Að velja það besta Þórir Garðarsson skrifar 22. maí 2020 11:30 Íslendingar standa frammi fyrir risavöxnu verkefni, það er öllum ljóst. Uppbygging ferðaþjónustu hefur á undanförnum áratug styrkt stoðir efnahags Íslands, fjölgað störfum og skapað mikil verðmæti. Lífskjör landsmanna eru betri í dag en áður vegna ferðaþjónustunnar. Við núverandi aðstæður tapast hins vegar að meðaltali um 1,5 milljarður króna í gjaldeyristekjum á hverjum degi á meðan engir ferðamenn koma til Íslands. Kjör fólks og afkoma er í hættu. Það þrengir verulega að og lífsnauðsynlegt að bregðast við nú þegar til að laða erlenda ferðamenn á ný til Íslands þegar samgöngur við önnur lönd komast í lag. Ísland hefur góða sögu að segja í baráttunni við Covid-19 og fólk frá öðrum löndum hefur áhuga á að koma hingað á ný þegar það verður öruggt. Ísland er þó ekki eina land heimsins sem mun bjóða ferðamenn velkomna á ný. Ljóst er að framundan er mikil barátta um heim allan um fólk sem vill ferðast og upplifa spennandi umhverfi og aðstæður. Til að Ísland verði í hugum þess, þegar ákvörðun um ferðalög er tekin, þarf kraftmikla og viðvarandi markaðssetningu næstu vikur, mánuði og misseri. Þannig er markaðsherferðin „Saman í sókn“ hugsuð. Nú þegar úrslit í útboði Ríkiskaupa um nálgun og inntak herferðarinnar liggur fyrir er mikilvægt að hefjast handa sem fyrst til að geta verið tilbúin þegar glugginn á erlendum lykilmörkuðum Íslands opnar. Vænlegust til árangurs Fimmtán öflugir aðilar tóku þátt í útboðinu sem fór fram á EES-svæðinu samkvæmt ströngum skilyrðum og reglum sem voru skilgreindar í útboðsgögnum. Eftir mikla yfirlegu stóð uppi ein nálgun sem valnefnd valdi besta fyrir Ísland og vænlegasta til árangurs. Það er kjarni málsins. Það getur verið mjótt á munum í opinberum útboðum, rétt eins og í íþróttum þegar jöfn lið eigast við eða þegar sigurvegari í spretthlaupi kemur sjónarmun á undan öðrum í mark. En þeir sem vinna hampa gullinu. Því hefur verið haldið fram í fjölmiðlum að rétt sé að ganga fram hjá þeim sem urðu efstir í útboðinu og ganga frekar til samstarfs við þá sem urðu í öðru sæti. Þeir sem það vilja gera eru í raun að krefjast þess að lög um opinber innkaup og EES-samningurinn verði brotinn. Þar með væri meiri hagsmunum fórnað fyrir minni því eins og Ríkiskaup benda á þá byggja lög um opinber innkaup á þeirri forsendu að Ísland er aðili að evrópska efnahagssvæðinu og því skylt að auglýsa útboð þar ef fjárhæðir fara yfir ákveðin viðmiðunarmörk. „Með þessum hætti hafa íslensk fyrirtæki einnig aðgang að útboðum um alla Evrópu. Þetta fyrirkomulag er til að auka hagvöxt á evrópska efnahagssvæðinu og draga úr spillingu,” segir á vef stofnunarinnar. Nú vita allir hver númer tvö er Auglýsingastofan sem fékk næst hæstu einkunn valnefndar í útboðinu hefur kært niðurstöðuna og krafist þess að ekki verði samið við sigurvegarann. Ákvörðun um að velja ekki bestu hugmyndina í mikilvægustu markaðssókn Íslands sem er framundan væri dýrkeypt sjálfsmark fyrir fyrirtæki landsins og Íslendinga alla. Þá veltir maður fyrir sér, hverju mun svona kæra breyta? Mér er þá hugsað til þess sem góður vinur minn segir oft, „maður sleppir ekki góðu þrasi“. Góð PR skrifstofa er greinilega á sama máli. Nú vita allir hvað Pipar TBWA er. Höfundur er stjórnarformaður Gray Line og formaður Fagráðs ferðaþjónustunnar hjá Íslandsstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Þórir Garðarsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar standa frammi fyrir risavöxnu verkefni, það er öllum ljóst. Uppbygging ferðaþjónustu hefur á undanförnum áratug styrkt stoðir efnahags Íslands, fjölgað störfum og skapað mikil verðmæti. Lífskjör landsmanna eru betri í dag en áður vegna ferðaþjónustunnar. Við núverandi aðstæður tapast hins vegar að meðaltali um 1,5 milljarður króna í gjaldeyristekjum á hverjum degi á meðan engir ferðamenn koma til Íslands. Kjör fólks og afkoma er í hættu. Það þrengir verulega að og lífsnauðsynlegt að bregðast við nú þegar til að laða erlenda ferðamenn á ný til Íslands þegar samgöngur við önnur lönd komast í lag. Ísland hefur góða sögu að segja í baráttunni við Covid-19 og fólk frá öðrum löndum hefur áhuga á að koma hingað á ný þegar það verður öruggt. Ísland er þó ekki eina land heimsins sem mun bjóða ferðamenn velkomna á ný. Ljóst er að framundan er mikil barátta um heim allan um fólk sem vill ferðast og upplifa spennandi umhverfi og aðstæður. Til að Ísland verði í hugum þess, þegar ákvörðun um ferðalög er tekin, þarf kraftmikla og viðvarandi markaðssetningu næstu vikur, mánuði og misseri. Þannig er markaðsherferðin „Saman í sókn“ hugsuð. Nú þegar úrslit í útboði Ríkiskaupa um nálgun og inntak herferðarinnar liggur fyrir er mikilvægt að hefjast handa sem fyrst til að geta verið tilbúin þegar glugginn á erlendum lykilmörkuðum Íslands opnar. Vænlegust til árangurs Fimmtán öflugir aðilar tóku þátt í útboðinu sem fór fram á EES-svæðinu samkvæmt ströngum skilyrðum og reglum sem voru skilgreindar í útboðsgögnum. Eftir mikla yfirlegu stóð uppi ein nálgun sem valnefnd valdi besta fyrir Ísland og vænlegasta til árangurs. Það er kjarni málsins. Það getur verið mjótt á munum í opinberum útboðum, rétt eins og í íþróttum þegar jöfn lið eigast við eða þegar sigurvegari í spretthlaupi kemur sjónarmun á undan öðrum í mark. En þeir sem vinna hampa gullinu. Því hefur verið haldið fram í fjölmiðlum að rétt sé að ganga fram hjá þeim sem urðu efstir í útboðinu og ganga frekar til samstarfs við þá sem urðu í öðru sæti. Þeir sem það vilja gera eru í raun að krefjast þess að lög um opinber innkaup og EES-samningurinn verði brotinn. Þar með væri meiri hagsmunum fórnað fyrir minni því eins og Ríkiskaup benda á þá byggja lög um opinber innkaup á þeirri forsendu að Ísland er aðili að evrópska efnahagssvæðinu og því skylt að auglýsa útboð þar ef fjárhæðir fara yfir ákveðin viðmiðunarmörk. „Með þessum hætti hafa íslensk fyrirtæki einnig aðgang að útboðum um alla Evrópu. Þetta fyrirkomulag er til að auka hagvöxt á evrópska efnahagssvæðinu og draga úr spillingu,” segir á vef stofnunarinnar. Nú vita allir hver númer tvö er Auglýsingastofan sem fékk næst hæstu einkunn valnefndar í útboðinu hefur kært niðurstöðuna og krafist þess að ekki verði samið við sigurvegarann. Ákvörðun um að velja ekki bestu hugmyndina í mikilvægustu markaðssókn Íslands sem er framundan væri dýrkeypt sjálfsmark fyrir fyrirtæki landsins og Íslendinga alla. Þá veltir maður fyrir sér, hverju mun svona kæra breyta? Mér er þá hugsað til þess sem góður vinur minn segir oft, „maður sleppir ekki góðu þrasi“. Góð PR skrifstofa er greinilega á sama máli. Nú vita allir hvað Pipar TBWA er. Höfundur er stjórnarformaður Gray Line og formaður Fagráðs ferðaþjónustunnar hjá Íslandsstofu.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun