Af hverju eru lögreglumenn í láglaunastétt? Eyrún Eyþórsdóttir skrifar 19. maí 2020 15:30 Á dögunum deildi lögreglumaður launaseðli sínum á samfélagsmiðlum. Launaseðilinn sýndi að viðkomandi, sem hefur margra ára starfsreynslu í lögreglunni, fékk rétt um 300 þúsund í útborguð laun fyrir fulla vinnu mánuðinn á undan. Ég staldraði aðeins við þennan launaseðil og fann að mér var algjörlega misboðið. Þarna hafði lögreglumaður fengið skýr skilaboð um hversu ómerkilegt starf hans væri. Það má að minnsta kosti leiða að því líkur að það sé viðhorf ríkisins því laun lögreglumanna eru í alls engu samræmi við starfið sjálft. Þegar umræðan um að færa lögreglunám upp á háskólastigið, líkt og hafði verið gert á flestum Norðurlöndum, var að hefjast töluðu lögreglumenn með þessari hugmynd sem og Landsamband lögreglumanna sem var í forsvari fyrir henni. Lögreglumennirnir sjálfir höfðu nefnilega besta skilninginn og mestu innsýnina í þær miklu breytingar sem höfðu átt sér stað á starfsumhverfi þeirra í gegnum tíðina. Verkefni lögreglunnar höfðu orðið bæði flóknari og erfiðari en nokkurn tímann áður. Þá höfðu kröfur samfélagsins til lögreglunnar aukist mikið. Lögreglumenn samtímans þurfa að búa yfir yfirvegun og ró, vera hraustir á líkama og sál, hafa seiglu, vera með afburðar samtalstækni, búa yfir góðri tækni- og verkkunnáttu, geta tekið stórar ákvarðanir á stuttum tíma, þekkja lög og reglur, haldið við lífsmörk deyjandi manneskju, geta varið sig í hættulegum aðstæðum og tryggt öryggi allra annarra, svo fátt eitt sé upptalið. Þeir vinna dag og nótt sé þess þörf við að leysa alvarlega sakamál, gæta hagsmuna landsmanna í brjáluðum veðrum eða rekja ferðir fólks svo hægt sé að stöðva veirufaraldur. En til viðbótar þurfa lögreglumenn nánast að vera ómannlegir og þola þrýsting frá samfélaginu í fjölmörgum ólíkum birtingarmyndum. Almenningur upplifir oft að lögreglumenn eiga að geta leyst öll mál jafnvel þó verkefnið hafi ekkert með lögbundið hlutverk lögreglu að gera. Kröfurnar til lögreglunnar eru miklu meiri í dag heldur en nokkurn tímann áður. Dómharkan sömuleiðis eins og mörg dæmi sýna þar sem lögreglumenn, og í sumum tilfellum fjölskyldur þeirra, hafa þurft að líða áreiti, ofbeldi og jafnvel myndbirtingar í fjölmiðlum að ósekju vegna vinnu sinnar. Með einskærum metnaði hafa lögreglumennirnir, með því að mennta sig og endurmennta, sækja námskeið og efla sig faglega, tekið þátt í að uppfæra löggæslu í takt við flókinn samtímann. Í dag stundar fólk tveggja til þriggja ára háskólanám til þess að fá að starfa við fagið. Starfið telst vera það flókið í samtímanum að ekki aðeins grunnháskólanám dugi til í sumum tilfellum, heldur sækja lögreglumenn sér í auknum mæli framhaldsmenntun á háskólastigi vegna mikillar sérhæfingar innan lögreglunnar. Þetta er allt gert til þess að almenningur geti fengið bestu fáanlegu þjónustu þegar þörf er á aðkomu lögreglu. Það er sorglegra en tárum taki að þeir sem ráða launakjörum lögreglumanna virðist vera algjörlega sama um þjónustustuðul lögreglu, fagmennsku lögreglumanna og að hægt sé að bjóða upp á löggæslu sem stenst nútímakröfur og væntingar. Það getur ekki verið önnur skýring á arfaslökum launakjörum lögreglumanna en hreinlega að launagreiðandinn hafi ekki hugmynd um hvað starfið felur í sér. Kannski væri það ákjósanlegt að ráðamenn þjóðarinnar prófuðu að fara á vakt hjá lögreglu. Vaktin gæti verið á annasömum degi á höfuðborgarsvæðinu, þar sem mögulega þyrfti að koma að ungri manneskju látinni sökum ofneyslu vímuefna eða taka á móti tilkynningu barns um kynferðislega misnotkun af hendi náins ættingja. Vaktin gæti líka verið á landsbyggðinni þar sem væri einn lögreglumaður sem kæmi að alvarlegu umferðarslysi tveggja bifreiða þar sem látið og mikið slasað fólk er til staðar og engin aðstoð fáanleg næstu klukkustundirnar. Mögulega væri hægt starfa í rannsóknardeild í einn dag og eiga við þann frumskóg af tæknilegum forsendum sem þarf að skilja til að geta leyst mál þar sem nektarmyndir af ungri manneskju hefur farið í dreifingu á netinu. Ég er viss um að starfandi lögreglumenn tækju vel á móti ykkur. Höfundur er lektor í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri og lögreglumaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Mest lesið Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum deildi lögreglumaður launaseðli sínum á samfélagsmiðlum. Launaseðilinn sýndi að viðkomandi, sem hefur margra ára starfsreynslu í lögreglunni, fékk rétt um 300 þúsund í útborguð laun fyrir fulla vinnu mánuðinn á undan. Ég staldraði aðeins við þennan launaseðil og fann að mér var algjörlega misboðið. Þarna hafði lögreglumaður fengið skýr skilaboð um hversu ómerkilegt starf hans væri. Það má að minnsta kosti leiða að því líkur að það sé viðhorf ríkisins því laun lögreglumanna eru í alls engu samræmi við starfið sjálft. Þegar umræðan um að færa lögreglunám upp á háskólastigið, líkt og hafði verið gert á flestum Norðurlöndum, var að hefjast töluðu lögreglumenn með þessari hugmynd sem og Landsamband lögreglumanna sem var í forsvari fyrir henni. Lögreglumennirnir sjálfir höfðu nefnilega besta skilninginn og mestu innsýnina í þær miklu breytingar sem höfðu átt sér stað á starfsumhverfi þeirra í gegnum tíðina. Verkefni lögreglunnar höfðu orðið bæði flóknari og erfiðari en nokkurn tímann áður. Þá höfðu kröfur samfélagsins til lögreglunnar aukist mikið. Lögreglumenn samtímans þurfa að búa yfir yfirvegun og ró, vera hraustir á líkama og sál, hafa seiglu, vera með afburðar samtalstækni, búa yfir góðri tækni- og verkkunnáttu, geta tekið stórar ákvarðanir á stuttum tíma, þekkja lög og reglur, haldið við lífsmörk deyjandi manneskju, geta varið sig í hættulegum aðstæðum og tryggt öryggi allra annarra, svo fátt eitt sé upptalið. Þeir vinna dag og nótt sé þess þörf við að leysa alvarlega sakamál, gæta hagsmuna landsmanna í brjáluðum veðrum eða rekja ferðir fólks svo hægt sé að stöðva veirufaraldur. En til viðbótar þurfa lögreglumenn nánast að vera ómannlegir og þola þrýsting frá samfélaginu í fjölmörgum ólíkum birtingarmyndum. Almenningur upplifir oft að lögreglumenn eiga að geta leyst öll mál jafnvel þó verkefnið hafi ekkert með lögbundið hlutverk lögreglu að gera. Kröfurnar til lögreglunnar eru miklu meiri í dag heldur en nokkurn tímann áður. Dómharkan sömuleiðis eins og mörg dæmi sýna þar sem lögreglumenn, og í sumum tilfellum fjölskyldur þeirra, hafa þurft að líða áreiti, ofbeldi og jafnvel myndbirtingar í fjölmiðlum að ósekju vegna vinnu sinnar. Með einskærum metnaði hafa lögreglumennirnir, með því að mennta sig og endurmennta, sækja námskeið og efla sig faglega, tekið þátt í að uppfæra löggæslu í takt við flókinn samtímann. Í dag stundar fólk tveggja til þriggja ára háskólanám til þess að fá að starfa við fagið. Starfið telst vera það flókið í samtímanum að ekki aðeins grunnháskólanám dugi til í sumum tilfellum, heldur sækja lögreglumenn sér í auknum mæli framhaldsmenntun á háskólastigi vegna mikillar sérhæfingar innan lögreglunnar. Þetta er allt gert til þess að almenningur geti fengið bestu fáanlegu þjónustu þegar þörf er á aðkomu lögreglu. Það er sorglegra en tárum taki að þeir sem ráða launakjörum lögreglumanna virðist vera algjörlega sama um þjónustustuðul lögreglu, fagmennsku lögreglumanna og að hægt sé að bjóða upp á löggæslu sem stenst nútímakröfur og væntingar. Það getur ekki verið önnur skýring á arfaslökum launakjörum lögreglumanna en hreinlega að launagreiðandinn hafi ekki hugmynd um hvað starfið felur í sér. Kannski væri það ákjósanlegt að ráðamenn þjóðarinnar prófuðu að fara á vakt hjá lögreglu. Vaktin gæti verið á annasömum degi á höfuðborgarsvæðinu, þar sem mögulega þyrfti að koma að ungri manneskju látinni sökum ofneyslu vímuefna eða taka á móti tilkynningu barns um kynferðislega misnotkun af hendi náins ættingja. Vaktin gæti líka verið á landsbyggðinni þar sem væri einn lögreglumaður sem kæmi að alvarlegu umferðarslysi tveggja bifreiða þar sem látið og mikið slasað fólk er til staðar og engin aðstoð fáanleg næstu klukkustundirnar. Mögulega væri hægt starfa í rannsóknardeild í einn dag og eiga við þann frumskóg af tæknilegum forsendum sem þarf að skilja til að geta leyst mál þar sem nektarmyndir af ungri manneskju hefur farið í dreifingu á netinu. Ég er viss um að starfandi lögreglumenn tækju vel á móti ykkur. Höfundur er lektor í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri og lögreglumaður
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar