Að velja það besta Þórir Garðarsson skrifar 22. maí 2020 11:30 Íslendingar standa frammi fyrir risavöxnu verkefni, það er öllum ljóst. Uppbygging ferðaþjónustu hefur á undanförnum áratug styrkt stoðir efnahags Íslands, fjölgað störfum og skapað mikil verðmæti. Lífskjör landsmanna eru betri í dag en áður vegna ferðaþjónustunnar. Við núverandi aðstæður tapast hins vegar að meðaltali um 1,5 milljarður króna í gjaldeyristekjum á hverjum degi á meðan engir ferðamenn koma til Íslands. Kjör fólks og afkoma er í hættu. Það þrengir verulega að og lífsnauðsynlegt að bregðast við nú þegar til að laða erlenda ferðamenn á ný til Íslands þegar samgöngur við önnur lönd komast í lag. Ísland hefur góða sögu að segja í baráttunni við Covid-19 og fólk frá öðrum löndum hefur áhuga á að koma hingað á ný þegar það verður öruggt. Ísland er þó ekki eina land heimsins sem mun bjóða ferðamenn velkomna á ný. Ljóst er að framundan er mikil barátta um heim allan um fólk sem vill ferðast og upplifa spennandi umhverfi og aðstæður. Til að Ísland verði í hugum þess, þegar ákvörðun um ferðalög er tekin, þarf kraftmikla og viðvarandi markaðssetningu næstu vikur, mánuði og misseri. Þannig er markaðsherferðin „Saman í sókn“ hugsuð. Nú þegar úrslit í útboði Ríkiskaupa um nálgun og inntak herferðarinnar liggur fyrir er mikilvægt að hefjast handa sem fyrst til að geta verið tilbúin þegar glugginn á erlendum lykilmörkuðum Íslands opnar. Vænlegust til árangurs Fimmtán öflugir aðilar tóku þátt í útboðinu sem fór fram á EES-svæðinu samkvæmt ströngum skilyrðum og reglum sem voru skilgreindar í útboðsgögnum. Eftir mikla yfirlegu stóð uppi ein nálgun sem valnefnd valdi besta fyrir Ísland og vænlegasta til árangurs. Það er kjarni málsins. Það getur verið mjótt á munum í opinberum útboðum, rétt eins og í íþróttum þegar jöfn lið eigast við eða þegar sigurvegari í spretthlaupi kemur sjónarmun á undan öðrum í mark. En þeir sem vinna hampa gullinu. Því hefur verið haldið fram í fjölmiðlum að rétt sé að ganga fram hjá þeim sem urðu efstir í útboðinu og ganga frekar til samstarfs við þá sem urðu í öðru sæti. Þeir sem það vilja gera eru í raun að krefjast þess að lög um opinber innkaup og EES-samningurinn verði brotinn. Þar með væri meiri hagsmunum fórnað fyrir minni því eins og Ríkiskaup benda á þá byggja lög um opinber innkaup á þeirri forsendu að Ísland er aðili að evrópska efnahagssvæðinu og því skylt að auglýsa útboð þar ef fjárhæðir fara yfir ákveðin viðmiðunarmörk. „Með þessum hætti hafa íslensk fyrirtæki einnig aðgang að útboðum um alla Evrópu. Þetta fyrirkomulag er til að auka hagvöxt á evrópska efnahagssvæðinu og draga úr spillingu,” segir á vef stofnunarinnar. Nú vita allir hver númer tvö er Auglýsingastofan sem fékk næst hæstu einkunn valnefndar í útboðinu hefur kært niðurstöðuna og krafist þess að ekki verði samið við sigurvegarann. Ákvörðun um að velja ekki bestu hugmyndina í mikilvægustu markaðssókn Íslands sem er framundan væri dýrkeypt sjálfsmark fyrir fyrirtæki landsins og Íslendinga alla. Þá veltir maður fyrir sér, hverju mun svona kæra breyta? Mér er þá hugsað til þess sem góður vinur minn segir oft, „maður sleppir ekki góðu þrasi“. Góð PR skrifstofa er greinilega á sama máli. Nú vita allir hvað Pipar TBWA er. Höfundur er stjórnarformaður Gray Line og formaður Fagráðs ferðaþjónustunnar hjá Íslandsstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Þórir Garðarsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Íslendingar standa frammi fyrir risavöxnu verkefni, það er öllum ljóst. Uppbygging ferðaþjónustu hefur á undanförnum áratug styrkt stoðir efnahags Íslands, fjölgað störfum og skapað mikil verðmæti. Lífskjör landsmanna eru betri í dag en áður vegna ferðaþjónustunnar. Við núverandi aðstæður tapast hins vegar að meðaltali um 1,5 milljarður króna í gjaldeyristekjum á hverjum degi á meðan engir ferðamenn koma til Íslands. Kjör fólks og afkoma er í hættu. Það þrengir verulega að og lífsnauðsynlegt að bregðast við nú þegar til að laða erlenda ferðamenn á ný til Íslands þegar samgöngur við önnur lönd komast í lag. Ísland hefur góða sögu að segja í baráttunni við Covid-19 og fólk frá öðrum löndum hefur áhuga á að koma hingað á ný þegar það verður öruggt. Ísland er þó ekki eina land heimsins sem mun bjóða ferðamenn velkomna á ný. Ljóst er að framundan er mikil barátta um heim allan um fólk sem vill ferðast og upplifa spennandi umhverfi og aðstæður. Til að Ísland verði í hugum þess, þegar ákvörðun um ferðalög er tekin, þarf kraftmikla og viðvarandi markaðssetningu næstu vikur, mánuði og misseri. Þannig er markaðsherferðin „Saman í sókn“ hugsuð. Nú þegar úrslit í útboði Ríkiskaupa um nálgun og inntak herferðarinnar liggur fyrir er mikilvægt að hefjast handa sem fyrst til að geta verið tilbúin þegar glugginn á erlendum lykilmörkuðum Íslands opnar. Vænlegust til árangurs Fimmtán öflugir aðilar tóku þátt í útboðinu sem fór fram á EES-svæðinu samkvæmt ströngum skilyrðum og reglum sem voru skilgreindar í útboðsgögnum. Eftir mikla yfirlegu stóð uppi ein nálgun sem valnefnd valdi besta fyrir Ísland og vænlegasta til árangurs. Það er kjarni málsins. Það getur verið mjótt á munum í opinberum útboðum, rétt eins og í íþróttum þegar jöfn lið eigast við eða þegar sigurvegari í spretthlaupi kemur sjónarmun á undan öðrum í mark. En þeir sem vinna hampa gullinu. Því hefur verið haldið fram í fjölmiðlum að rétt sé að ganga fram hjá þeim sem urðu efstir í útboðinu og ganga frekar til samstarfs við þá sem urðu í öðru sæti. Þeir sem það vilja gera eru í raun að krefjast þess að lög um opinber innkaup og EES-samningurinn verði brotinn. Þar með væri meiri hagsmunum fórnað fyrir minni því eins og Ríkiskaup benda á þá byggja lög um opinber innkaup á þeirri forsendu að Ísland er aðili að evrópska efnahagssvæðinu og því skylt að auglýsa útboð þar ef fjárhæðir fara yfir ákveðin viðmiðunarmörk. „Með þessum hætti hafa íslensk fyrirtæki einnig aðgang að útboðum um alla Evrópu. Þetta fyrirkomulag er til að auka hagvöxt á evrópska efnahagssvæðinu og draga úr spillingu,” segir á vef stofnunarinnar. Nú vita allir hver númer tvö er Auglýsingastofan sem fékk næst hæstu einkunn valnefndar í útboðinu hefur kært niðurstöðuna og krafist þess að ekki verði samið við sigurvegarann. Ákvörðun um að velja ekki bestu hugmyndina í mikilvægustu markaðssókn Íslands sem er framundan væri dýrkeypt sjálfsmark fyrir fyrirtæki landsins og Íslendinga alla. Þá veltir maður fyrir sér, hverju mun svona kæra breyta? Mér er þá hugsað til þess sem góður vinur minn segir oft, „maður sleppir ekki góðu þrasi“. Góð PR skrifstofa er greinilega á sama máli. Nú vita allir hvað Pipar TBWA er. Höfundur er stjórnarformaður Gray Line og formaður Fagráðs ferðaþjónustunnar hjá Íslandsstofu.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun