Sitthvað hafast þeir að Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 18. maí 2020 10:30 Nú um mánaðamótin fengu þingmenn hækkun launa sinna, reiknaða út frá launaþróun ársins 2018. Hækkunin var 6,3%. Um hækkun launa þingmanna fer eftir 15. gr. laga um þingfararkaup, nr 88/1995, með síðari breytingum. Þar er útlistað hvernig fara skuli með hækkanir launa þingmanna, eftir að kjararáð, áður kjaradómur, var lagt niður. Nú er Hagstofunni falið að reikna og birta fyrir 1. júní ár hvert, hlutfallslega breytingu á meðaltali reglulegra launa starfsmanna ríkisins fyrir næstliðið almanaksár. Til að einfalda, Hagstofan skal reikna út hvað meðal ríkisstarfsmaðurinn hækkaði í launum í fyrra. Fjársýsla ríkisins skal svo uppfæra krónutölufjárhæð til samræmis við tölur Hagstofunnar. Hér hafa þingmenn komið á þægilega sjálfvirku kerfi. Til samanburðar er fróðlegt að skoða 69. gr. laga um almannatryggingar, þar sem kveðið er á um hvernig m.a. örorkulífeyrir skuli breytast. Þar segir: „Bætur almannatrygginga, svo og greiðslur skv. 63. gr. og fjárhæðir skv. 22. gr., skulu breytast árlega í samræmi við fjárlög hverju sinni. Ákvörðun þeirra skal taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs.“ Virðist einfalt, en hvernig hefur framkvæmdin verið? Í áraraðir hefur fjármálaráðuneytið, í undirbúningi fjárlaga, ákveðið þá prósentuhækkun sem áætlað er að vísitala neysluverðs, eða launaþróun verði á árinu. Fjárhæðir örorkulífeyris hækka svo í samræmi við það. En það er erfitt að spá, sérstaklega um framtíðina. Yfirleitt ganga þessar spár fjármálaráðuneytisins ekki eftir. Í umræddri grein segir skýrt að fjárhæðir almannatrygginga skulu taka mið af launaþróun, ekki spá um launaþróun. Þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Sem sagt, taka mið af launaþróun, eða vísitölu neysluverðs, ef hún er hærri. Ef laun þingmanna breyttust samkvæmt sama viðmiði hefði hækkun þeirra orðið nú 3,4%. Það er sú hækkun sem fjármálaráðuneytið spáði að yrði á launaþróun þessa árs. En nei. Þó hugsun að baki þessum tveimur lagagreinum sé nánast sú sama, taka skal mið af launaþróun, er munurinn helstur að þingmenn sætta sig ekki við neina spá. Og af því að spáin raungerist sjaldnast, dregst örorkulífeyrir aftur úr öllu, svo mikið að nú munar um 80 þúsund krónum á mánuði á örorkulífeyri og lægstu launum. Og seint verður sá ofalinn sem þarf að lifa á lægstu launum. Lengi hefur verið deilt um túlkun 69 gr. Almannatryggingalaga, en nú virðast þingmenn hafa fundið fína lausn, alla vega fyrir sig. Mikið væri nú gott ef það sama yrði látið gilda um aðra. Höfundur er formaður Öryrkjabandalagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður Harpa Sigurðardóttir Félagsmál Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú um mánaðamótin fengu þingmenn hækkun launa sinna, reiknaða út frá launaþróun ársins 2018. Hækkunin var 6,3%. Um hækkun launa þingmanna fer eftir 15. gr. laga um þingfararkaup, nr 88/1995, með síðari breytingum. Þar er útlistað hvernig fara skuli með hækkanir launa þingmanna, eftir að kjararáð, áður kjaradómur, var lagt niður. Nú er Hagstofunni falið að reikna og birta fyrir 1. júní ár hvert, hlutfallslega breytingu á meðaltali reglulegra launa starfsmanna ríkisins fyrir næstliðið almanaksár. Til að einfalda, Hagstofan skal reikna út hvað meðal ríkisstarfsmaðurinn hækkaði í launum í fyrra. Fjársýsla ríkisins skal svo uppfæra krónutölufjárhæð til samræmis við tölur Hagstofunnar. Hér hafa þingmenn komið á þægilega sjálfvirku kerfi. Til samanburðar er fróðlegt að skoða 69. gr. laga um almannatryggingar, þar sem kveðið er á um hvernig m.a. örorkulífeyrir skuli breytast. Þar segir: „Bætur almannatrygginga, svo og greiðslur skv. 63. gr. og fjárhæðir skv. 22. gr., skulu breytast árlega í samræmi við fjárlög hverju sinni. Ákvörðun þeirra skal taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs.“ Virðist einfalt, en hvernig hefur framkvæmdin verið? Í áraraðir hefur fjármálaráðuneytið, í undirbúningi fjárlaga, ákveðið þá prósentuhækkun sem áætlað er að vísitala neysluverðs, eða launaþróun verði á árinu. Fjárhæðir örorkulífeyris hækka svo í samræmi við það. En það er erfitt að spá, sérstaklega um framtíðina. Yfirleitt ganga þessar spár fjármálaráðuneytisins ekki eftir. Í umræddri grein segir skýrt að fjárhæðir almannatrygginga skulu taka mið af launaþróun, ekki spá um launaþróun. Þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Sem sagt, taka mið af launaþróun, eða vísitölu neysluverðs, ef hún er hærri. Ef laun þingmanna breyttust samkvæmt sama viðmiði hefði hækkun þeirra orðið nú 3,4%. Það er sú hækkun sem fjármálaráðuneytið spáði að yrði á launaþróun þessa árs. En nei. Þó hugsun að baki þessum tveimur lagagreinum sé nánast sú sama, taka skal mið af launaþróun, er munurinn helstur að þingmenn sætta sig ekki við neina spá. Og af því að spáin raungerist sjaldnast, dregst örorkulífeyrir aftur úr öllu, svo mikið að nú munar um 80 þúsund krónum á mánuði á örorkulífeyri og lægstu launum. Og seint verður sá ofalinn sem þarf að lifa á lægstu launum. Lengi hefur verið deilt um túlkun 69 gr. Almannatryggingalaga, en nú virðast þingmenn hafa fundið fína lausn, alla vega fyrir sig. Mikið væri nú gott ef það sama yrði látið gilda um aðra. Höfundur er formaður Öryrkjabandalagsins.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun