Réttarhöld yfir Netanjahú hefjast í dag Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. maí 2020 07:35 Benjamín Netanjahú er ákærður fyrir spillingu í þremur liðum. Vísir/EPA Réttarhöld yfir Benjamín Netanjahú, einum tveggja eiginlegra forsætisráðherra Ísraels, hefjast í dag. Netanjahú er ákærður fyrir að þiggja mútur í formi jákvæðrar umfjöllunar um sig og gjafa frá valdamiklum viðskiptamönnum. Netanjahú neitar ásökunum á hendur sér staðfastlega. Alls er málið gegn honum byggt upp af þremur ákæruliðum. Þannig er Netanjahú sakaður um að hafa þáð gjafir, aðallega vindla og kampavínsflöskur, frá valdamiklum viðskiptamönnum í skiptum fyrir greiða. Eins er hann sakaður um að hafa samþykkt að koma dagblaðinu Yediot Ahronot í aukna dreifingu, í skiptum fyrir jákvæða umfjöllun í miðlinum, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins. Að lokum er honum gefið að sök að hafa, í valdatíð sinni sem samskiptamálaráðherra, tekið ákvarðanir sem voru ráðandi hluthafa í fjarskiptafyrirtækinu Bezeq telecom, Shaul Elovitch, í vil. Þetta á hann að hafa gert í skiptum fyrir jákvæða umfjöllun um sjálfan sig. Netanjahú er fyrsti sitjandi forsætisráðherra Ísraels sem er ákærður. Hann er jafnframt sá forsætisráðherra sem hefur setið lengst á valdastóli, eða frá 1996 til 1999 og svo allar götur síðan árið 2009. Fari svo að Netanjahú verði sakfelldur í málinu getur hann þó áfram sinnt forsætisráðherraembættinu, í það minnsta um sinn. Það væri ekki fyrr en ekki væri lengur hægt að áfrýja máli hans sem hann þyrfti að láta af embætti. Ísrael Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Réttarhöld yfir Benjamín Netanjahú, einum tveggja eiginlegra forsætisráðherra Ísraels, hefjast í dag. Netanjahú er ákærður fyrir að þiggja mútur í formi jákvæðrar umfjöllunar um sig og gjafa frá valdamiklum viðskiptamönnum. Netanjahú neitar ásökunum á hendur sér staðfastlega. Alls er málið gegn honum byggt upp af þremur ákæruliðum. Þannig er Netanjahú sakaður um að hafa þáð gjafir, aðallega vindla og kampavínsflöskur, frá valdamiklum viðskiptamönnum í skiptum fyrir greiða. Eins er hann sakaður um að hafa samþykkt að koma dagblaðinu Yediot Ahronot í aukna dreifingu, í skiptum fyrir jákvæða umfjöllun í miðlinum, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins. Að lokum er honum gefið að sök að hafa, í valdatíð sinni sem samskiptamálaráðherra, tekið ákvarðanir sem voru ráðandi hluthafa í fjarskiptafyrirtækinu Bezeq telecom, Shaul Elovitch, í vil. Þetta á hann að hafa gert í skiptum fyrir jákvæða umfjöllun um sjálfan sig. Netanjahú er fyrsti sitjandi forsætisráðherra Ísraels sem er ákærður. Hann er jafnframt sá forsætisráðherra sem hefur setið lengst á valdastóli, eða frá 1996 til 1999 og svo allar götur síðan árið 2009. Fari svo að Netanjahú verði sakfelldur í málinu getur hann þó áfram sinnt forsætisráðherraembættinu, í það minnsta um sinn. Það væri ekki fyrr en ekki væri lengur hægt að áfrýja máli hans sem hann þyrfti að láta af embætti.
Ísrael Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira