Inngrip í þágu ungra kvenna Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 22. maí 2020 07:30 Konur í íslenskum fangelsum eru illa staddar. Þær kljást við líkamlega og ekki síður andlega krankleika sem má að miklu leyti rekja til glímu við fíkniefnadjöfulinn. Afskaplega mikilvægt er að hlúa að þessum konum þegar afplánun er lokið því að þær fá enga raunverulega hjálp á bak við fangelsisgirðinguna. Þær eru í geymslu og á meðan fangelsiskerfið er byggt upp þannig að meðferðarstarf er í skötulíki og metnaður til að gera úr kvenföngum nýta samfélagsþegna enginn þá verður að bregðast við á öðrum stöðum. Grípa fyrr inn í. Afstaða, félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, biðlar því til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, að taka alvarlega til skoðunar að setja á fót starfshóp sem hefur það markmið að útfæra hugmyndir að snemmtæku inngripi, sérstaklega þegar ungar konur í vímuefnavanda eiga í hlut. En að sjálfsögðu kæmi það einnig ungum karlmönnum í sömu stöðu til góða. Afstaða mun ekki láta sitt eftir liggja og býður starfshópnum að sjálfsögðu aðstoð sína. Að mati Afstöðu mætti til að mynda endurskoða ákvæði 65. greinar almennra hegningarlaga en það veitir heimild til að ákveða í dómi að sakborningur sem ekki hefur hemil á drykkjufýsn sinni skuli lagður inn á viðeigandi hæli til lækningar. Ákvæðið er barn síns tíma og þarfnast uppfærslu við, til dæmis þannig að dómara verði veitt heimild til alls kyns meðferðir, mögulega 20 tíma sálfræðimeðferð, reiðistjórnunarmeðferð, sáttamiðlun, meðferð hjá geðlækni o.s.frv. og eftir því sem talið er henta hverjum og einum. Raunar mætti skoða það að ganga enn lengra og veita lögreglu, til jafns við sektarúrræði, að gera þeim sem teknir eru með vímuefni að leita sér sérfræðiaðstoðar. Það yrði þá í anda þess sem gert var í Portúgal, án þess að lögleyfa vímuefnin. Í þessu samhengi má nefna að á undanförnum vikum féllu fimm dómar í héraði í málum jafn margra kvenna, 25 til 43 ára. Þær voru allar dæmdar fyrir umferðar- og fíkniefnalagabrot og áttu að baki sakarferil vegna sambærilegra brota, sumar hverjar langan. Málin voru afgreidd af aðstoðarmanni dómara og samkvæmt forskrift, 30-90 daga fangelsi. Litlu mun það breyta fyrir framhaldið hjá þessum ágætu konum og því miður ólíklegt að þær komist út úr sínum vítahring. En mögulega væri hægt að bjarga einhverjum með því að víkka út heimildir lögreglu og dómara. Hvað segir þú, Áslaug Arna, er ekki kominn tími til að bretta upp ermar og skoða þessi mál af fullri alvöru? Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Fíkn Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Konur í íslenskum fangelsum eru illa staddar. Þær kljást við líkamlega og ekki síður andlega krankleika sem má að miklu leyti rekja til glímu við fíkniefnadjöfulinn. Afskaplega mikilvægt er að hlúa að þessum konum þegar afplánun er lokið því að þær fá enga raunverulega hjálp á bak við fangelsisgirðinguna. Þær eru í geymslu og á meðan fangelsiskerfið er byggt upp þannig að meðferðarstarf er í skötulíki og metnaður til að gera úr kvenföngum nýta samfélagsþegna enginn þá verður að bregðast við á öðrum stöðum. Grípa fyrr inn í. Afstaða, félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, biðlar því til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, að taka alvarlega til skoðunar að setja á fót starfshóp sem hefur það markmið að útfæra hugmyndir að snemmtæku inngripi, sérstaklega þegar ungar konur í vímuefnavanda eiga í hlut. En að sjálfsögðu kæmi það einnig ungum karlmönnum í sömu stöðu til góða. Afstaða mun ekki láta sitt eftir liggja og býður starfshópnum að sjálfsögðu aðstoð sína. Að mati Afstöðu mætti til að mynda endurskoða ákvæði 65. greinar almennra hegningarlaga en það veitir heimild til að ákveða í dómi að sakborningur sem ekki hefur hemil á drykkjufýsn sinni skuli lagður inn á viðeigandi hæli til lækningar. Ákvæðið er barn síns tíma og þarfnast uppfærslu við, til dæmis þannig að dómara verði veitt heimild til alls kyns meðferðir, mögulega 20 tíma sálfræðimeðferð, reiðistjórnunarmeðferð, sáttamiðlun, meðferð hjá geðlækni o.s.frv. og eftir því sem talið er henta hverjum og einum. Raunar mætti skoða það að ganga enn lengra og veita lögreglu, til jafns við sektarúrræði, að gera þeim sem teknir eru með vímuefni að leita sér sérfræðiaðstoðar. Það yrði þá í anda þess sem gert var í Portúgal, án þess að lögleyfa vímuefnin. Í þessu samhengi má nefna að á undanförnum vikum féllu fimm dómar í héraði í málum jafn margra kvenna, 25 til 43 ára. Þær voru allar dæmdar fyrir umferðar- og fíkniefnalagabrot og áttu að baki sakarferil vegna sambærilegra brota, sumar hverjar langan. Málin voru afgreidd af aðstoðarmanni dómara og samkvæmt forskrift, 30-90 daga fangelsi. Litlu mun það breyta fyrir framhaldið hjá þessum ágætu konum og því miður ólíklegt að þær komist út úr sínum vítahring. En mögulega væri hægt að bjarga einhverjum með því að víkka út heimildir lögreglu og dómara. Hvað segir þú, Áslaug Arna, er ekki kominn tími til að bretta upp ermar og skoða þessi mál af fullri alvöru? Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun