Já, forsætisráðherra! Hjálmar Jónsson skrifar 16. maí 2020 11:00 Sótt er að upplýsingarétti almennings rétt eina ferðina þessa dagana og er kannski ekki í frásögur færandi miðað við það hvernig kaupin hafa gerst á eyrinni til þessa. Nú er til umfjöllunar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis frumvarp til laga um breytingar á upplýsingalögum. Í frumvarpinu er það nýmæli að skylt er að bera upplýsingabeiðnir undir þriðja aðila, þ.e.a.s. þann sem upplýsingarnar geta varðað, bæði á vettvangi stjórnsýslunnar og einnig eftir að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur úrskurðað um aðgang að upplýsingum. Með þessum breytingum myndi framkvæmd upplýsingabeiðn þyngjast verulega og afgreiðslutími lengjast enn frekar en nú er raunin og er hann þó alltof langur fyrir. Borgarskjalasafn og úrskurðarnefnd um upplýsingamál benda á það í umsögnum sínum að samkvæmt gildandi lögum sé heimilt að bera upplýsingabeiðnir undir þriðja aðila og því sé ekki nauðsynlegt að mæla fyrir um skyldu í þessum efnum, enda sé skylda til öflunar afstöðu þriðja aðila atviksbundin og leiði af eðli máls hverju sinni. Svo dæmi sé tekið hefði það ekki verið valkvætt heldur skylt að bera upplýsingabeiðni um 18 milljón króna námsstyrk Seðlabankans undir þann sem styrkinn hlaut. Menn geta velt því fyrir sér hversu eðlilegt það sé? Fyrirfram hefði mátt ætla að upplýsingar um slíka greiðslur ættu alltaf að vera opinberar og gagnsæjar og að leynd þar um geti aldrei verið eðlileg. Samt þurfi héraðsdómur að úrskurða um að afhenda bæri þessar upplýsingar og eflaust hefði dómnum verið áfrýjað til Landsréttar ef ekki hefði verið skipt um seðlabankastjóra í millitíðinni! Það er umhugsunarvert að frumvarpið er samið í forsætisráðuneytinu á grundvelli umsagnar Samtaka atvinnulífsins þegar frumvarp um breytingar á upplýsingalögum, sem síðar urðu lög nr. 72/2019, var til meðferðar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Þær lagabreytingar voru lagðar til af nefnd sem forsætisráðherra skipaði um umbætur á löggjöf á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis og var eitt fjölmargra frumvarpa sem nefndinni sendi frá sér til að styrkja tjáningarfrelsið í landinu. Nefnd forsætisráðherra taldi ekki nauðsynlegt að leiða í lög skyldu til að leita eftir afstöðu þriðja aðila. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd taldi í fyrra, þegar málið var til umfjöllunar í nefndinni, ekki nauðsynlegt að taka til greina athugasemdir SA í þessum efnum og enginn af 63 þingmönnum Alþingis taldi ástæður til að leggja fram breytingartillögu þessa efnis. Forsætisráðuneytið sér hins vegar ástæðu til þess að taka upp hluta tillagna SA að eigin frumkvæði svo skömmu eftir upplýsingalögin voru til meðferðar á Alþingi af því að það er mat ráðuneytisins að það geti „verið til nokkurra bóta miðað við gildandi rétt,” eins og segir í greinargerðinni. Nú er flestum okkar sem komin eru á miðjan aldur minnistæðir breskur sjónvarpsþættirnir Já, ráðherra og Já, forsætisráðherra, sem fjölluðu um samskipti embættismannakerfis og kjörinna fulltrúa með skoplegum hætti. Ég velti því fyrir mér hvort ekki er kominn tími á íslenskra útgáfu þáttanna; mér sýnist ýmislegt benda til þess! Höfundur er formaður Blaðamannafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Hjálmar Jónsson Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Sótt er að upplýsingarétti almennings rétt eina ferðina þessa dagana og er kannski ekki í frásögur færandi miðað við það hvernig kaupin hafa gerst á eyrinni til þessa. Nú er til umfjöllunar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis frumvarp til laga um breytingar á upplýsingalögum. Í frumvarpinu er það nýmæli að skylt er að bera upplýsingabeiðnir undir þriðja aðila, þ.e.a.s. þann sem upplýsingarnar geta varðað, bæði á vettvangi stjórnsýslunnar og einnig eftir að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur úrskurðað um aðgang að upplýsingum. Með þessum breytingum myndi framkvæmd upplýsingabeiðn þyngjast verulega og afgreiðslutími lengjast enn frekar en nú er raunin og er hann þó alltof langur fyrir. Borgarskjalasafn og úrskurðarnefnd um upplýsingamál benda á það í umsögnum sínum að samkvæmt gildandi lögum sé heimilt að bera upplýsingabeiðnir undir þriðja aðila og því sé ekki nauðsynlegt að mæla fyrir um skyldu í þessum efnum, enda sé skylda til öflunar afstöðu þriðja aðila atviksbundin og leiði af eðli máls hverju sinni. Svo dæmi sé tekið hefði það ekki verið valkvætt heldur skylt að bera upplýsingabeiðni um 18 milljón króna námsstyrk Seðlabankans undir þann sem styrkinn hlaut. Menn geta velt því fyrir sér hversu eðlilegt það sé? Fyrirfram hefði mátt ætla að upplýsingar um slíka greiðslur ættu alltaf að vera opinberar og gagnsæjar og að leynd þar um geti aldrei verið eðlileg. Samt þurfi héraðsdómur að úrskurða um að afhenda bæri þessar upplýsingar og eflaust hefði dómnum verið áfrýjað til Landsréttar ef ekki hefði verið skipt um seðlabankastjóra í millitíðinni! Það er umhugsunarvert að frumvarpið er samið í forsætisráðuneytinu á grundvelli umsagnar Samtaka atvinnulífsins þegar frumvarp um breytingar á upplýsingalögum, sem síðar urðu lög nr. 72/2019, var til meðferðar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Þær lagabreytingar voru lagðar til af nefnd sem forsætisráðherra skipaði um umbætur á löggjöf á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis og var eitt fjölmargra frumvarpa sem nefndinni sendi frá sér til að styrkja tjáningarfrelsið í landinu. Nefnd forsætisráðherra taldi ekki nauðsynlegt að leiða í lög skyldu til að leita eftir afstöðu þriðja aðila. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd taldi í fyrra, þegar málið var til umfjöllunar í nefndinni, ekki nauðsynlegt að taka til greina athugasemdir SA í þessum efnum og enginn af 63 þingmönnum Alþingis taldi ástæður til að leggja fram breytingartillögu þessa efnis. Forsætisráðuneytið sér hins vegar ástæðu til þess að taka upp hluta tillagna SA að eigin frumkvæði svo skömmu eftir upplýsingalögin voru til meðferðar á Alþingi af því að það er mat ráðuneytisins að það geti „verið til nokkurra bóta miðað við gildandi rétt,” eins og segir í greinargerðinni. Nú er flestum okkar sem komin eru á miðjan aldur minnistæðir breskur sjónvarpsþættirnir Já, ráðherra og Já, forsætisráðherra, sem fjölluðu um samskipti embættismannakerfis og kjörinna fulltrúa með skoplegum hætti. Ég velti því fyrir mér hvort ekki er kominn tími á íslenskra útgáfu þáttanna; mér sýnist ýmislegt benda til þess! Höfundur er formaður Blaðamannafélags Íslands.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar