferðamennska (e. virtual tourism) muni taka við af þeirri ferðamennsku sem við þekkjum nú, allavega í einhverjum mæli. Það væri heppilegt, svona hamfarahlýnunarlega séð. Öðrum kann að þykja það fráleitt, rétt eins og internetið var óhugsandi einhverntímann. Í öllu falli verður það forvitnilegt að sjá hvort okkur sem samfélag mun lukkast að halda í einfaldleikann sem skapast hefur síðustu misseri. Munum við sem finnst við hafa tilkall til alls þess besta sem til er á þessari jörð, sætta okkur við að geta ekki fengið allt og farið allt? Mun kórónaveirufaraldurinn skapa raunverulegar, varanlegar breytingar á neyslumynstri okkar eða munum við hugsa eftir ár sötrandi freyðivín á Balí „Vá, að við skulum hafa haldið að nokkuð gæti hróflað við kapítalismanum.“ Höfundur er ferðamálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Fundinum er lokið og Víðir, okkar allra besti Víðir, endurtekur „við mælum með að ferðast innanhúss um páskana.“ Hún er áhugaverð þessi nýja veröld takmarkaðra rýmisferðalaga. Veröld glæpsamlegra sumarbústaðaferða og skírnarveislna. Veröld heimaæfinga og streymdra spilakvölda. Þegar ég lærði ferðamálafræði við Háskóla Íslands rannsökuðum við hvernig fólk ferðast í rýmum; flugvöllum, útsýnispöllum, borgum, söfnum, áfangastöðum í heild sinni. Hvernig við ferðumst leiðir sem hafa verið farnar milljón sinnum áður. Stundum af því rými eru skipulögð þannig að það er í raun ekkert annað í boði, stundum sjálfviljug. Tökum myndir sem við höfum séð áður, teknar af einhverjum öðrum sem kom á undan okkur. Við endurframleiðum upplifanir sem við höfum séð aðra upplifa. Stundum viljum við bara fara fyrir framan nákvæmlega þetta hús og taka nákvæmlega þessa mynd af því myndin var partur af því að þig langaði af stað í ferðalagið til að byrja með. Eða af því hún skítlúkkaði á gramminu. Þessi löngun til að ferðast hefur verið partur af tilveru okkar frá því við skriðum út úr hellinum. Löngun til að kynnast einhverju framandi. Lifa öðru lífi en okkar eigin fyrir stundarsakir. Grasið hefur, að ég held, alltaf virst grænna annarstaðar en heima hjá þér. Og nú, þegar þessari frumstæðu þörf verður ekki svalað, hvað er þá til ráða? Sögulega, eða allt þar til á 20. öldinni, voru ferðalög einungis á færi örlítils hluta samfélagsins. Lægri stéttir þurfti lengi að láta sér nægja að heyra sögur um ferðalög lánsamari samfélagsþegna. Á 18. öld gátu þeir sem höfðu frítíma og efni á að kaupa bækur, lesið ferðabækur eins og Tour eftir Defoe og Pamela eftir Richardson, sem voru meðal fyrstu söluhæstu ferðabókanna um ferðalög sem ekki voru ekki til komin af brýnni nauðsyn eða viðskipta. Í hinni síðarnefndu gerir söguhetjan þá uppgötvun „að lifa þarf ekki að fela í sér efnislega veru, heldur er ímyndunaraflinu fært um að ferðast.. í dagdraumunum,“ sem var nýstárleg hugmynd á þeim tíma og er líka, að mínu mati, býsna fjarri okkur í dag, þó hugmyndin sé kanski ekki nýstárleg. Með nýrri tækni á 20. öldinni urðu ljósmyndir partur af ferðaupplifunum. Þá gat glaðbeittur og sólbakaður frændi komið í kaffi með myndaalbúmið sem varð svo efniviður í dagdrauma þeirra sem fengu að njóta. Nú er til ofgnótt efnis sem gerir okkur kleift að ferðast í huganum um alla króka og kima heimsins. David Attenborough skapaði möguleikann á að sjá jörðina á hátt sem við gætum aldrei með eigin augum. Með góðri bók getum við keyrt gegnum Suður-Evrópu og ímyndað okkur lyktina sem ber fyrir vit okkar án þess að þurfa að þjást í framandi ostafnyknum sem er þar raunverulega. Við getum séð áfangastaði ljóslifandi á ljósmyndum, sem eru raunar oft mikilfenglegri en raunveruleikinn sjálfur. Allt frá mikilvægum stjórnarfundum til annarra minniháttar stöðufunda hafa farið fram í tölvunni síðasta mánuðinn og sýnt okkur að meirihluti vinnutengdra ferðalaga eru óþarfi. Þrátt fyrir ofantalið eru rýmisleg ferðalög vesturlandabúa á 21.öldinni jafn sjálfsögð og hversdagsleg og gulu viðvaranirnar hérlendis. Aldrei spurning um hvort heldur hvenær. Bókstaflega felur hversdagsleikinn okkar í sér að hoppa heimsálfanna á milli, jafnvel nokkrum sinnum á ári. Margir eru eru sannfærðir um að sýndarveruleikaferðamennska (e. virtual tourism) muni taka við af þeirri ferðamennsku sem við þekkjum nú, allavega í einhverjum mæli. Það væri heppilegt, svona hamfarahlýnunarlega séð. Öðrum kann að þykja það fráleitt, rétt eins og internetið var óhugsandi einhverntímann. Í öllu falli verður það forvitnilegt að sjá hvort okkur sem samfélag mun lukkast að halda í einfaldleikann sem skapast hefur síðustu misseri. Munum við sem finnst við hafa tilkall til alls þess besta sem til er á þessari jörð, sætta okkur við að geta ekki fengið allt og farið allt? Mun kórónaveirufaraldurinn skapa raunverulegar, varanlegar breytingar á neyslumynstri okkar eða munum við hugsa eftir ár sötrandi freyðivín á Balí „Vá, að við skulum hafa haldið að nokkuð gæti hróflað við kapítalismanum.“ Höfundur er ferðamálafræðingur.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar