Hvað þarf Ísland? Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 26. maí 2020 08:00 Ísland þarf fjárfestingaáætlun. Metnaðarfulla áætlun þar sem við lítum til framtíðar. Í síðasta hruni setti ríkisstjórn Samfylkingarinnar, fram sérstaka fjárfestingaáætlun fyrir Ísland. Áherslan var á grænt hagkerfi nýsköpunar, hagvaxtar og fjölbreytni í atvinnulífi. Þessi áætlun var meðal annars fjármögnuð með auðlindagjöldum. Núna þarf þjóðin að fá áætlun og aukinn arð af sínum eigin auðlindum. Ef ekki núna, hvenær þá? 6 atriði Hins vegar bólar ekkert á slíkri framtíðarsýn hjá þessari ríkisstjórn. Þar virðist einn maður stjórna, formaður Sjálfstæðisflokksins, og restin klappar honum lof í lófa. Förum yfir sex atriði: Eitt helsta úrræði ríkisstjórnarinnar núna er að niðurgreiða uppsagnir á fólki og setja fólk á atvinnuleysisbætur. Það er engin sýn hjá þessari ríkisstjórn í að búa til störf. Þegar ég nefndi að við ættum að gera eins og allir aðrir gera í nágrannalöndunum, það er að fjölga opinberum störfum, eins og hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum, kennurum, lögreglumönnum, vísindafólki o.s.frv. kallaði formaður Sjálfstæðisflokksins það „verstu hugmynd sem hann hefði heyrt“. Þetta er hins vegar hugmynd sem The Economist, IMF og Financial Times hafa öll nýverið sett fram. Sem betur fer er Sjálfstæðisflokkurinn ekki við stjórnvölinn annars staðar en því miður er hann það hér. Minna en 5% af aðgerðum ríkisstjórnarinnar fer í nýsköpun. Það er nær ekkert. Ríkisstjórnarflokkarnir fella ítrekað tillögur Samfylkingarinnar um að setja meira í rannsóknir, sóknaráætlanir, nýsköpun og tækniþróun. Með auknum stuðningi við nýsköpun styðjum við einmitt einkaframtakið og búum í haginn fyrir framtíðina. Við vitum ekkert hvert næsta Marel eða Meniga verður. Fjáraukarnir tveir sem ríkisstjórnin er búin að afgreiða auka ríkisútgjöldin einungis um 4%. Þar af var flýting framkvæmda minna en 2% aukning á ríkisútgjöldum. Það er allt of sumt. Í hvaða heimi er það nóg til að mæta dýpstu kreppu í 100 ár? Þegar eftirspurnin á einkamarkaði hrynur á hið opinbera að skapa eftirspurn á móti. Það styrkir atvinnulífið og einkaframtakið. Sá lærdómur fékkst fyrir 100 árum en virðist ekki hafa borist upp í Valhöll. Ríkisstjórnin hlustaði loks á hugmynd Samfylkingarinnar að fjölga listamannalaunum en betur má ef duga skal. Flokkarnir höfnuðu þó að fjölga enn meira í þeim hópi eins og ég lagði til og vilja þeir frekar að fólk fari á atvinnuleysisbætur í stað þess að vinna við listsköpun. Einnig felldu ríkisstjórnarflokkarnir tillögur okkar um aukna fjármuni í Kvikmyndasjóð en það hefði bókstaflega búið til pening fyrir ríkið í fjölgun starfa og auknum umsvifum. Hinn svokallaði félagslegi pakki þessarar ríkisstjórnar vegna faraldursins nemur lægri upphæð en fyrirhuguð lækkun veiðileyfagjalda ríkisstjórnarinnar á kjörtímabilinu. Þessir flokkar keyrðu meira að segja í gegn í síðustu viku lækkun skatta á fyrirtæki sem „kaupa stór skip“. Þessari ríkisstjórn fannst ekkert mál að fella á svipuðum tíma tillögu þess efnis að námsmenn gætu fengið atvinnuleysisbætur þetta sumarið. Námsmenn eru auðvitað ekki stórútgerðarmenn. Til að toppa vitleysuna hjá ríkistjórnarflokkunum þremur felldu þeir tillögu á Alþingi um hér væri tryggt að fyrirtæki sem eru með eignarhald í skattaskjóli nytu ekki opinber stuðnings. Af hverju ætli það sé? Kusu kjósendur VG og Framsóknar sína flokka með þetta í huga? Fjárfestingaáætlun fyrir Ísland Í síðasta hruni þurftu jafnaðarmenn að taka til eftir óstjórn Sjálfstæðismanna. Það verður án efa það sama upp á teningnum núna. Það er nauðsynlegt að hér taki við stjórnmálaflokkar sem hafi framtíðarsýn í uppbyggingu til framtíðar. Samfylkingin vill búa til störf en ekki tala þau niður eða bara niðurgreiða uppsagnir á störfum. Samfylkingin vill fjárfesta í nýsköpun og list í stað skattalækkana til stórútgerðarinnar og hugsanlegs stuðnings til skattaskjóla. Samfylkingin vill græna og metnaðarfulla fjárfestingaáætlun sem tekur til almannahagsmuna en ekki sérhagsmuna. Nú er tíminn fyrir það. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Ísland þarf fjárfestingaáætlun. Metnaðarfulla áætlun þar sem við lítum til framtíðar. Í síðasta hruni setti ríkisstjórn Samfylkingarinnar, fram sérstaka fjárfestingaáætlun fyrir Ísland. Áherslan var á grænt hagkerfi nýsköpunar, hagvaxtar og fjölbreytni í atvinnulífi. Þessi áætlun var meðal annars fjármögnuð með auðlindagjöldum. Núna þarf þjóðin að fá áætlun og aukinn arð af sínum eigin auðlindum. Ef ekki núna, hvenær þá? 6 atriði Hins vegar bólar ekkert á slíkri framtíðarsýn hjá þessari ríkisstjórn. Þar virðist einn maður stjórna, formaður Sjálfstæðisflokksins, og restin klappar honum lof í lófa. Förum yfir sex atriði: Eitt helsta úrræði ríkisstjórnarinnar núna er að niðurgreiða uppsagnir á fólki og setja fólk á atvinnuleysisbætur. Það er engin sýn hjá þessari ríkisstjórn í að búa til störf. Þegar ég nefndi að við ættum að gera eins og allir aðrir gera í nágrannalöndunum, það er að fjölga opinberum störfum, eins og hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum, kennurum, lögreglumönnum, vísindafólki o.s.frv. kallaði formaður Sjálfstæðisflokksins það „verstu hugmynd sem hann hefði heyrt“. Þetta er hins vegar hugmynd sem The Economist, IMF og Financial Times hafa öll nýverið sett fram. Sem betur fer er Sjálfstæðisflokkurinn ekki við stjórnvölinn annars staðar en því miður er hann það hér. Minna en 5% af aðgerðum ríkisstjórnarinnar fer í nýsköpun. Það er nær ekkert. Ríkisstjórnarflokkarnir fella ítrekað tillögur Samfylkingarinnar um að setja meira í rannsóknir, sóknaráætlanir, nýsköpun og tækniþróun. Með auknum stuðningi við nýsköpun styðjum við einmitt einkaframtakið og búum í haginn fyrir framtíðina. Við vitum ekkert hvert næsta Marel eða Meniga verður. Fjáraukarnir tveir sem ríkisstjórnin er búin að afgreiða auka ríkisútgjöldin einungis um 4%. Þar af var flýting framkvæmda minna en 2% aukning á ríkisútgjöldum. Það er allt of sumt. Í hvaða heimi er það nóg til að mæta dýpstu kreppu í 100 ár? Þegar eftirspurnin á einkamarkaði hrynur á hið opinbera að skapa eftirspurn á móti. Það styrkir atvinnulífið og einkaframtakið. Sá lærdómur fékkst fyrir 100 árum en virðist ekki hafa borist upp í Valhöll. Ríkisstjórnin hlustaði loks á hugmynd Samfylkingarinnar að fjölga listamannalaunum en betur má ef duga skal. Flokkarnir höfnuðu þó að fjölga enn meira í þeim hópi eins og ég lagði til og vilja þeir frekar að fólk fari á atvinnuleysisbætur í stað þess að vinna við listsköpun. Einnig felldu ríkisstjórnarflokkarnir tillögur okkar um aukna fjármuni í Kvikmyndasjóð en það hefði bókstaflega búið til pening fyrir ríkið í fjölgun starfa og auknum umsvifum. Hinn svokallaði félagslegi pakki þessarar ríkisstjórnar vegna faraldursins nemur lægri upphæð en fyrirhuguð lækkun veiðileyfagjalda ríkisstjórnarinnar á kjörtímabilinu. Þessir flokkar keyrðu meira að segja í gegn í síðustu viku lækkun skatta á fyrirtæki sem „kaupa stór skip“. Þessari ríkisstjórn fannst ekkert mál að fella á svipuðum tíma tillögu þess efnis að námsmenn gætu fengið atvinnuleysisbætur þetta sumarið. Námsmenn eru auðvitað ekki stórútgerðarmenn. Til að toppa vitleysuna hjá ríkistjórnarflokkunum þremur felldu þeir tillögu á Alþingi um hér væri tryggt að fyrirtæki sem eru með eignarhald í skattaskjóli nytu ekki opinber stuðnings. Af hverju ætli það sé? Kusu kjósendur VG og Framsóknar sína flokka með þetta í huga? Fjárfestingaáætlun fyrir Ísland Í síðasta hruni þurftu jafnaðarmenn að taka til eftir óstjórn Sjálfstæðismanna. Það verður án efa það sama upp á teningnum núna. Það er nauðsynlegt að hér taki við stjórnmálaflokkar sem hafi framtíðarsýn í uppbyggingu til framtíðar. Samfylkingin vill búa til störf en ekki tala þau niður eða bara niðurgreiða uppsagnir á störfum. Samfylkingin vill fjárfesta í nýsköpun og list í stað skattalækkana til stórútgerðarinnar og hugsanlegs stuðnings til skattaskjóla. Samfylkingin vill græna og metnaðarfulla fjárfestingaáætlun sem tekur til almannahagsmuna en ekki sérhagsmuna. Nú er tíminn fyrir það. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun