Trump lýsir yfir neyðarástandi í Bandaríkjunum vegna veirunnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. mars 2020 20:10 Trump heldur ávarp sitt í Hvíta húsinu í kvöld. Vísir/getty Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti nú í kvöld yfir neyðarástandi í Bandaríkjunum vegna faraldurs kórónuveiru. Ríkisstjórn hans verður þannig heimilt að veita allt að 50 milljörðum Bandaríkjadala í baráttu yfirvalda við veiruna. Þessu greindi Trump frá í ávarpi sem sent var beint út frá Hvíta húsinu í kvöld. Forsetinn kvaðst lýsa yfir neyðarástandi til að „leysa úr læðingi fullan kraft alríkisstjórnarinnar.“ Þá hvatti hann öll ríki Bandaríkjanna til að koma á fót neyðarmiðstöðvum í baráttu sinni við veiruna. Milljörðunum verður varið í ýmiss konar neyðaraðstoð í ríkjum Bandaríkjanna. watch on YouTube Í frétt Reuters segir að afar fátítt sé að neyðarástandi sé lýst yfir vegna smitsjúkdómafaraldurs í Bandaríkjunum. Úrræðinu var beitt árið 2000 í forsetatíð Bill Clinton vegna vesturnílarveirunnar (e. West Nile virus). Trump hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir viðbrögð sín við faraldrinum og ummæli um hann síðustu daga. Hann hefur verið sakaður um að hafa dregið verulega úr alvarleika málsins og þá hefur lengi verið þrýst á hann að lýsa yfir neyðarástandi í landinu. Fyrr í dag gagnrýndi forsetinn Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) harðlega á Twitter. Hann sagði forsvarsmenn stofnunarinnar hafa varið áratugum í að skoða viðbragðskerfi hennar og sakaði þá um aðgerðaleysi. Staðfest kórónuveirusmit í Bandaríkjunum eru um 1700 og dauðsföll af völdum veirunnar eru fjörutíu. Fyrr í vikunni kom Trump á ferðabanni frá Schengen-svæðinu í Evrópu til Bandaríkjanna vegna veirunnar. Bannið nær m.a. til Íslands og er talið munu hafa víðtæk áhrif á samgöngur og efnahagslíf hér á landi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Fella niður notendagjöld á Keflavíkurflugvelli meðan ferðabannið er í gildi Isavia mun fella tímabundið niður notendagjöld á Keflavíkurflugvelli, að því er fram kemur í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. 13. mars 2020 18:03 Trump og Pence ætla ekki að gangast undir rannsókn Hvorki Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, né Mike Pence, varaforseti, munu gangast undir rannsókn við Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, eftir að brasilískur embættismaður sem fundaði nýverið með þeim greindist með veiruna. 13. mars 2020 13:58 Guðlaugur Þór fundar með bandaríska utanríkisráðherranum í næstu viku Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, ætlar að funda með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um ferðabann sem Bandaríkjastjórn ætlar að leggja á Evrópu í Washington-borg á fimmtudag í næstu viku. 13. mars 2020 10:52 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Erlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Erlent Fleiri fréttir Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti nú í kvöld yfir neyðarástandi í Bandaríkjunum vegna faraldurs kórónuveiru. Ríkisstjórn hans verður þannig heimilt að veita allt að 50 milljörðum Bandaríkjadala í baráttu yfirvalda við veiruna. Þessu greindi Trump frá í ávarpi sem sent var beint út frá Hvíta húsinu í kvöld. Forsetinn kvaðst lýsa yfir neyðarástandi til að „leysa úr læðingi fullan kraft alríkisstjórnarinnar.“ Þá hvatti hann öll ríki Bandaríkjanna til að koma á fót neyðarmiðstöðvum í baráttu sinni við veiruna. Milljörðunum verður varið í ýmiss konar neyðaraðstoð í ríkjum Bandaríkjanna. watch on YouTube Í frétt Reuters segir að afar fátítt sé að neyðarástandi sé lýst yfir vegna smitsjúkdómafaraldurs í Bandaríkjunum. Úrræðinu var beitt árið 2000 í forsetatíð Bill Clinton vegna vesturnílarveirunnar (e. West Nile virus). Trump hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir viðbrögð sín við faraldrinum og ummæli um hann síðustu daga. Hann hefur verið sakaður um að hafa dregið verulega úr alvarleika málsins og þá hefur lengi verið þrýst á hann að lýsa yfir neyðarástandi í landinu. Fyrr í dag gagnrýndi forsetinn Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) harðlega á Twitter. Hann sagði forsvarsmenn stofnunarinnar hafa varið áratugum í að skoða viðbragðskerfi hennar og sakaði þá um aðgerðaleysi. Staðfest kórónuveirusmit í Bandaríkjunum eru um 1700 og dauðsföll af völdum veirunnar eru fjörutíu. Fyrr í vikunni kom Trump á ferðabanni frá Schengen-svæðinu í Evrópu til Bandaríkjanna vegna veirunnar. Bannið nær m.a. til Íslands og er talið munu hafa víðtæk áhrif á samgöngur og efnahagslíf hér á landi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Fella niður notendagjöld á Keflavíkurflugvelli meðan ferðabannið er í gildi Isavia mun fella tímabundið niður notendagjöld á Keflavíkurflugvelli, að því er fram kemur í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. 13. mars 2020 18:03 Trump og Pence ætla ekki að gangast undir rannsókn Hvorki Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, né Mike Pence, varaforseti, munu gangast undir rannsókn við Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, eftir að brasilískur embættismaður sem fundaði nýverið með þeim greindist með veiruna. 13. mars 2020 13:58 Guðlaugur Þór fundar með bandaríska utanríkisráðherranum í næstu viku Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, ætlar að funda með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um ferðabann sem Bandaríkjastjórn ætlar að leggja á Evrópu í Washington-borg á fimmtudag í næstu viku. 13. mars 2020 10:52 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Erlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Erlent Fleiri fréttir Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Sjá meira
Fella niður notendagjöld á Keflavíkurflugvelli meðan ferðabannið er í gildi Isavia mun fella tímabundið niður notendagjöld á Keflavíkurflugvelli, að því er fram kemur í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. 13. mars 2020 18:03
Trump og Pence ætla ekki að gangast undir rannsókn Hvorki Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, né Mike Pence, varaforseti, munu gangast undir rannsókn við Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, eftir að brasilískur embættismaður sem fundaði nýverið með þeim greindist með veiruna. 13. mars 2020 13:58
Guðlaugur Þór fundar með bandaríska utanríkisráðherranum í næstu viku Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, ætlar að funda með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um ferðabann sem Bandaríkjastjórn ætlar að leggja á Evrópu í Washington-borg á fimmtudag í næstu viku. 13. mars 2020 10:52