Manchester United framlengir lánssamning Ighalo Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júní 2020 11:45 Odion Ighalo fagnar ásamt Luke Shaw og Scott McTominay. vísir/getty Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United hefur staðfest að Odion Ighalo verði áfram hjá félaginu þangað til í janúar á næsta ári. Sky Sports staðfesti þetta fyrir hádegi í dag en þetta hefur legið í loftinu síðustu daga. Enska félagið hefur einnig gefið út yfirlýsingu þar sem þeir staðfesta að Ighalo verði áfram í herbúðum liðsins. Official announcement on @IghaloJude #MUFC— Manchester United (@ManUtd) June 1, 2020 Þá er talið að nígeríski framherjinn muni skrifa undir framlengingu á samningi sínum við Shanghai Shenhua til ársins 2024. Mun sá samningur gefa Ighalo 400 þúsund pund í vikulaun eða rúmlega 67 milljónir króna. Þetta þýðir að Ighalo mun missa af nær öllu tímabilinu í kínversku ofurdeildinni sem fer af stað nú í júní. Eftir að í ljós kom að leikmaðurinn myndi eflaust missa töluvert úr leiktíðinni sökum þess að hann er enn í Englandi og ekki víst að hann fengi landvistarleyfi í Kína strax sökum kórónufaraldursins ákvað Shanghai að framlengja lánsamning hans með því skilyrði að hann framlengi samning sinn við félagið. Ighalo á enn eftir að skora fyrir Manchester United í ensku úrvalsdeildinni en hann er einkar vinsæll meðal stuðningsmanna liðsins, sérstaklega hér á landi. Happy new month Fams pic.twitter.com/vfuy2CVYPR— Odion Jude Ighalo (@ighalojude) June 1, 2020 Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Mun Saúl tilkynna að hann sé á leið til Manchester United eftir þrjá daga? Saúl Ñíguez, miðjumaður Atletico Madrid, gaf það út á Twitter að hann muni tilkynna þar eftir þrjá daga hvaða félagi hann muni leika með á næstu leiktíð. 31. maí 2020 19:00 Verður Ighalo áfram í Manchester borg? Svo virðist sem Odion Ighalo verði áfram í herbúðum Manchester United allt þangað til í janúar á næsta ári. 31. maí 2020 15:00 Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Sjá meira
Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United hefur staðfest að Odion Ighalo verði áfram hjá félaginu þangað til í janúar á næsta ári. Sky Sports staðfesti þetta fyrir hádegi í dag en þetta hefur legið í loftinu síðustu daga. Enska félagið hefur einnig gefið út yfirlýsingu þar sem þeir staðfesta að Ighalo verði áfram í herbúðum liðsins. Official announcement on @IghaloJude #MUFC— Manchester United (@ManUtd) June 1, 2020 Þá er talið að nígeríski framherjinn muni skrifa undir framlengingu á samningi sínum við Shanghai Shenhua til ársins 2024. Mun sá samningur gefa Ighalo 400 þúsund pund í vikulaun eða rúmlega 67 milljónir króna. Þetta þýðir að Ighalo mun missa af nær öllu tímabilinu í kínversku ofurdeildinni sem fer af stað nú í júní. Eftir að í ljós kom að leikmaðurinn myndi eflaust missa töluvert úr leiktíðinni sökum þess að hann er enn í Englandi og ekki víst að hann fengi landvistarleyfi í Kína strax sökum kórónufaraldursins ákvað Shanghai að framlengja lánsamning hans með því skilyrði að hann framlengi samning sinn við félagið. Ighalo á enn eftir að skora fyrir Manchester United í ensku úrvalsdeildinni en hann er einkar vinsæll meðal stuðningsmanna liðsins, sérstaklega hér á landi. Happy new month Fams pic.twitter.com/vfuy2CVYPR— Odion Jude Ighalo (@ighalojude) June 1, 2020
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Mun Saúl tilkynna að hann sé á leið til Manchester United eftir þrjá daga? Saúl Ñíguez, miðjumaður Atletico Madrid, gaf það út á Twitter að hann muni tilkynna þar eftir þrjá daga hvaða félagi hann muni leika með á næstu leiktíð. 31. maí 2020 19:00 Verður Ighalo áfram í Manchester borg? Svo virðist sem Odion Ighalo verði áfram í herbúðum Manchester United allt þangað til í janúar á næsta ári. 31. maí 2020 15:00 Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Sjá meira
Mun Saúl tilkynna að hann sé á leið til Manchester United eftir þrjá daga? Saúl Ñíguez, miðjumaður Atletico Madrid, gaf það út á Twitter að hann muni tilkynna þar eftir þrjá daga hvaða félagi hann muni leika með á næstu leiktíð. 31. maí 2020 19:00
Verður Ighalo áfram í Manchester borg? Svo virðist sem Odion Ighalo verði áfram í herbúðum Manchester United allt þangað til í janúar á næsta ári. 31. maí 2020 15:00