Skaðræðisfrumvarp dregur tennurnar úr upplýsingalögum Þórir Guðmundsson skrifar 27. maí 2020 08:00 Upplýsingalög hafa þann yfirlýsta tilgang að tryggja gegnsæi í stjórnsýslu. Þau hafa þó ýmsa annmarka og sá stærsti er að mikill dráttur getur orðið á afgreiðslu mála ef opinberar stofnanir neita að láta gögn af hendi. Algengur afgreiðslutími úrskurðarnefndar um upplýsingamál er sex mánuðir eða meir. Breytingar á lögunum í þá átt að stytta þennan tíma eru aðkallandi. Þetta benti fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar á í fyrra, síðast þegar lögunum var breytt. Nú ætla stjórnvöld, þvert á móti, að bregða fæti fyrir upplýsingagjöfina með því að gefa einkaaðilum færi á að trufla hana og tefja, og skaða með því upplýsingarétt almennings. Það gera þau með frumvarpi um „réttarstöðu þriðja aðila,“ sem mun, ef það verður samþykkt, lengja afgreiðslutíma sumra mála enn meir. Þann 12. mars, í miðjum kórónuveirufaraldri, mælti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fyrir frumvarpinu á þingi. Strax þá komu upp spurningar um afgreiðslutímann og var fátt um svör. Úrskurðarnefnd varar við frumvarpinu Sjálf úrskurðarnefnd um upplýsingamál varar við því að frumvarpið nái óbreytt fram að ganga. Meðal annars sé hætt við að opinberir aðilar hafni beiðnum um upplýsingagjöf á grundvelli þess að hún útheimti of mikla vinnu, sem er undanþáguákvæði í núgildandi lögum. Nefndin er sjálfstæð en tilheyrir sama forsætisráðuneyti og lagði þetta óþurftarfrumvarp fram. Í umsögn um frumvarpsdrögin segist nefndin vera „uggandi yfir að tafir verði á meðferð gagnabeiðna“ og að hætta sé á að stjórnendur stofnana sem hafa beiðnir til afgreiðslu líti svo á að þeir þurfi að bera þær undir þriðja aðila „í hvert sinn sem þeir telja upplýsingar geta varðað einkahagsmuni.“ Dæmin sem úrskurðarnefndin tekur eru nánast hrollvekjandi. Í máli sem varðaði Ríkisútvarpið ohf hefði RÚV þurft að leita eftir afstöðu 120 aðila um skoðun á upplýsingabeiðninni. Í máli sem varðaði Matvælastofnun hefði þurft að hafa samband við hvern einasta sauðfjárbónda á landinu til að gefa honum kost á að gera athugasemdir. Almenningur má bíða þolinmóður Hinir svokölluðu þriðju aðilar geta ekki bara mótmælt, samkvæmt frumvarpinu; þeir geta skotið málum til dómstóla. Á meðan má almenningur bíða þolinmóður. Í lítilli stjórnsýslu er augljóst hver afleiðingin getur orðið: enn verður dregið úr mætti upplýsingalaga. Einstaklingar og fyrirtæki sem vilja koma í veg fyrir að fjölmiðlar og almenningur fái gögn frá opinberum aðilum geta spilað á kerfið og tafið mál nánast til eilífðar. Mikilvægt hlutverk fjölmiðla er að veita stjórnvöldum aðhald. Dæmi um slíkt aðhald er umræðan sem varð um stórfyrirtæki, sem nýttu sér hlutabótaleið stjórnvalda á sama tíma og þau skiluðu ágætum hagnaði og gátu jafnvel greitt eigendum sínum arð. Ímyndum okkur að frumvarpið um réttarstöðu þriðja aðila hefði verið komið í lög fyrr á árinu. Ímyndum okkur sömuleiðis að fjölmiðlar hefðu þurft að leita til úrskurðarnefndar um upplýsingamál til að fá að vita hvaða fyrirtæki hefðu nýtt sér hlutabótaleiðina. Þá hefði nefndin þurft að senda bréf til allra 6.320 fyrirtækjanna og vinna úr svörum þeirra. Hefði úrskurðurinn verið fjölmiðlum í hag þá hefði hvert og eitt þessara fyrirtækja getað skotið málinu til dómstóla. Loks þegar niðurstaða hefði fengist – að minnsta kosti eftir einhverja mánuði og hugsanlega eftir einhver ár – þá væri málið fyrir löngu úr sögunni og enginn þrýstingur lengur á viðkomandi fyrirtæki. Tilgangurinn að tefja? Og þar er komið að kjarna málsins. Tilgangur „þriðja aðila“ með kærum og dómstólameðferð er ekki endilega sá að komast að réttri niðurstöðu. Hann getur allt eins verið að tefja mál þar til þau eru orðin úrelt. Í þessu litla frumvarpi tekst forsætisráðherra sömuleiðis að leggja til að draga enn frekar tennurnar úr upplýsingalögum með undanþáguákvæði fyrir Framkvæmdasýslu ríkisins. Sú stofnun, sem stýrir verklegum framkvæmdum fyrir hönd ríkisins, á að fá sérstakt leyfi til að leyna gögnum með því að merkja þau sem vinnugögn umfram það sem aðrir geta gert. Einsýnt er að aðrar stofnanir munu sækjast eftir svona undanþágu líka og með því smám saman útvatna upplýsingalög. Frumvarpið er runnið undan rifjum Samtaka atvinnulífsins, sem að auki vilja að „þriðju aðilar“ fái tvær vikur en ekki bara eina til að mótmæla afhendingu gagna. Þá finnst samtökunum rétt að hver sem óskar eftir gögnum á grundvelli upplýsingalaga borgi fyrir viðvikið. Sú óforskammaða tillaga er áhugaverð vísbending um tilgang samtakanna með því að þrýsta á um frumvarpið. Augljóst er hvaða einkaaðilar hafa afl til að þvæla einstaka málum fyrir úrskurðarnefnd og síðar dómstóla verði frumvarpið að lögum. Það eru stærri fyrirtæki og fyrir þeim vakir ekki að styrkja upplýsingarétt almennings. Vonandi komast þingmenn fljótt að því hvers konar skaðræði þetta frumvarp er. Til lítils var barist fyrir opnari stjórnsýslu ef fyrirtæki geta brugðið fæti fyrir upplýsingagjöf hins opinbera og tafið hana þar til upplýsingarnar skipta ekki lengur máli. Höfundur er fréttastjóri Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Fjölmiðlar Þórir Guðmundsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Sjá meira
Upplýsingalög hafa þann yfirlýsta tilgang að tryggja gegnsæi í stjórnsýslu. Þau hafa þó ýmsa annmarka og sá stærsti er að mikill dráttur getur orðið á afgreiðslu mála ef opinberar stofnanir neita að láta gögn af hendi. Algengur afgreiðslutími úrskurðarnefndar um upplýsingamál er sex mánuðir eða meir. Breytingar á lögunum í þá átt að stytta þennan tíma eru aðkallandi. Þetta benti fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar á í fyrra, síðast þegar lögunum var breytt. Nú ætla stjórnvöld, þvert á móti, að bregða fæti fyrir upplýsingagjöfina með því að gefa einkaaðilum færi á að trufla hana og tefja, og skaða með því upplýsingarétt almennings. Það gera þau með frumvarpi um „réttarstöðu þriðja aðila,“ sem mun, ef það verður samþykkt, lengja afgreiðslutíma sumra mála enn meir. Þann 12. mars, í miðjum kórónuveirufaraldri, mælti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fyrir frumvarpinu á þingi. Strax þá komu upp spurningar um afgreiðslutímann og var fátt um svör. Úrskurðarnefnd varar við frumvarpinu Sjálf úrskurðarnefnd um upplýsingamál varar við því að frumvarpið nái óbreytt fram að ganga. Meðal annars sé hætt við að opinberir aðilar hafni beiðnum um upplýsingagjöf á grundvelli þess að hún útheimti of mikla vinnu, sem er undanþáguákvæði í núgildandi lögum. Nefndin er sjálfstæð en tilheyrir sama forsætisráðuneyti og lagði þetta óþurftarfrumvarp fram. Í umsögn um frumvarpsdrögin segist nefndin vera „uggandi yfir að tafir verði á meðferð gagnabeiðna“ og að hætta sé á að stjórnendur stofnana sem hafa beiðnir til afgreiðslu líti svo á að þeir þurfi að bera þær undir þriðja aðila „í hvert sinn sem þeir telja upplýsingar geta varðað einkahagsmuni.“ Dæmin sem úrskurðarnefndin tekur eru nánast hrollvekjandi. Í máli sem varðaði Ríkisútvarpið ohf hefði RÚV þurft að leita eftir afstöðu 120 aðila um skoðun á upplýsingabeiðninni. Í máli sem varðaði Matvælastofnun hefði þurft að hafa samband við hvern einasta sauðfjárbónda á landinu til að gefa honum kost á að gera athugasemdir. Almenningur má bíða þolinmóður Hinir svokölluðu þriðju aðilar geta ekki bara mótmælt, samkvæmt frumvarpinu; þeir geta skotið málum til dómstóla. Á meðan má almenningur bíða þolinmóður. Í lítilli stjórnsýslu er augljóst hver afleiðingin getur orðið: enn verður dregið úr mætti upplýsingalaga. Einstaklingar og fyrirtæki sem vilja koma í veg fyrir að fjölmiðlar og almenningur fái gögn frá opinberum aðilum geta spilað á kerfið og tafið mál nánast til eilífðar. Mikilvægt hlutverk fjölmiðla er að veita stjórnvöldum aðhald. Dæmi um slíkt aðhald er umræðan sem varð um stórfyrirtæki, sem nýttu sér hlutabótaleið stjórnvalda á sama tíma og þau skiluðu ágætum hagnaði og gátu jafnvel greitt eigendum sínum arð. Ímyndum okkur að frumvarpið um réttarstöðu þriðja aðila hefði verið komið í lög fyrr á árinu. Ímyndum okkur sömuleiðis að fjölmiðlar hefðu þurft að leita til úrskurðarnefndar um upplýsingamál til að fá að vita hvaða fyrirtæki hefðu nýtt sér hlutabótaleiðina. Þá hefði nefndin þurft að senda bréf til allra 6.320 fyrirtækjanna og vinna úr svörum þeirra. Hefði úrskurðurinn verið fjölmiðlum í hag þá hefði hvert og eitt þessara fyrirtækja getað skotið málinu til dómstóla. Loks þegar niðurstaða hefði fengist – að minnsta kosti eftir einhverja mánuði og hugsanlega eftir einhver ár – þá væri málið fyrir löngu úr sögunni og enginn þrýstingur lengur á viðkomandi fyrirtæki. Tilgangurinn að tefja? Og þar er komið að kjarna málsins. Tilgangur „þriðja aðila“ með kærum og dómstólameðferð er ekki endilega sá að komast að réttri niðurstöðu. Hann getur allt eins verið að tefja mál þar til þau eru orðin úrelt. Í þessu litla frumvarpi tekst forsætisráðherra sömuleiðis að leggja til að draga enn frekar tennurnar úr upplýsingalögum með undanþáguákvæði fyrir Framkvæmdasýslu ríkisins. Sú stofnun, sem stýrir verklegum framkvæmdum fyrir hönd ríkisins, á að fá sérstakt leyfi til að leyna gögnum með því að merkja þau sem vinnugögn umfram það sem aðrir geta gert. Einsýnt er að aðrar stofnanir munu sækjast eftir svona undanþágu líka og með því smám saman útvatna upplýsingalög. Frumvarpið er runnið undan rifjum Samtaka atvinnulífsins, sem að auki vilja að „þriðju aðilar“ fái tvær vikur en ekki bara eina til að mótmæla afhendingu gagna. Þá finnst samtökunum rétt að hver sem óskar eftir gögnum á grundvelli upplýsingalaga borgi fyrir viðvikið. Sú óforskammaða tillaga er áhugaverð vísbending um tilgang samtakanna með því að þrýsta á um frumvarpið. Augljóst er hvaða einkaaðilar hafa afl til að þvæla einstaka málum fyrir úrskurðarnefnd og síðar dómstóla verði frumvarpið að lögum. Það eru stærri fyrirtæki og fyrir þeim vakir ekki að styrkja upplýsingarétt almennings. Vonandi komast þingmenn fljótt að því hvers konar skaðræði þetta frumvarp er. Til lítils var barist fyrir opnari stjórnsýslu ef fyrirtæki geta brugðið fæti fyrir upplýsingagjöf hins opinbera og tafið hana þar til upplýsingarnar skipta ekki lengur máli. Höfundur er fréttastjóri Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun