Björn Daníel: Allir hjá félaginu stefna að því sama og það er að vinna deildina á hverju ári Anton Ingi Leifsson skrifar 23. maí 2020 17:00 Björn Daníel Sverrisson í leik með FH á síðstu leiktíð. vísir/daníel Björn Daníel Sverrisson, fyrirliði FH, segir að stefnan í Hafnarfirði sé að vinna deildina á hverju ári og að félagið stefni ekki að „bara“ enda í þremur efstu sætunum. Björn Daníel og félagar eru byrjaðir að æfa á ný eftir rúmlega tvo mánuði en þeir hafa æft í minni hópum. Á mánudaginn fá þeir leyfi til þess að byrja að æfa án takmarkanna en Björn segir að það sé gott að vera kominn aftur á völlinn. „Það er geggjað. Þetta var langur tími þar sem maður var að hlaupa á hlaupabrettinu og gera alls konar æfingar heima hjá sér. Það er gott að vera kominn á æfingar aftur og að sparka í bolta,“ sagði Björn í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Hann segir að stefnan í Krikanum sé á titil. „Já, þegar maður spilar fyrir FH hugsar maður ekki um að enda í topp þremur. Maður hugsar um það að stefna á toppinn og vinna deildina. Ég held að það séu allir viðloðnir félagið þeir stefni að því sama og það er að vinna deildina á hverju ári.“ Björn var gagnrýndur fyrir frammistaða sínu á síðustu leiktíð en áður en hann hélt í atvinnumennsku var hann valinn besti leikmaður úrvalsdeildarinnar. „Ég er sjálfur gagnrýninn á mig. Ég var ekki nógu góður. Ég var bestur fyrir tíu árum og það er langt síðan. Það væri gaman að geta fengið uppreisn æru, ef það er hægt að segja svo, á þessu tímabili og maður var búinn að æfa vel fram að COVID. Svo er maður að reyna sér að koma sér í gang aftur. Maður hélt sér við en ég held að það taki nokkra leiki hjá öllu að komast í sitt besta stand sérstaklega þar sem maður var ekki að sparka í boltann á næstu leiktíð.“ Miðjumaðurinn knái er orðinn fyrirliði FH eftir að Davíð Þór Viðarsson lagði skóna á hilluna og hann er stoltur af því. „Ég var mjög ánægður þegar Óli talaði við mig og stoltur. Ég er uppalinn hérna og að vera gerður að fyrirliða FH er draumur hjá manni þegar maður var yngri. Það var kominn tími á Davíð svo það þurfti að finna einhvern nýjan og ég er ánægður og stoltur að hafa fengið það hlutverk.“ Allt viðtalið við Björn má sjá hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Björn Daníel Pepsi Max-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Sjá meira
Björn Daníel Sverrisson, fyrirliði FH, segir að stefnan í Hafnarfirði sé að vinna deildina á hverju ári og að félagið stefni ekki að „bara“ enda í þremur efstu sætunum. Björn Daníel og félagar eru byrjaðir að æfa á ný eftir rúmlega tvo mánuði en þeir hafa æft í minni hópum. Á mánudaginn fá þeir leyfi til þess að byrja að æfa án takmarkanna en Björn segir að það sé gott að vera kominn aftur á völlinn. „Það er geggjað. Þetta var langur tími þar sem maður var að hlaupa á hlaupabrettinu og gera alls konar æfingar heima hjá sér. Það er gott að vera kominn á æfingar aftur og að sparka í bolta,“ sagði Björn í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Hann segir að stefnan í Krikanum sé á titil. „Já, þegar maður spilar fyrir FH hugsar maður ekki um að enda í topp þremur. Maður hugsar um það að stefna á toppinn og vinna deildina. Ég held að það séu allir viðloðnir félagið þeir stefni að því sama og það er að vinna deildina á hverju ári.“ Björn var gagnrýndur fyrir frammistaða sínu á síðustu leiktíð en áður en hann hélt í atvinnumennsku var hann valinn besti leikmaður úrvalsdeildarinnar. „Ég er sjálfur gagnrýninn á mig. Ég var ekki nógu góður. Ég var bestur fyrir tíu árum og það er langt síðan. Það væri gaman að geta fengið uppreisn æru, ef það er hægt að segja svo, á þessu tímabili og maður var búinn að æfa vel fram að COVID. Svo er maður að reyna sér að koma sér í gang aftur. Maður hélt sér við en ég held að það taki nokkra leiki hjá öllu að komast í sitt besta stand sérstaklega þar sem maður var ekki að sparka í boltann á næstu leiktíð.“ Miðjumaðurinn knái er orðinn fyrirliði FH eftir að Davíð Þór Viðarsson lagði skóna á hilluna og hann er stoltur af því. „Ég var mjög ánægður þegar Óli talaði við mig og stoltur. Ég er uppalinn hérna og að vera gerður að fyrirliða FH er draumur hjá manni þegar maður var yngri. Það var kominn tími á Davíð svo það þurfti að finna einhvern nýjan og ég er ánægður og stoltur að hafa fengið það hlutverk.“ Allt viðtalið við Björn má sjá hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Björn Daníel
Pepsi Max-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Sjá meira