Segir landsliðsþjálfara Englands hafa sýnt liðinu óvirðingu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. júní 2020 16:00 Phil Neville hughreystir hér Ellen White eftir tapið í undanúrslitaleik HM. Getty/Marc Atkins Phil Neville, landsliðsþjálfari enska kvennalandsliðsins, lét þau orð falla á dögunum að starf hans hjá landsliðinu hafi verið ætlað sem stökkpallur fyrir hann og myndi auka líkur hans á að fá starf hjá félagsliði. Fara Williams, leikjahæsta landsliðskona Englands, hefur gagnrýnt Neville fyrir ummælin en samningur hans við enska knattspyrnusambandið gildir þangað til í júlí á næsta ári eða rétt áður en Ólympíuleikarnir í Tókýó eiga að fara fram. Williams telur að með ummælum sínum sé Neville að sýna liðinu, sem og kvennaknattspyrnu yfir höfuð, óvirðingu. „Staðreyndin að hann segi að hann sé að nota landsliðið okkar sem stökkpall veldur mér miklum vonbrigðum,“ sagði Williams í viðtali við Sky Sports en alls hefur hún leikið 172 leiki fyrir A-landslið Englands. „Þessi ummæli særa mig þó svo að ég sé ekki lengur í landsliðinu þá veit ég hvað það þýðir fyrir stelpurnar að klæðast treyjunni og starfslið liðsins. Svona ummæli eru óþörf og ég tel að þetta sýni leik okkar óvirðingu,“ sagði Williams einnig. „Áætlun mín var alltaf að taka þrjú ár með enska landsliðinu og reyna svo að komast að hjá félagsliði í Englandi, sem er það sem ég hef alltaf viljað gera. Þetta hefur verið frábært og ég hef elskað hverja mínútu af starfi mínu en ég fæ ekki að hitta leikmennina það mikið. Það er það sem þú vilt, þú vilt hafa áhrif á hverjum degi,“ sagði Neville í viðtali við Keys & Gray á beIN Sports í síðustu viku. Kórónufaraldurinn hefur haft mikil áhrif á starf Neville hjá enska landsliðinu en á þremur árum með liðið hefði hann átt að fara á HM, EM og Ólympíuleika. Búið er að færa EM frá 2021 til 2022 og Ólympíuleikana frá 2020 til 2021. Nú gæti verið að hann nái aðeins einu stórmóti. Mun Neville aðstoða enska knattspyrnusambandið við að finna eftirmann sinn en Jill Ellis, fyrrum landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, og Casey Stone, þjálfari Manchester United, eru taldar líklegastar til að taka við. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Phil Neville að hætta með enska landsliðið Það verður að öllum líkindum tilkynnt á morgun að Phil Neville sé hættur sem þjálfari enska kvennalandsliðsins í fótbolta. Sky Sports fréttastofan greinir frá þessu en gefið verður út á morgun hvort að Neville verði áfram með liðið eða ekki. 22. apríl 2020 17:31 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Sjá meira
Phil Neville, landsliðsþjálfari enska kvennalandsliðsins, lét þau orð falla á dögunum að starf hans hjá landsliðinu hafi verið ætlað sem stökkpallur fyrir hann og myndi auka líkur hans á að fá starf hjá félagsliði. Fara Williams, leikjahæsta landsliðskona Englands, hefur gagnrýnt Neville fyrir ummælin en samningur hans við enska knattspyrnusambandið gildir þangað til í júlí á næsta ári eða rétt áður en Ólympíuleikarnir í Tókýó eiga að fara fram. Williams telur að með ummælum sínum sé Neville að sýna liðinu, sem og kvennaknattspyrnu yfir höfuð, óvirðingu. „Staðreyndin að hann segi að hann sé að nota landsliðið okkar sem stökkpall veldur mér miklum vonbrigðum,“ sagði Williams í viðtali við Sky Sports en alls hefur hún leikið 172 leiki fyrir A-landslið Englands. „Þessi ummæli særa mig þó svo að ég sé ekki lengur í landsliðinu þá veit ég hvað það þýðir fyrir stelpurnar að klæðast treyjunni og starfslið liðsins. Svona ummæli eru óþörf og ég tel að þetta sýni leik okkar óvirðingu,“ sagði Williams einnig. „Áætlun mín var alltaf að taka þrjú ár með enska landsliðinu og reyna svo að komast að hjá félagsliði í Englandi, sem er það sem ég hef alltaf viljað gera. Þetta hefur verið frábært og ég hef elskað hverja mínútu af starfi mínu en ég fæ ekki að hitta leikmennina það mikið. Það er það sem þú vilt, þú vilt hafa áhrif á hverjum degi,“ sagði Neville í viðtali við Keys & Gray á beIN Sports í síðustu viku. Kórónufaraldurinn hefur haft mikil áhrif á starf Neville hjá enska landsliðinu en á þremur árum með liðið hefði hann átt að fara á HM, EM og Ólympíuleika. Búið er að færa EM frá 2021 til 2022 og Ólympíuleikana frá 2020 til 2021. Nú gæti verið að hann nái aðeins einu stórmóti. Mun Neville aðstoða enska knattspyrnusambandið við að finna eftirmann sinn en Jill Ellis, fyrrum landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, og Casey Stone, þjálfari Manchester United, eru taldar líklegastar til að taka við.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Phil Neville að hætta með enska landsliðið Það verður að öllum líkindum tilkynnt á morgun að Phil Neville sé hættur sem þjálfari enska kvennalandsliðsins í fótbolta. Sky Sports fréttastofan greinir frá þessu en gefið verður út á morgun hvort að Neville verði áfram með liðið eða ekki. 22. apríl 2020 17:31 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Sjá meira
Phil Neville að hætta með enska landsliðið Það verður að öllum líkindum tilkynnt á morgun að Phil Neville sé hættur sem þjálfari enska kvennalandsliðsins í fótbolta. Sky Sports fréttastofan greinir frá þessu en gefið verður út á morgun hvort að Neville verði áfram með liðið eða ekki. 22. apríl 2020 17:31