Fjölnismenn, sem verða nýliðar í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í sumar, tóku á móti HK í æfingaleik í Grafarvogi í kvöld nú þegar styttist í að Íslandsmótið hefjist.
Liðin gerðu 1-1 jafntefli en samkvæmt Twitter-síðu Fjölnis var það Arnþór Ari Atlason sem kom HK yfir í byrjun síðari hálfleiks áður en Hallvarður Óskar Sigurðarson jafnaði metin skömmu síðar úr vítaspyrnu.
Leik lokið. 1-1. Arnþór Ari Atlason kom HK yfir í byrjun síðari háfleiks. Hallvarður Óskar Sigurðarson jafnaði skömmu síðar með marki úr vítaspyrnu. #FélagiðOkkar
— Fjölnir FC (@Fjolnir_FC) May 26, 2020
Fjölnir sækir Víking R. heim í fyrstu umferð Pepsi Max-deildarinnar og er áætlað að leikurinn fari fram sunnudaginn 14. júní kl. 18. HK tekur hins vegar á móti FH í Kórnum kl. 13.30 sama dag.
Grindavík og ÍR mættust einnig í æfingaleik í kvöld. Grindavík leikur í 1. deild í sumar en ÍR í 2. deild. Guðmundur Magnússon og Dagur Ingi Hammer Gunnarsson skoruðu mörk Grindvíkinga.
Góður 2-0 sigur gegn ÍR í kvöld. Gummi Magg og Dagur Hammer með mörkin. Næsti leikur gegn @Fjolnir_FC á laugardag kl. 12.00.
— UMFG - Ungmennafélag Grindavíkur (@umfg) May 26, 2020
Áfram Grindavík!