Samkomubann í fjórar vikur á Íslandi og íslenskir íþróttakappleikir í uppnámi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. mars 2020 11:18 Nú er öruggt að engir áhorfendur verða á umspilsleiknum við Rúmeníu fari hann yfir höfuð fram. Getty/Oliver Hardt Fleiri en hundrað manns mega ekki koma saman á Íslandi næstu fjórar vikurnar eftir að heilbrigðisráðherra setti á samkomubann í dag. Engir íþróttakappleikir mega því fara fram með áhorfendum en það á eftir að koma i ljós hver viðbrögð íþróttahreyfingarinnar verða og hvort leikjum verður aflýst. Samkomubannið gildir frá miðnætti aðfaranótt mánudags og ætti því að ná til 13. apríl næstkomandi. Á þessum tíma mega ekki koma meira en hundrað manns saman og það verður alltaf að vera tveir metrar á milli fólks. Það er ljóst að þú keppir ekki í boltagreinum ef þú ætlar að fylgja þeim reglum. Sóttvarnalæknir sendi ráðherra tillögu að samkomubanni sem hún var við en þetta er í fyrsta skipti í lýðveldissögunni sem slíkt er tekið upp á Íslandi. Markmiðið er að hemja útbreiðslu kórónuveirunnar. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, héldu blaðamannafundinn í dag ásamt þeim Ölmu Möller, landlækni, Þórólfi Guðnasyni, sóttvarnalækni, og Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni en fyrir fram þótti það líklegt að þar kæmu frekari upplýsingar um hvort og þá hvenær samkomubann verði sett á hér á landi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Það var líka raunin. Fram undan eru lokaleikir deildarkeppninnar hjá bæði Domino´s deildunum í körfubolta og Olís deildunum í handbolta en síðan eiga að taka við úrslitakeppninnar sem eru hápunktur tímabilsins og stór tekjulind hjá flestum félögum. Umspilsleikur Íslands og Rúmeníu um sæti á EM 2020 á að fara fram 26. mars næstkomandi og þar með innan þessa tíma sem samkomubannið er í gildi. Það er því öruggt núna að engir áhorfendur verða á Laugardalsvellinum á þeim leik en svo á eftir að koma í ljós hvort hann fari yfir höfuð fram. Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Olís-deild karla Olís-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Sjá meira
Fleiri en hundrað manns mega ekki koma saman á Íslandi næstu fjórar vikurnar eftir að heilbrigðisráðherra setti á samkomubann í dag. Engir íþróttakappleikir mega því fara fram með áhorfendum en það á eftir að koma i ljós hver viðbrögð íþróttahreyfingarinnar verða og hvort leikjum verður aflýst. Samkomubannið gildir frá miðnætti aðfaranótt mánudags og ætti því að ná til 13. apríl næstkomandi. Á þessum tíma mega ekki koma meira en hundrað manns saman og það verður alltaf að vera tveir metrar á milli fólks. Það er ljóst að þú keppir ekki í boltagreinum ef þú ætlar að fylgja þeim reglum. Sóttvarnalæknir sendi ráðherra tillögu að samkomubanni sem hún var við en þetta er í fyrsta skipti í lýðveldissögunni sem slíkt er tekið upp á Íslandi. Markmiðið er að hemja útbreiðslu kórónuveirunnar. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, héldu blaðamannafundinn í dag ásamt þeim Ölmu Möller, landlækni, Þórólfi Guðnasyni, sóttvarnalækni, og Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni en fyrir fram þótti það líklegt að þar kæmu frekari upplýsingar um hvort og þá hvenær samkomubann verði sett á hér á landi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Það var líka raunin. Fram undan eru lokaleikir deildarkeppninnar hjá bæði Domino´s deildunum í körfubolta og Olís deildunum í handbolta en síðan eiga að taka við úrslitakeppninnar sem eru hápunktur tímabilsins og stór tekjulind hjá flestum félögum. Umspilsleikur Íslands og Rúmeníu um sæti á EM 2020 á að fara fram 26. mars næstkomandi og þar með innan þessa tíma sem samkomubannið er í gildi. Það er því öruggt núna að engir áhorfendur verða á Laugardalsvellinum á þeim leik en svo á eftir að koma í ljós hvort hann fari yfir höfuð fram.
Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Olís-deild karla Olís-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Sjá meira