Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Fjölnir 25-21 | Skyldusigur hjá Mosfellingum Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 11. mars 2020 21:15 Guðmundur Árni Ólafsson, leikmaður Aftureldingar. vísir/daníel þór Afturelding vann fjögurra marka sigur á Fjölni, 25-21, á heimavelli í kvöld. Fjölnir er fallið úr Olís deildinni en liðið stóð lengi vel í heimamönnum og aðeins eitt mark skyldi liðin að í hálfleik, 12-11. Það var lítið skorað í upphafi leiks en staðan var aðeins 3-1 eftir fyrstu 10 mínútur leiksins. Leikur Aftureldingar var ekki til afspurnar í fyrri hálfleik en Fjölnismenn spiluðu góðan varnarleik sem varð til þess að heimamenn voru með 10 tapaða bolta í fyrri hálfleik. Arnór Freyr Stefánsson, markvörður Aftureldingar, hélt sínum mönnum inní leiknum en hann var með 14 varða bolta í fyrri hálfleik og það voru heimamenn sem leiddu með einu marki í hálfleik 12-11. Afturelding kom sterkari út í síðari hálfleik og náðu strax upp fjögurra marka forskoti og héldu Fjölni í góðri fjarlægð lungað af síðari hálfleik. Fjölnir náði nokkru sinnum að minnka forskot heimamanna niður í tvö mörk en lengra komust þeir ekki. Afturelding fagnaði að lokum fjögurra marka sigri, 25-21. Af hverju vann Afturelding? Arnór Freyr Stefánsson er mjög stór ástæða þess að Afturelding vann þennan leik, hann var með yfir 50% markvörslu. Afturelding er betra lið og býr yfir meiri reynslu til að klára svona leiki. Hverjir stóðu upp úr? Arnór Freyr Stefánsson, eins og áður hefur komið fram, var frábær og var hann maður leiksins. Hann varði 22 bolta í marki Aftureldingar. Þá átti Guðmundur Árni Ólafsson góðan leik fyrir sína menn með 10 mörk. Goði Ingvar Sveinsson var atkvæðamestur Fjölnismanna í sókninni, hann skoraði 5 mörk og var með 7 sköpuð færi. Enn markvörður liðsins, Bjarki Snær Jónsson steig upp þegar líða tók á leikinn og endaði í 13 boltum. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Aftureldingar framan af var ansi slakur enda með 10 tapaða bolta í fyrri hálfleik. Þeir voru óþolimóðir og óskynsamir. Hjá Fjölni var það fyrst og fremst færa nýtingin sem gekk illa. Hvað er framundan? Fjölnir fær Hauka í heimsókn í Dalhús, síðasti heimaleikur þeirra í Olísdeildinni enn hörkuleikur verður í Breiðholti þegar ÍR og Afturelding mætast. Einar Andri: Það var stemnings og gæðaleysi yfir okkur „Við spiluðum ekki vel“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar. „Sérstaklega í fyrri hálfleik, við vorum með 9 tapaða bolta og mjög ólíkir sjálfum okkur. Það var stemnings og gæðaleysi yfir okkur“ „Við ræddum saman í hálfleik og fengum betri frammistöðu í seinni hálfleik. Enn ég er auðvitað gríðalega ánægður með Arnór (Frey Stefánsson) og varnarleikinn“ sagði Einar Andri og hrósar þar vörn og markvörslu heilt yfir í leiknum. Arnór Freyr byrjaði þennan leik virkilega vel og lokaði marki sinna manna en Fjölnir var aðeins komið með eitt mark eftir rúmar 10 mínútur. Arnór ákvað það rétt fyrir leik að spila leikinn. „Hann var tæpur að taka þátt í leiknum, hann er búinn að vera eitthvað slappur kallinn og ákvað það svo rétt fyrir leik að vera með. Enn það má ekki gleyma því að vörnin var líka virkilega flott“ Afturelding var lengi í gang og þykir það hæpið að þessi frammistaða hefði dugað þeim til sigurs gegn liðunum í efri hluta deildarinnar. Einar Andri tekur undir það en tekur þó ekkert af Fjölnismönnum sem gerðu vel í dag „Fjölnir gerði okkur alveg erfitt fyrir, þeir voru að spila á ungum leikmönnum og gerðu þetta vel. Enn já við þurfum samt að gera betur í næstu leikjum ef við ætlum okkur fleiri stig“
Afturelding vann fjögurra marka sigur á Fjölni, 25-21, á heimavelli í kvöld. Fjölnir er fallið úr Olís deildinni en liðið stóð lengi vel í heimamönnum og aðeins eitt mark skyldi liðin að í hálfleik, 12-11. Það var lítið skorað í upphafi leiks en staðan var aðeins 3-1 eftir fyrstu 10 mínútur leiksins. Leikur Aftureldingar var ekki til afspurnar í fyrri hálfleik en Fjölnismenn spiluðu góðan varnarleik sem varð til þess að heimamenn voru með 10 tapaða bolta í fyrri hálfleik. Arnór Freyr Stefánsson, markvörður Aftureldingar, hélt sínum mönnum inní leiknum en hann var með 14 varða bolta í fyrri hálfleik og það voru heimamenn sem leiddu með einu marki í hálfleik 12-11. Afturelding kom sterkari út í síðari hálfleik og náðu strax upp fjögurra marka forskoti og héldu Fjölni í góðri fjarlægð lungað af síðari hálfleik. Fjölnir náði nokkru sinnum að minnka forskot heimamanna niður í tvö mörk en lengra komust þeir ekki. Afturelding fagnaði að lokum fjögurra marka sigri, 25-21. Af hverju vann Afturelding? Arnór Freyr Stefánsson er mjög stór ástæða þess að Afturelding vann þennan leik, hann var með yfir 50% markvörslu. Afturelding er betra lið og býr yfir meiri reynslu til að klára svona leiki. Hverjir stóðu upp úr? Arnór Freyr Stefánsson, eins og áður hefur komið fram, var frábær og var hann maður leiksins. Hann varði 22 bolta í marki Aftureldingar. Þá átti Guðmundur Árni Ólafsson góðan leik fyrir sína menn með 10 mörk. Goði Ingvar Sveinsson var atkvæðamestur Fjölnismanna í sókninni, hann skoraði 5 mörk og var með 7 sköpuð færi. Enn markvörður liðsins, Bjarki Snær Jónsson steig upp þegar líða tók á leikinn og endaði í 13 boltum. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Aftureldingar framan af var ansi slakur enda með 10 tapaða bolta í fyrri hálfleik. Þeir voru óþolimóðir og óskynsamir. Hjá Fjölni var það fyrst og fremst færa nýtingin sem gekk illa. Hvað er framundan? Fjölnir fær Hauka í heimsókn í Dalhús, síðasti heimaleikur þeirra í Olísdeildinni enn hörkuleikur verður í Breiðholti þegar ÍR og Afturelding mætast. Einar Andri: Það var stemnings og gæðaleysi yfir okkur „Við spiluðum ekki vel“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar. „Sérstaklega í fyrri hálfleik, við vorum með 9 tapaða bolta og mjög ólíkir sjálfum okkur. Það var stemnings og gæðaleysi yfir okkur“ „Við ræddum saman í hálfleik og fengum betri frammistöðu í seinni hálfleik. Enn ég er auðvitað gríðalega ánægður með Arnór (Frey Stefánsson) og varnarleikinn“ sagði Einar Andri og hrósar þar vörn og markvörslu heilt yfir í leiknum. Arnór Freyr byrjaði þennan leik virkilega vel og lokaði marki sinna manna en Fjölnir var aðeins komið með eitt mark eftir rúmar 10 mínútur. Arnór ákvað það rétt fyrir leik að spila leikinn. „Hann var tæpur að taka þátt í leiknum, hann er búinn að vera eitthvað slappur kallinn og ákvað það svo rétt fyrir leik að vera með. Enn það má ekki gleyma því að vörnin var líka virkilega flott“ Afturelding var lengi í gang og þykir það hæpið að þessi frammistaða hefði dugað þeim til sigurs gegn liðunum í efri hluta deildarinnar. Einar Andri tekur undir það en tekur þó ekkert af Fjölnismönnum sem gerðu vel í dag „Fjölnir gerði okkur alveg erfitt fyrir, þeir voru að spila á ungum leikmönnum og gerðu þetta vel. Enn já við þurfum samt að gera betur í næstu leikjum ef við ætlum okkur fleiri stig“
Olís-deild karla Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Sjá meira