Sóttvarnalæknir segir ekki rétt að ekkert sé gert hér vegna kórónuveirunnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. mars 2020 15:24 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundinum í dag. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar í dag að hér á landi væri búið að gera gríðarlega mikið til þess að hefta útbreiðslu veirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Hann sagði umræðu um að hér hafi ekkert verið gert ekki sanngjarna gagnvart öllum þeim sem hafi unnið að verkefninu myrkranna á milli, en í þessu samhengi má benda á að rúmlega 3000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalista þar sem þess er krafist að stjórnvöld grípi til harðari aðgerða. „Það hefur borið á því í fréttum kannski að mönnum finnst eins og ekkert sé verið að gera hér og það sé miklu meira verið að gera, til dæmis á hinum Norðurlöndunum. Ég vil neita því mjög staðfastlega. Það er búið að gera hér gríðarlega mikið og við erum búin að gera meira í því að rekja smit, hafa uppi á einstaklingum, setja einstaklinga í sóttkví, heldur en hin Norðurlöndin og það er bara ekki sanngjarnt finnst mér fyrir allt þetta góða fólk sem hefur unnið hér myrkranna á milli frá morgni til kvölds,“ sagði Þórólfur á fundinum. Þá hefði fjöldinn allur af aðilum verið kallaður inn vegna útbreiðslu veirunnar. „Þannig að ég vil bara að það komi skýrt fram að fólk er búið að inna hér af hendi alveg gríðarlega miklu vinnu í að hindra útbreiðslu þessarar veiru hér innanlands.“ Fram kom á upplýsingafundinum að nú hafi 109 manns greinst með kórónuveiruna hér á landi. Langflestir þeirra sem hafa greinst með veiruna hafa verið að koma frá skíðasvæðum í Ölpunum en þá er auk þess um að ræða einstaklinga sem hafa verið að koma frá Bandaríkjunum. Þá eru innlend smit um 24 talsins. Um 900 einstaklingar eru í sóttkví og tæplega 1000 sýni hafa verið tekin. Wuhan-veiran Heilbrigðismál Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar í dag að hér á landi væri búið að gera gríðarlega mikið til þess að hefta útbreiðslu veirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Hann sagði umræðu um að hér hafi ekkert verið gert ekki sanngjarna gagnvart öllum þeim sem hafi unnið að verkefninu myrkranna á milli, en í þessu samhengi má benda á að rúmlega 3000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalista þar sem þess er krafist að stjórnvöld grípi til harðari aðgerða. „Það hefur borið á því í fréttum kannski að mönnum finnst eins og ekkert sé verið að gera hér og það sé miklu meira verið að gera, til dæmis á hinum Norðurlöndunum. Ég vil neita því mjög staðfastlega. Það er búið að gera hér gríðarlega mikið og við erum búin að gera meira í því að rekja smit, hafa uppi á einstaklingum, setja einstaklinga í sóttkví, heldur en hin Norðurlöndin og það er bara ekki sanngjarnt finnst mér fyrir allt þetta góða fólk sem hefur unnið hér myrkranna á milli frá morgni til kvölds,“ sagði Þórólfur á fundinum. Þá hefði fjöldinn allur af aðilum verið kallaður inn vegna útbreiðslu veirunnar. „Þannig að ég vil bara að það komi skýrt fram að fólk er búið að inna hér af hendi alveg gríðarlega miklu vinnu í að hindra útbreiðslu þessarar veiru hér innanlands.“ Fram kom á upplýsingafundinum að nú hafi 109 manns greinst með kórónuveiruna hér á landi. Langflestir þeirra sem hafa greinst með veiruna hafa verið að koma frá skíðasvæðum í Ölpunum en þá er auk þess um að ræða einstaklinga sem hafa verið að koma frá Bandaríkjunum. Þá eru innlend smit um 24 talsins. Um 900 einstaklingar eru í sóttkví og tæplega 1000 sýni hafa verið tekin.
Wuhan-veiran Heilbrigðismál Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Sjá meira