Samkomubann í fjórar vikur á Íslandi og íslenskir íþróttakappleikir í uppnámi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. mars 2020 11:18 Nú er öruggt að engir áhorfendur verða á umspilsleiknum við Rúmeníu fari hann yfir höfuð fram. Getty/Oliver Hardt Fleiri en hundrað manns mega ekki koma saman á Íslandi næstu fjórar vikurnar eftir að heilbrigðisráðherra setti á samkomubann í dag. Engir íþróttakappleikir mega því fara fram með áhorfendum en það á eftir að koma i ljós hver viðbrögð íþróttahreyfingarinnar verða og hvort leikjum verður aflýst. Samkomubannið gildir frá miðnætti aðfaranótt mánudags og ætti því að ná til 13. apríl næstkomandi. Á þessum tíma mega ekki koma meira en hundrað manns saman og það verður alltaf að vera tveir metrar á milli fólks. Það er ljóst að þú keppir ekki í boltagreinum ef þú ætlar að fylgja þeim reglum. Sóttvarnalæknir sendi ráðherra tillögu að samkomubanni sem hún var við en þetta er í fyrsta skipti í lýðveldissögunni sem slíkt er tekið upp á Íslandi. Markmiðið er að hemja útbreiðslu kórónuveirunnar. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, héldu blaðamannafundinn í dag ásamt þeim Ölmu Möller, landlækni, Þórólfi Guðnasyni, sóttvarnalækni, og Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni en fyrir fram þótti það líklegt að þar kæmu frekari upplýsingar um hvort og þá hvenær samkomubann verði sett á hér á landi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Það var líka raunin. Fram undan eru lokaleikir deildarkeppninnar hjá bæði Domino´s deildunum í körfubolta og Olís deildunum í handbolta en síðan eiga að taka við úrslitakeppninnar sem eru hápunktur tímabilsins og stór tekjulind hjá flestum félögum. Umspilsleikur Íslands og Rúmeníu um sæti á EM 2020 á að fara fram 26. mars næstkomandi og þar með innan þessa tíma sem samkomubannið er í gildi. Það er því öruggt núna að engir áhorfendur verða á Laugardalsvellinum á þeim leik en svo á eftir að koma í ljós hvort hann fari yfir höfuð fram. Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Olís-deild karla Olís-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Fleiri fréttir Tveggja marka tap í toppslagnum Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Í beinni: Keflavík - Valur | Meistarar mætast Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Í beinni: Þór Þ. - ÍR | Gætu orðið jöfn að leik loknum Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Sögulegur árangur Portúgals á HM Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Borðuðu aldrei kvöldmat saman „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Lífið leikur við Kessler „Íslenska liðið lítur vel út“ Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til „Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Sjá meira
Fleiri en hundrað manns mega ekki koma saman á Íslandi næstu fjórar vikurnar eftir að heilbrigðisráðherra setti á samkomubann í dag. Engir íþróttakappleikir mega því fara fram með áhorfendum en það á eftir að koma i ljós hver viðbrögð íþróttahreyfingarinnar verða og hvort leikjum verður aflýst. Samkomubannið gildir frá miðnætti aðfaranótt mánudags og ætti því að ná til 13. apríl næstkomandi. Á þessum tíma mega ekki koma meira en hundrað manns saman og það verður alltaf að vera tveir metrar á milli fólks. Það er ljóst að þú keppir ekki í boltagreinum ef þú ætlar að fylgja þeim reglum. Sóttvarnalæknir sendi ráðherra tillögu að samkomubanni sem hún var við en þetta er í fyrsta skipti í lýðveldissögunni sem slíkt er tekið upp á Íslandi. Markmiðið er að hemja útbreiðslu kórónuveirunnar. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, héldu blaðamannafundinn í dag ásamt þeim Ölmu Möller, landlækni, Þórólfi Guðnasyni, sóttvarnalækni, og Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni en fyrir fram þótti það líklegt að þar kæmu frekari upplýsingar um hvort og þá hvenær samkomubann verði sett á hér á landi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Það var líka raunin. Fram undan eru lokaleikir deildarkeppninnar hjá bæði Domino´s deildunum í körfubolta og Olís deildunum í handbolta en síðan eiga að taka við úrslitakeppninnar sem eru hápunktur tímabilsins og stór tekjulind hjá flestum félögum. Umspilsleikur Íslands og Rúmeníu um sæti á EM 2020 á að fara fram 26. mars næstkomandi og þar með innan þessa tíma sem samkomubannið er í gildi. Það er því öruggt núna að engir áhorfendur verða á Laugardalsvellinum á þeim leik en svo á eftir að koma í ljós hvort hann fari yfir höfuð fram.
Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Olís-deild karla Olís-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Fleiri fréttir Tveggja marka tap í toppslagnum Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Í beinni: Keflavík - Valur | Meistarar mætast Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Í beinni: Þór Þ. - ÍR | Gætu orðið jöfn að leik loknum Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Sögulegur árangur Portúgals á HM Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Borðuðu aldrei kvöldmat saman „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Lífið leikur við Kessler „Íslenska liðið lítur vel út“ Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til „Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Sjá meira