Leiða má líkum að því að kviknað hafi í út frá rafmagni Jóhann K. Jóhannsson skrifar 22. maí 2020 12:00 Miklar skemmdir urðu á vinnubúðunum í brunanum. Vísir/Jóhann K. Mikill eldur kom upp í vinnubúðum Íslenskra aðalverktaka, sem staðsettar eru í Ölfusi, í nótt. Í fyrstu var ekki ljóst hvort starfsmenn væru í búðunum þegar eldurinn kom upp en til allrar mildi reyndist svo ekki vera. Slökkvistarf tók langan tíma en ferja þurfti allt vatn á vettvang. Brunavarnir Árnessýslu fengu tilkynning um eldinn klukkan fjórtán mínútur yfir þrjú í nótt og voru slökkviliðsmenn frá Hveragerði og Selfossi sendir á staðinn. Hér að neðan má sjá myndband af vettvangi frá því í morgun. Í fyrstu talið að um hótel eða gistiheimili væri að ræða Vinnubúðirnar eru staðsettar við Þjóðveg 1 milli Hveragerðis og Selfoss og eiga að þjóna starfsmönnum Íslenskra aðalverktaka sem vinna að tvöföldun Suðurlandsvegar í Ölfusi. Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri segir að í fyrstu hafi ekki verið ljóst hvort um vinnubúðirnar væri að ræða eða gistiheimilið Hjarðarból sem er á svipuðum slóðum. „Svo kom í ljós að þetta voru vinnubúðirnar og við töldum líklegt að þær væru mannlausar, við höfðum það þó ekki staðfest en að kom í ljós þegar við vorum byrjaðir að þær voru mannlausar. Hér var heilmikill eldur þegar við komum á staðinn,“ sagði Pétur í samtali við fréttastofu á vettvangi brunans í morgun. Eldurinn kom upp í mötuneyti vinnubúðanna og segir Pétur að leiða megi líkur að því að kviknað hafi í út frá rafmagni.Vísir/Jóhann K. Reykurinn baneitraður Vinnubúðirnar eru reistar úr gámastæðum sem Pétur segir að séu meðal annars úr frauðplastefni sem gerði aðstæður og slökkvistarf erfiðara. „Þannig að það er mikil eldsmatur í þessu. Þetta er mjög eldfimt efni og alveg baneitraður reykur. Ekki bara fyrir öndunarfæri heldur líka inn um húð hjá slökkviliðsmönnum þannig að hér þarf að fara varlega,“ sagði Pétur. Ferja þurfti allt vatn á vettvang með tankbílum sem tafði slökkvistarf. Pétur segir að samt sem áður hafi slökkvistarf gengið vel. „Það hefur tekið tíma vegna þess að það er timbur inn á milli og var nokkuð erfitt að komast að þessu en með körfubíl og rekstútum, svokölluðum, þá hefur þetta gengið vel.“ sagði Pétur. Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri ræðir við Hauk Grönli, varaslökkviliðsstjóra og varðstjóra á vettvangi í morgun.Vísir/Jóhann K. Ekki hægt að segja með fullri vissu út frá hverju kviknaði en leiða má líkur að rafmagni Formlegu slökkvistarfi lauk svo á sjöunda tímanum í morgun og var vettvangurinn afhentur lögreglu til rannsóknar. Er þetta mikið tjón? „Já ég hugsa að þetta sé heilmikið tjón á þessum hluta búðanna. Þetta virðist vera mötuneytið sem þeir eru að setja upp og já þetta er mikið tjón,“ sagði Pétur. Getið þið áttað ykkur á út frá hverju kviknaði? „Ég held að það sé ómögulegt að segja með fullri vissu á þessari stundu en það má leiða líkum að rafmagni að sjálfsögðu á svona stað,“ sagði Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu. Slökkvilið Lögreglumál Ölfus Tengdar fréttir Mikill eldur í vinnubúðum við Suðurlandsveg Heilmikill eldur kviknaði í vinnubúðum Íslenskra aðalverktaka við Suðurlandsveg í Ölfusi á fjórða tímanum í nótt. 22. maí 2020 06:28 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Sjá meira
Mikill eldur kom upp í vinnubúðum Íslenskra aðalverktaka, sem staðsettar eru í Ölfusi, í nótt. Í fyrstu var ekki ljóst hvort starfsmenn væru í búðunum þegar eldurinn kom upp en til allrar mildi reyndist svo ekki vera. Slökkvistarf tók langan tíma en ferja þurfti allt vatn á vettvang. Brunavarnir Árnessýslu fengu tilkynning um eldinn klukkan fjórtán mínútur yfir þrjú í nótt og voru slökkviliðsmenn frá Hveragerði og Selfossi sendir á staðinn. Hér að neðan má sjá myndband af vettvangi frá því í morgun. Í fyrstu talið að um hótel eða gistiheimili væri að ræða Vinnubúðirnar eru staðsettar við Þjóðveg 1 milli Hveragerðis og Selfoss og eiga að þjóna starfsmönnum Íslenskra aðalverktaka sem vinna að tvöföldun Suðurlandsvegar í Ölfusi. Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri segir að í fyrstu hafi ekki verið ljóst hvort um vinnubúðirnar væri að ræða eða gistiheimilið Hjarðarból sem er á svipuðum slóðum. „Svo kom í ljós að þetta voru vinnubúðirnar og við töldum líklegt að þær væru mannlausar, við höfðum það þó ekki staðfest en að kom í ljós þegar við vorum byrjaðir að þær voru mannlausar. Hér var heilmikill eldur þegar við komum á staðinn,“ sagði Pétur í samtali við fréttastofu á vettvangi brunans í morgun. Eldurinn kom upp í mötuneyti vinnubúðanna og segir Pétur að leiða megi líkur að því að kviknað hafi í út frá rafmagni.Vísir/Jóhann K. Reykurinn baneitraður Vinnubúðirnar eru reistar úr gámastæðum sem Pétur segir að séu meðal annars úr frauðplastefni sem gerði aðstæður og slökkvistarf erfiðara. „Þannig að það er mikil eldsmatur í þessu. Þetta er mjög eldfimt efni og alveg baneitraður reykur. Ekki bara fyrir öndunarfæri heldur líka inn um húð hjá slökkviliðsmönnum þannig að hér þarf að fara varlega,“ sagði Pétur. Ferja þurfti allt vatn á vettvang með tankbílum sem tafði slökkvistarf. Pétur segir að samt sem áður hafi slökkvistarf gengið vel. „Það hefur tekið tíma vegna þess að það er timbur inn á milli og var nokkuð erfitt að komast að þessu en með körfubíl og rekstútum, svokölluðum, þá hefur þetta gengið vel.“ sagði Pétur. Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri ræðir við Hauk Grönli, varaslökkviliðsstjóra og varðstjóra á vettvangi í morgun.Vísir/Jóhann K. Ekki hægt að segja með fullri vissu út frá hverju kviknaði en leiða má líkur að rafmagni Formlegu slökkvistarfi lauk svo á sjöunda tímanum í morgun og var vettvangurinn afhentur lögreglu til rannsóknar. Er þetta mikið tjón? „Já ég hugsa að þetta sé heilmikið tjón á þessum hluta búðanna. Þetta virðist vera mötuneytið sem þeir eru að setja upp og já þetta er mikið tjón,“ sagði Pétur. Getið þið áttað ykkur á út frá hverju kviknaði? „Ég held að það sé ómögulegt að segja með fullri vissu á þessari stundu en það má leiða líkum að rafmagni að sjálfsögðu á svona stað,“ sagði Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu.
Slökkvilið Lögreglumál Ölfus Tengdar fréttir Mikill eldur í vinnubúðum við Suðurlandsveg Heilmikill eldur kviknaði í vinnubúðum Íslenskra aðalverktaka við Suðurlandsveg í Ölfusi á fjórða tímanum í nótt. 22. maí 2020 06:28 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Sjá meira
Mikill eldur í vinnubúðum við Suðurlandsveg Heilmikill eldur kviknaði í vinnubúðum Íslenskra aðalverktaka við Suðurlandsveg í Ölfusi á fjórða tímanum í nótt. 22. maí 2020 06:28