Ósátt við að Strandaveðrið sé sýnt á Steingrímsfjarðarheiði Kristján Már Unnarsson skrifar 22. maí 2020 17:17 Frá Hólmavík. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Það er mjög mikil óánægja með að Steingrímsfjarðarheiði skuli vera notuð sem spásvæði fyrir Strandir því það gefur kolranga mynd af veðrinu. Það getur munað alveg upp í 10 gráðum á Hólmavík og Steingrímsfjarðarheiði í sumum tilfellum,“ segir Hafdís Gunnarsdóttir, íbúi á Hólmavík, sem gagnrýnir framsetningu Veðurstofu Íslands á spákortum. „Núna þegar allir vilja fá íslenska ferðamenn til sín þá skiptir veðrið mjög miklu máli og þá skoðar fólk veðurspána hjá Veðurstofunni og skoðar hvar spáir besta veðrinu,“ segir Hafdís. Hún tekur sem dæmi aðalspákortið eins og það birtist á vef Veðurstofunnar í morgun. Spákort Veðurstofunnar í morgun sýndi 3 stig á Ströndum. Kort/Veðurstofa Íslands. „Núna er 13 stiga hiti á Hólmavík og heiðskírt, en í veðurspánni fyrir Steingrímsfjarðarheiði eru 3 stig,“ segir Hafdís. Og jafnvel þótt farið sé inn á landshlutakortið og Hólmavík sýnd gefi það heldur ekki rétta mynd. „Veðurstöðin er ekki einu sinni staðsett inn í bænum heldur út í vík sem heitir Skeljavík og þar er vindasamara. Hólmavík er mjög veðursæll staður, í það minnsta er mikið hægviðri hérna,“ segir Hafdís, sem er Strandamaður í húð og hár, fædd og uppalin á Broddadalsá við Kollafjörð en hefur síðustu tvo áratugi búið á Hólmavík og starfar þar í rækjuvinnslunni Hólmadrangi. Steingrímsfjarðarheiði í dag, eins og hún birtist á vefmyndavél Vegagerðarinnar. Sjálfvirka veðurstöðin sést í forgrunni.Vegagerðin/Vefmyndavél. Hún segir að á flestum stöðum á landinu sé aðalveðurstöðin sýnd á þéttbýlisstað og fer yfir röðina: Reykjavík, Hvanneyri, Stykkishólmur, Patreksfjörður, Bolungarvík, Blönduós, Akureyri, Húsavík, Raufarhöfn, Egilsstaðir, Höfn. „Það segir sig sjálft að fólk tekur ekki Strandasvæðið sem fyrsta kost. Það er margbúið að biðja Veðurstofu Íslands að breyta þessu en það er óskiljanleg tregða í gangi þar,“ segir Hafdís. Strandabyggð Veður Árneshreppur Kaldrananeshreppur Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent „Ekki leika þennan leik“ Innlent Fleiri fréttir Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum Sjá meira
„Það er mjög mikil óánægja með að Steingrímsfjarðarheiði skuli vera notuð sem spásvæði fyrir Strandir því það gefur kolranga mynd af veðrinu. Það getur munað alveg upp í 10 gráðum á Hólmavík og Steingrímsfjarðarheiði í sumum tilfellum,“ segir Hafdís Gunnarsdóttir, íbúi á Hólmavík, sem gagnrýnir framsetningu Veðurstofu Íslands á spákortum. „Núna þegar allir vilja fá íslenska ferðamenn til sín þá skiptir veðrið mjög miklu máli og þá skoðar fólk veðurspána hjá Veðurstofunni og skoðar hvar spáir besta veðrinu,“ segir Hafdís. Hún tekur sem dæmi aðalspákortið eins og það birtist á vef Veðurstofunnar í morgun. Spákort Veðurstofunnar í morgun sýndi 3 stig á Ströndum. Kort/Veðurstofa Íslands. „Núna er 13 stiga hiti á Hólmavík og heiðskírt, en í veðurspánni fyrir Steingrímsfjarðarheiði eru 3 stig,“ segir Hafdís. Og jafnvel þótt farið sé inn á landshlutakortið og Hólmavík sýnd gefi það heldur ekki rétta mynd. „Veðurstöðin er ekki einu sinni staðsett inn í bænum heldur út í vík sem heitir Skeljavík og þar er vindasamara. Hólmavík er mjög veðursæll staður, í það minnsta er mikið hægviðri hérna,“ segir Hafdís, sem er Strandamaður í húð og hár, fædd og uppalin á Broddadalsá við Kollafjörð en hefur síðustu tvo áratugi búið á Hólmavík og starfar þar í rækjuvinnslunni Hólmadrangi. Steingrímsfjarðarheiði í dag, eins og hún birtist á vefmyndavél Vegagerðarinnar. Sjálfvirka veðurstöðin sést í forgrunni.Vegagerðin/Vefmyndavél. Hún segir að á flestum stöðum á landinu sé aðalveðurstöðin sýnd á þéttbýlisstað og fer yfir röðina: Reykjavík, Hvanneyri, Stykkishólmur, Patreksfjörður, Bolungarvík, Blönduós, Akureyri, Húsavík, Raufarhöfn, Egilsstaðir, Höfn. „Það segir sig sjálft að fólk tekur ekki Strandasvæðið sem fyrsta kost. Það er margbúið að biðja Veðurstofu Íslands að breyta þessu en það er óskiljanleg tregða í gangi þar,“ segir Hafdís.
Strandabyggð Veður Árneshreppur Kaldrananeshreppur Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent „Ekki leika þennan leik“ Innlent Fleiri fréttir Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum Sjá meira