Stoppa þarf klukkuna til að halda ferðaþjónustunni á lífi Þórir Garðarsson skrifar 17. apríl 2020 10:15 Þrálát umræða á sér stað í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum - að Covid-19 skapi tækifæri til að láta skuldsett fyrirtæki í ferðaþjónustunni fara í þrot. Þeim sé ekki viðbjargandi í ljósi þess tekjuhruns sem þegar er hafið og fyrirséð að standi næstu misseri. Í þessu sambandi hefur verið rætt um offjárfestingu með tilheyrandi skuldsetningu ferðaþjónustufyrirtækja. En ástæðan fyrir miklum fjárfestingum í greininni er sú að það þurfti að ráðast í mikla uppbyggingu til að mæta örri fjölgun ferðamanna. Þannig gátu ferðamenn fengið þjónustu og skilið eftir sig yfir 500 milljarða króna gjaldeyristekjur á ári. Án uppbyggingarinnar, sem fjármögnuð var með eigin fé og lántökum, hefði ekki verið hægt að mæta eftirspurninni. Án mikilla fjárfestinga í ferðaþjónustunni hefði Ísland ekki komist jafn hratt út úr bankahruninu og raun ber vitni. Án þeirra hefði ríkissjóði ekki gengið svo vel að lækka skuldir og Seðlabankinn ekki byggt upp þann gjaldeyrisforða sem nú er til staðar. Fjárfestingarnar standa fyrir sínu – bara ekki núna Ef kórónavírusinn hefði ekki gripið heimsbyggðina heljartökum, þá hefðu fjárfestingarnar í ferðaþjónustunni haldið áfram að skila þjóðarbúinu tekjum og skapa atvinnu fyrir tugþúsundir manna. Þessar fjárfestingar standa því fyllilega fyrir sínu, en við núverandi aðstæður skila þær engum tekjum fyrr en ferðamenn láta sjá sig aftur. Þjóðarbúið er engu bættara þó fjármálafyrirtæki taki eignir og rekstur til sín og selji á brunaútsölu. Án tekna geta fyrirtækin ekki greitt laun, vexti og afborganir lána, skatta, hita, rafmagn, hráefni eða annað sem þarf til að halda starfsemi gangandi. Besta hugmyndin Ef ferðaþjónustan á ekki hreinlega að þurrkast út þarf að hugsa stórt. Besta hugmyndin sem ég hef heyrt hingað til er að ríkið taki að sér afborganir lána ferðaþjónustufyrirtækjanna a.m.k. næsta árið með endurfjármögnun til ferðaþjónustufyrirtækja á Seðlabankakjörum. Það skapar viðskiptabönkunum í staðinn svigrúm til að mæta lausafjárvanda fyrirtækjanna til að þau geti haldið áfram að draga andann. Þau þurfa að vera á lífi þegar ferðamennska fer að glæðast. Ferðaþjónustan skuldar um 250 milljarða króna. Afborganir og vextir gætu numið 20 milljörðum króna á ári. Það er ekki há upphæð í samanburði við þær gríðarmiklu tekjur sem ferðaþjónustan hefur skilað árlega í ríkissjóði undanfarin ár – og mun halda áfram að skila þegar allt verður komið í eðlilegt horf. Ekki er verið að tala um að gefa fyrirtækjunum þessa fjármuni, heldur aðeins að gera þeim kleift að koma rekstrinum í skjól þar til ferðamenn láta sjá sig aftur Þó að 20 milljarðar séu há fjárhæð þá gæti það verið réttlætanlegt í því skyni að stuðla að eins hröðum bata í greininni og hægt er. Stoppa klukkuna og leggjast í híði Lífsvon tekjulausra fyrirtækja er hreinlega leggjast í híði. Þau geta fæst verið með starfsfólk á hlutabótum, vegna þess að það eru ekki einu sinni til peningar til að borga 25% laun. Þau geta ekki einu sinni sagt starfsfólki upp og greitt því laun í uppsagnarfresti. Þau geta ekki greitt fasteignagjöld eða af lánum eða skatta eða neitt annað af þeim fjölmörgu kostnaðarliðum sem fylgir daglegum rekstri. Þau þurfa aðstoð og hún þarf bæði að koma frá ríkisvaldinu og bönkunum. Það þarf einfaldlega að stoppa klukkuna. Þannig verða fyrirtækin best tilbúin til að grípa gæsina þegar hún gefst aftur, þegar ferðamenn fara aftur á stjá. Meðan þessi frostavetur ferðaþjónustunnar gengur yfir hafa fyrirtækin tíma til að ráðast í tiltektir í rekstrinum, huga að sameiningum, viðhalda erlendum samböndum, sinna markaðsmálum, svara fyrirspurnum og gera sig klár fyrir ferðamannavorið. Höfundur er stjórnarformaður Allrahanda Gray Line Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þórir Garðarsson Hlutabótaleiðin Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þrálát umræða á sér stað í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum - að Covid-19 skapi tækifæri til að láta skuldsett fyrirtæki í ferðaþjónustunni fara í þrot. Þeim sé ekki viðbjargandi í ljósi þess tekjuhruns sem þegar er hafið og fyrirséð að standi næstu misseri. Í þessu sambandi hefur verið rætt um offjárfestingu með tilheyrandi skuldsetningu ferðaþjónustufyrirtækja. En ástæðan fyrir miklum fjárfestingum í greininni er sú að það þurfti að ráðast í mikla uppbyggingu til að mæta örri fjölgun ferðamanna. Þannig gátu ferðamenn fengið þjónustu og skilið eftir sig yfir 500 milljarða króna gjaldeyristekjur á ári. Án uppbyggingarinnar, sem fjármögnuð var með eigin fé og lántökum, hefði ekki verið hægt að mæta eftirspurninni. Án mikilla fjárfestinga í ferðaþjónustunni hefði Ísland ekki komist jafn hratt út úr bankahruninu og raun ber vitni. Án þeirra hefði ríkissjóði ekki gengið svo vel að lækka skuldir og Seðlabankinn ekki byggt upp þann gjaldeyrisforða sem nú er til staðar. Fjárfestingarnar standa fyrir sínu – bara ekki núna Ef kórónavírusinn hefði ekki gripið heimsbyggðina heljartökum, þá hefðu fjárfestingarnar í ferðaþjónustunni haldið áfram að skila þjóðarbúinu tekjum og skapa atvinnu fyrir tugþúsundir manna. Þessar fjárfestingar standa því fyllilega fyrir sínu, en við núverandi aðstæður skila þær engum tekjum fyrr en ferðamenn láta sjá sig aftur. Þjóðarbúið er engu bættara þó fjármálafyrirtæki taki eignir og rekstur til sín og selji á brunaútsölu. Án tekna geta fyrirtækin ekki greitt laun, vexti og afborganir lána, skatta, hita, rafmagn, hráefni eða annað sem þarf til að halda starfsemi gangandi. Besta hugmyndin Ef ferðaþjónustan á ekki hreinlega að þurrkast út þarf að hugsa stórt. Besta hugmyndin sem ég hef heyrt hingað til er að ríkið taki að sér afborganir lána ferðaþjónustufyrirtækjanna a.m.k. næsta árið með endurfjármögnun til ferðaþjónustufyrirtækja á Seðlabankakjörum. Það skapar viðskiptabönkunum í staðinn svigrúm til að mæta lausafjárvanda fyrirtækjanna til að þau geti haldið áfram að draga andann. Þau þurfa að vera á lífi þegar ferðamennska fer að glæðast. Ferðaþjónustan skuldar um 250 milljarða króna. Afborganir og vextir gætu numið 20 milljörðum króna á ári. Það er ekki há upphæð í samanburði við þær gríðarmiklu tekjur sem ferðaþjónustan hefur skilað árlega í ríkissjóði undanfarin ár – og mun halda áfram að skila þegar allt verður komið í eðlilegt horf. Ekki er verið að tala um að gefa fyrirtækjunum þessa fjármuni, heldur aðeins að gera þeim kleift að koma rekstrinum í skjól þar til ferðamenn láta sjá sig aftur Þó að 20 milljarðar séu há fjárhæð þá gæti það verið réttlætanlegt í því skyni að stuðla að eins hröðum bata í greininni og hægt er. Stoppa klukkuna og leggjast í híði Lífsvon tekjulausra fyrirtækja er hreinlega leggjast í híði. Þau geta fæst verið með starfsfólk á hlutabótum, vegna þess að það eru ekki einu sinni til peningar til að borga 25% laun. Þau geta ekki einu sinni sagt starfsfólki upp og greitt því laun í uppsagnarfresti. Þau geta ekki greitt fasteignagjöld eða af lánum eða skatta eða neitt annað af þeim fjölmörgu kostnaðarliðum sem fylgir daglegum rekstri. Þau þurfa aðstoð og hún þarf bæði að koma frá ríkisvaldinu og bönkunum. Það þarf einfaldlega að stoppa klukkuna. Þannig verða fyrirtækin best tilbúin til að grípa gæsina þegar hún gefst aftur, þegar ferðamenn fara aftur á stjá. Meðan þessi frostavetur ferðaþjónustunnar gengur yfir hafa fyrirtækin tíma til að ráðast í tiltektir í rekstrinum, huga að sameiningum, viðhalda erlendum samböndum, sinna markaðsmálum, svara fyrirspurnum og gera sig klár fyrir ferðamannavorið. Höfundur er stjórnarformaður Allrahanda Gray Line
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun