Kim Kielsen myndar nýja landsstjórn á Grænlandi Kristján Már Unnarsson skrifar 30. maí 2020 08:10 Stjórnarsáttmálinn undirritaður í Nuuk í gær. Kim Kielsen í miðið, Vittus Qujaukitsoq til vinstri og Nivi Olsen til hægri. Mynd/Naalakkersuisut. Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, kynnti nýja landsstjórn á fréttamannafundi í Nuuk í gær. Demokraterne, flokkur með 6 þingmenn, sem áður varði minnihlutastjórn Siumut-flokksins og Nunatta Qitornai-flokksins falli, gerðist aðili að stjórninni, sem þar með varð meirihlutastjórn með 17 þingmenn af 31 á grænlenska þinginu. Demokraterne telst frjálslyndur flokkur hægra megin við miðju og hefur haft efasemdir um að Grænland eigi að stíga frekari skref til sjálfstæðis frá Danmörku. Formaður flokksins, Nivi Olsen, skýrði frá því að helsta krafa flokksins í stjórnarmyndunarviðræðunum hefði verið sú að ekki skyldu leggjast á nýir skattar né gjöld. „Þetta er stór dagur fyrir flokkinn okkar og það var ekki auðveld ákvörðun að ganga til liðs við stjórnina. Við hefðum getað valið að standa fyrir utan en það er ekki í okkar eðli að sitja hjá. Við öxlum ábyrgð og ætlum núna að verða hluti af stjórnarsamstarfinu,“ sagði Nivi Olsen. Hún tekur þó sjálf ekki sæti í stjórninni, en flokkur hennar fékk þrjú ráðherraembætti; utanríkis- og orkumál, atvinnu- og jarðefnamál, og heilbrigðismál. Kim Kielsen fékk mikla athygli á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Reykjavík í ágúst í fyrrasumar eftir að Donald Trump sagðist vilja kaupa Grænland.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Óróleiki og upphlaup hafa einkennt grænlensk stjórnmál um langt skeið og ráðherrar komið og farið úr stjórn Kielsens. Þá mátti hann nýlega þola uppreisn innan eigin flokks, Siumut, þar sem gerð var tilraun til að fella hann úr leiðtogasætinu. Sjá hér: Kim Kielsen hélt velli á Grænlandi Samstarfsflokkurinn, Nunatta Qitornai, en nafnið þýðir Afkomendur lands vors, byrjaði raunar sem klofningsbrot úr Siumut-flokknum árið 2017. Stofnandi flokksins og formaður, Vittus Qujaukitsoq, hafði áður gegnt ráðherraembætti fyrir Siumut en hann er núna fjármálaráðherra. Eftir þingkosningar vorið 2018 myndaði Kim Kielsen fjögurra flokka stjórn, sem svo sprakk með látum um haustið vegna ágreinings um fjárstuðning dönsku ríkisstjórnarinnar til flugvallauppbyggingar. Kielsen myndaði þá þriggja flokka minnihlutastjórn eftir pólitísk hrossakaup um gerð ellefu flugvalla og eins vegar. Sjá hér: Kielsen tryggði flugvallagerð og fyrsta þjóðveg Grænlands Sú stjórn entist þó aðeins fram á vor 2019 þegar Atassut-flokkurinn yfirgaf stjórnarsamstarfið. Frétt Stöðvar 2 af því þegar grænlenska stjórnin sprakk vegna flugvallasamningsins haustið 2018 má sjá hér: Grænland Norðurslóðir Danmörk Tengdar fréttir Segir stuðning við Grænlendinga svar við ásælni Rússa og Kínverja Efnahagsaðstoð Bandaríkjastjórnar við Grænlendinga er svar við aukinni ásælni bæði Rússa og Kínverja á norðurslóðum. Þetta má sjá í grein bandaríska sendiherrans í Danmörku. 24. apríl 2020 13:21 Rútujeppi úr áli vísir að íslenskri bílaframleiðslu Íslenskt fyrirtæki hefur samið við Grænlendinga um að sérsmíða umhverfisvæna bíla til að nota á fyrsta þjóðvegi Grænlands. Þetta yrði fyrsti raðsmíðaði íslenski bíllinn og byggður á áratuga reynslu Íslendinga af jeppaferðamennsku á hálendinu. 14. maí 2020 22:24 Fyrsti þjóðvegur Grænlands byrjar sem mjór fjórhjólaslóði Fyrsti áfangi í lagningu fyrsta þjóðvegar Grænlands, sem kallaður verður Arctic Circle Road, hefur verið boðinn út. Vegna fjárskort er fyrsti áfangi þó aðeins hugsaður sem mjór fjórhjólaslóði. 11. maí 2020 16:47 Kielsen kynnti olíukóngum Texas útboð Grænlendinga Grænlensk stjórnvöld hafa kynnt áætlun um að bjóða út olíuleit á fimm svæðum á næstu tveimur árum, þar á meðal á tveimur við Austur-Grænland, þeirri hlið sem snýr að Íslandi. 18. febrúar 2020 22:15 Ístak í hópi verktaka sem fá að bjóða í nýjan aðalflugvöll Suður-Grænlands Gerð nýs flugvallar er að hefjast á Suður-Grænlandi og verður það þriðja stóra flugvallarverkefnið sem Grænlendingar setja í gang um þessar mundir. 12. febrúar 2020 22:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, kynnti nýja landsstjórn á fréttamannafundi í Nuuk í gær. Demokraterne, flokkur með 6 þingmenn, sem áður varði minnihlutastjórn Siumut-flokksins og Nunatta Qitornai-flokksins falli, gerðist aðili að stjórninni, sem þar með varð meirihlutastjórn með 17 þingmenn af 31 á grænlenska þinginu. Demokraterne telst frjálslyndur flokkur hægra megin við miðju og hefur haft efasemdir um að Grænland eigi að stíga frekari skref til sjálfstæðis frá Danmörku. Formaður flokksins, Nivi Olsen, skýrði frá því að helsta krafa flokksins í stjórnarmyndunarviðræðunum hefði verið sú að ekki skyldu leggjast á nýir skattar né gjöld. „Þetta er stór dagur fyrir flokkinn okkar og það var ekki auðveld ákvörðun að ganga til liðs við stjórnina. Við hefðum getað valið að standa fyrir utan en það er ekki í okkar eðli að sitja hjá. Við öxlum ábyrgð og ætlum núna að verða hluti af stjórnarsamstarfinu,“ sagði Nivi Olsen. Hún tekur þó sjálf ekki sæti í stjórninni, en flokkur hennar fékk þrjú ráðherraembætti; utanríkis- og orkumál, atvinnu- og jarðefnamál, og heilbrigðismál. Kim Kielsen fékk mikla athygli á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Reykjavík í ágúst í fyrrasumar eftir að Donald Trump sagðist vilja kaupa Grænland.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Óróleiki og upphlaup hafa einkennt grænlensk stjórnmál um langt skeið og ráðherrar komið og farið úr stjórn Kielsens. Þá mátti hann nýlega þola uppreisn innan eigin flokks, Siumut, þar sem gerð var tilraun til að fella hann úr leiðtogasætinu. Sjá hér: Kim Kielsen hélt velli á Grænlandi Samstarfsflokkurinn, Nunatta Qitornai, en nafnið þýðir Afkomendur lands vors, byrjaði raunar sem klofningsbrot úr Siumut-flokknum árið 2017. Stofnandi flokksins og formaður, Vittus Qujaukitsoq, hafði áður gegnt ráðherraembætti fyrir Siumut en hann er núna fjármálaráðherra. Eftir þingkosningar vorið 2018 myndaði Kim Kielsen fjögurra flokka stjórn, sem svo sprakk með látum um haustið vegna ágreinings um fjárstuðning dönsku ríkisstjórnarinnar til flugvallauppbyggingar. Kielsen myndaði þá þriggja flokka minnihlutastjórn eftir pólitísk hrossakaup um gerð ellefu flugvalla og eins vegar. Sjá hér: Kielsen tryggði flugvallagerð og fyrsta þjóðveg Grænlands Sú stjórn entist þó aðeins fram á vor 2019 þegar Atassut-flokkurinn yfirgaf stjórnarsamstarfið. Frétt Stöðvar 2 af því þegar grænlenska stjórnin sprakk vegna flugvallasamningsins haustið 2018 má sjá hér:
Grænland Norðurslóðir Danmörk Tengdar fréttir Segir stuðning við Grænlendinga svar við ásælni Rússa og Kínverja Efnahagsaðstoð Bandaríkjastjórnar við Grænlendinga er svar við aukinni ásælni bæði Rússa og Kínverja á norðurslóðum. Þetta má sjá í grein bandaríska sendiherrans í Danmörku. 24. apríl 2020 13:21 Rútujeppi úr áli vísir að íslenskri bílaframleiðslu Íslenskt fyrirtæki hefur samið við Grænlendinga um að sérsmíða umhverfisvæna bíla til að nota á fyrsta þjóðvegi Grænlands. Þetta yrði fyrsti raðsmíðaði íslenski bíllinn og byggður á áratuga reynslu Íslendinga af jeppaferðamennsku á hálendinu. 14. maí 2020 22:24 Fyrsti þjóðvegur Grænlands byrjar sem mjór fjórhjólaslóði Fyrsti áfangi í lagningu fyrsta þjóðvegar Grænlands, sem kallaður verður Arctic Circle Road, hefur verið boðinn út. Vegna fjárskort er fyrsti áfangi þó aðeins hugsaður sem mjór fjórhjólaslóði. 11. maí 2020 16:47 Kielsen kynnti olíukóngum Texas útboð Grænlendinga Grænlensk stjórnvöld hafa kynnt áætlun um að bjóða út olíuleit á fimm svæðum á næstu tveimur árum, þar á meðal á tveimur við Austur-Grænland, þeirri hlið sem snýr að Íslandi. 18. febrúar 2020 22:15 Ístak í hópi verktaka sem fá að bjóða í nýjan aðalflugvöll Suður-Grænlands Gerð nýs flugvallar er að hefjast á Suður-Grænlandi og verður það þriðja stóra flugvallarverkefnið sem Grænlendingar setja í gang um þessar mundir. 12. febrúar 2020 22:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Segir stuðning við Grænlendinga svar við ásælni Rússa og Kínverja Efnahagsaðstoð Bandaríkjastjórnar við Grænlendinga er svar við aukinni ásælni bæði Rússa og Kínverja á norðurslóðum. Þetta má sjá í grein bandaríska sendiherrans í Danmörku. 24. apríl 2020 13:21
Rútujeppi úr áli vísir að íslenskri bílaframleiðslu Íslenskt fyrirtæki hefur samið við Grænlendinga um að sérsmíða umhverfisvæna bíla til að nota á fyrsta þjóðvegi Grænlands. Þetta yrði fyrsti raðsmíðaði íslenski bíllinn og byggður á áratuga reynslu Íslendinga af jeppaferðamennsku á hálendinu. 14. maí 2020 22:24
Fyrsti þjóðvegur Grænlands byrjar sem mjór fjórhjólaslóði Fyrsti áfangi í lagningu fyrsta þjóðvegar Grænlands, sem kallaður verður Arctic Circle Road, hefur verið boðinn út. Vegna fjárskort er fyrsti áfangi þó aðeins hugsaður sem mjór fjórhjólaslóði. 11. maí 2020 16:47
Kielsen kynnti olíukóngum Texas útboð Grænlendinga Grænlensk stjórnvöld hafa kynnt áætlun um að bjóða út olíuleit á fimm svæðum á næstu tveimur árum, þar á meðal á tveimur við Austur-Grænland, þeirri hlið sem snýr að Íslandi. 18. febrúar 2020 22:15
Ístak í hópi verktaka sem fá að bjóða í nýjan aðalflugvöll Suður-Grænlands Gerð nýs flugvallar er að hefjast á Suður-Grænlandi og verður það þriðja stóra flugvallarverkefnið sem Grænlendingar setja í gang um þessar mundir. 12. febrúar 2020 22:00
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent