Réttarhöld yfir Netanjahú hefjast í dag Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. maí 2020 07:35 Benjamín Netanjahú er ákærður fyrir spillingu í þremur liðum. Vísir/EPA Réttarhöld yfir Benjamín Netanjahú, einum tveggja eiginlegra forsætisráðherra Ísraels, hefjast í dag. Netanjahú er ákærður fyrir að þiggja mútur í formi jákvæðrar umfjöllunar um sig og gjafa frá valdamiklum viðskiptamönnum. Netanjahú neitar ásökunum á hendur sér staðfastlega. Alls er málið gegn honum byggt upp af þremur ákæruliðum. Þannig er Netanjahú sakaður um að hafa þáð gjafir, aðallega vindla og kampavínsflöskur, frá valdamiklum viðskiptamönnum í skiptum fyrir greiða. Eins er hann sakaður um að hafa samþykkt að koma dagblaðinu Yediot Ahronot í aukna dreifingu, í skiptum fyrir jákvæða umfjöllun í miðlinum, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins. Að lokum er honum gefið að sök að hafa, í valdatíð sinni sem samskiptamálaráðherra, tekið ákvarðanir sem voru ráðandi hluthafa í fjarskiptafyrirtækinu Bezeq telecom, Shaul Elovitch, í vil. Þetta á hann að hafa gert í skiptum fyrir jákvæða umfjöllun um sjálfan sig. Netanjahú er fyrsti sitjandi forsætisráðherra Ísraels sem er ákærður. Hann er jafnframt sá forsætisráðherra sem hefur setið lengst á valdastóli, eða frá 1996 til 1999 og svo allar götur síðan árið 2009. Fari svo að Netanjahú verði sakfelldur í málinu getur hann þó áfram sinnt forsætisráðherraembættinu, í það minnsta um sinn. Það væri ekki fyrr en ekki væri lengur hægt að áfrýja máli hans sem hann þyrfti að láta af embætti. Ísrael Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Réttarhöld yfir Benjamín Netanjahú, einum tveggja eiginlegra forsætisráðherra Ísraels, hefjast í dag. Netanjahú er ákærður fyrir að þiggja mútur í formi jákvæðrar umfjöllunar um sig og gjafa frá valdamiklum viðskiptamönnum. Netanjahú neitar ásökunum á hendur sér staðfastlega. Alls er málið gegn honum byggt upp af þremur ákæruliðum. Þannig er Netanjahú sakaður um að hafa þáð gjafir, aðallega vindla og kampavínsflöskur, frá valdamiklum viðskiptamönnum í skiptum fyrir greiða. Eins er hann sakaður um að hafa samþykkt að koma dagblaðinu Yediot Ahronot í aukna dreifingu, í skiptum fyrir jákvæða umfjöllun í miðlinum, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins. Að lokum er honum gefið að sök að hafa, í valdatíð sinni sem samskiptamálaráðherra, tekið ákvarðanir sem voru ráðandi hluthafa í fjarskiptafyrirtækinu Bezeq telecom, Shaul Elovitch, í vil. Þetta á hann að hafa gert í skiptum fyrir jákvæða umfjöllun um sjálfan sig. Netanjahú er fyrsti sitjandi forsætisráðherra Ísraels sem er ákærður. Hann er jafnframt sá forsætisráðherra sem hefur setið lengst á valdastóli, eða frá 1996 til 1999 og svo allar götur síðan árið 2009. Fari svo að Netanjahú verði sakfelldur í málinu getur hann þó áfram sinnt forsætisráðherraembættinu, í það minnsta um sinn. Það væri ekki fyrr en ekki væri lengur hægt að áfrýja máli hans sem hann þyrfti að láta af embætti.
Ísrael Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira