Þýska ríkið eignast 20 prósenta hlut í Lufthansa gangi samningar eftir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. maí 2020 08:30 Björgunarpakkinn heyrir upp á 9 milljarða Evra. EPA/ARMANDO BABANI Þýska flugfélagið Lufthansa er í viðræðum við þýska ríkið um 9 milljarða evra björgunaraðgerð til að reyna að koma í veg fyrir fall félagsins vegna kórónuveirufaraldursins. Upphæðin samsvarar nærri 1.411 milljörðum íslenskra króna. Með aðgerðinni myndi þýska ríkið eignast 20 prósenta hlut í félaginu. Í tilkynningu frá Lufthansa í dag kemur fram að gangi samningar eftir fái ríkið tvö sæti í rekstrarráði félagsins en myndi aðeins nýta kosningarétt sinn í ráðinu við sérstakar aðstæður. Viðræður milli ríkisins og Lufthansa hafa staðið yfir í margar vikur en hefur reynst erfitt að ná samkomulagi um það hversu mikla stjórn á félaginu ríkið myndi fá. Heimildarmenn fréttastofu Reuters segja að lokatilboð hafi ekki verið kynnt af ríkinu en það ætti að gerast í dag, fimmtudag. Önnur flugfélög hafa einnig sóst eftir fjárhagsaðstoð, þar á meðal fransk-hollenska félagið Air France-KLM, bandarísku flugfélögin American Airlines, United Airlines og Delta Air Lines. Í tilkynningunni frá Lufthansa kom einnig fram að í samningnum yrði sagt til um niðurfellingu framtíðar arðgreiðslna og takmörk rekstrarkostnaðar. Þá mun framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins þurfa að samþykkja samninginn áður en hann er undirritaður. Fréttir af flugi Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Opnun landamæra getur tryggt tekjur vegna afbókunarskilmála Ef svartsýn spá Seðlabankans rætist mun það hafa slæmar afleiðingar fyrir mörg ferðaþjónustufyrirtæki að mati Samtaka ferðaþjónustunnar. Með opnun landamæra er þó líklegra að þeir sem eigi pantaðar ferðir til landsins standi við ferðaplön sín vegna afbókunarskilmála. 20. maí 2020 20:30 Framhaldið óljóst eftir að viðræðum við flugfreyjur lauk í dag Fundi samninganefnda Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands lauk á þriðja tímanum í dag án niðurstöðu. Icelandair segir að nú þurfi að kanna aðra möguleika. 20. maí 2020 21:00 Lokatilboðið ekkert lággjaldaflugfélagstilboð að sögn Boga Forstjóri Icelandair Group segir að lokatilboð félagsins til FFÍ hefði fært flugfélagið nær keppinautum sínum á Norðurlöndum, eins og SAS og Finnair. Starfskjör flugliða væru áfram með þeim bestu á Vesturlöndum. 20. maí 2020 17:03 Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Sjá meira
Þýska flugfélagið Lufthansa er í viðræðum við þýska ríkið um 9 milljarða evra björgunaraðgerð til að reyna að koma í veg fyrir fall félagsins vegna kórónuveirufaraldursins. Upphæðin samsvarar nærri 1.411 milljörðum íslenskra króna. Með aðgerðinni myndi þýska ríkið eignast 20 prósenta hlut í félaginu. Í tilkynningu frá Lufthansa í dag kemur fram að gangi samningar eftir fái ríkið tvö sæti í rekstrarráði félagsins en myndi aðeins nýta kosningarétt sinn í ráðinu við sérstakar aðstæður. Viðræður milli ríkisins og Lufthansa hafa staðið yfir í margar vikur en hefur reynst erfitt að ná samkomulagi um það hversu mikla stjórn á félaginu ríkið myndi fá. Heimildarmenn fréttastofu Reuters segja að lokatilboð hafi ekki verið kynnt af ríkinu en það ætti að gerast í dag, fimmtudag. Önnur flugfélög hafa einnig sóst eftir fjárhagsaðstoð, þar á meðal fransk-hollenska félagið Air France-KLM, bandarísku flugfélögin American Airlines, United Airlines og Delta Air Lines. Í tilkynningunni frá Lufthansa kom einnig fram að í samningnum yrði sagt til um niðurfellingu framtíðar arðgreiðslna og takmörk rekstrarkostnaðar. Þá mun framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins þurfa að samþykkja samninginn áður en hann er undirritaður.
Fréttir af flugi Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Opnun landamæra getur tryggt tekjur vegna afbókunarskilmála Ef svartsýn spá Seðlabankans rætist mun það hafa slæmar afleiðingar fyrir mörg ferðaþjónustufyrirtæki að mati Samtaka ferðaþjónustunnar. Með opnun landamæra er þó líklegra að þeir sem eigi pantaðar ferðir til landsins standi við ferðaplön sín vegna afbókunarskilmála. 20. maí 2020 20:30 Framhaldið óljóst eftir að viðræðum við flugfreyjur lauk í dag Fundi samninganefnda Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands lauk á þriðja tímanum í dag án niðurstöðu. Icelandair segir að nú þurfi að kanna aðra möguleika. 20. maí 2020 21:00 Lokatilboðið ekkert lággjaldaflugfélagstilboð að sögn Boga Forstjóri Icelandair Group segir að lokatilboð félagsins til FFÍ hefði fært flugfélagið nær keppinautum sínum á Norðurlöndum, eins og SAS og Finnair. Starfskjör flugliða væru áfram með þeim bestu á Vesturlöndum. 20. maí 2020 17:03 Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Sjá meira
Opnun landamæra getur tryggt tekjur vegna afbókunarskilmála Ef svartsýn spá Seðlabankans rætist mun það hafa slæmar afleiðingar fyrir mörg ferðaþjónustufyrirtæki að mati Samtaka ferðaþjónustunnar. Með opnun landamæra er þó líklegra að þeir sem eigi pantaðar ferðir til landsins standi við ferðaplön sín vegna afbókunarskilmála. 20. maí 2020 20:30
Framhaldið óljóst eftir að viðræðum við flugfreyjur lauk í dag Fundi samninganefnda Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands lauk á þriðja tímanum í dag án niðurstöðu. Icelandair segir að nú þurfi að kanna aðra möguleika. 20. maí 2020 21:00
Lokatilboðið ekkert lággjaldaflugfélagstilboð að sögn Boga Forstjóri Icelandair Group segir að lokatilboð félagsins til FFÍ hefði fært flugfélagið nær keppinautum sínum á Norðurlöndum, eins og SAS og Finnair. Starfskjör flugliða væru áfram með þeim bestu á Vesturlöndum. 20. maí 2020 17:03