Skilaboð Michael Jordan í hópi með þeim áhrifaríkustu að mati USA Today Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júní 2020 12:30 Michael Jordan gaf yfirlýsinguna út á sunnudaginn síðasta. EPA/SHAWN THEW Bandaríski miðillinn USA Today safnaði saman nokkrum af áhrifmestu skilaboðunum sem íþróttafólk í landinu hefur sent frá sér eftir að blökkumaðurinn George Floyd dó eftir ómanneskjulega handtöku hvítra lögreglumanna. Bandarískt þjóðfélag hefur verið á öðrum endanum eftir að myndband birtist af því hvernig hvítur lögreglumaður lá með hnéð sitt ofan á hálsi hins óvopnaða George Floyd þar til að hann lést. Fyrstur á blaði er Michael Jordan sem er búinn að fá nóg af óréttlætinu sem blökkumenn þurfa að þola í Bandaríkjunum þrátt fyrir að árið sé 2020. Jordan er ekki vanur að tjá sig um þjóðfélagsmál eins og mikið var gert úr í Last Dance heimildarþáttunum og því vöktu skilaboð hans mikla athygli. „Ég finn fyrir sársauka allra, hneykslun þeirra og pirringi. Ég stend með þeim sem kalla eftir breytingum á kerfi þar sem kynþáttamisrétti og ofbeldi gagnvart lituðu fólki er rótgróið. Við erum búin að fá nóg,“ skrifaði Michael Jordan. Looking at some of the most powerful messages from athletes and coaches in the aftermath of George Floyd's death. pic.twitter.com/inonNhLe71— USA TODAY Sports (@usatodaysports) June 3, 2020 Sá næsti sem komst í hópinn með áhrifamestu skilaboðunum er NFL-leikstjórnandinn Russel Wilson sem sagði að bandaríska þjóðin geti ekki lengur látið sem ekkert séð því ástandið þurfi að breytast strax í dag. „Við getum ekki lengur látið sem svo að rasismi heyri sögunni til eða að hann hafi aldrei verið til. Ofbeldið gagnvart svörtu og lituðu fólki verður að hætta. Við þurfum breytingu strax í dag,“ skrifaði Russell Wilson. Þriðji í röðinni var Patrick Mahomes, leikstjórnandi NFL-meistara Kansas City Chiefs og einn allra besti leikmaður deildarinnar. „Ég vona að þjóðin geti lært af óréttlætinu sem við höfum orðið vitni að svo að þetta verði eins og í búningsklefanum þar sem allir eru viðurkenndir,“ skrifaði Patrick Mahomes. Aðrir sem eru teknir fyrir í samantekt USA Today eru bandaríski landsliðsþjálfarinn Gregg Popovich og nýliðinn Joe Burrow sem var valinn fyrstur í síðasta nýliðavali NFL-deildarinnar. „Þetta er ekki pólitík. Þetta eru mannréttindi,“ skrifaði Joe Burrow meðal annars. Síðastur er síðan Colin Kaepernick sem fórnaði NFL-ferlinum sínum til að berjast fyrir réttindum blökkumanna og var í staðinn útskúfaður úr NFL-deildinni. Hans orð eru líka tekin fyrir þar sem hann segir að uppreisn fólksins séu einu rökréttu viðbrögðin. Dauði George Floyd NBA NFL Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sjá meira
Bandaríski miðillinn USA Today safnaði saman nokkrum af áhrifmestu skilaboðunum sem íþróttafólk í landinu hefur sent frá sér eftir að blökkumaðurinn George Floyd dó eftir ómanneskjulega handtöku hvítra lögreglumanna. Bandarískt þjóðfélag hefur verið á öðrum endanum eftir að myndband birtist af því hvernig hvítur lögreglumaður lá með hnéð sitt ofan á hálsi hins óvopnaða George Floyd þar til að hann lést. Fyrstur á blaði er Michael Jordan sem er búinn að fá nóg af óréttlætinu sem blökkumenn þurfa að þola í Bandaríkjunum þrátt fyrir að árið sé 2020. Jordan er ekki vanur að tjá sig um þjóðfélagsmál eins og mikið var gert úr í Last Dance heimildarþáttunum og því vöktu skilaboð hans mikla athygli. „Ég finn fyrir sársauka allra, hneykslun þeirra og pirringi. Ég stend með þeim sem kalla eftir breytingum á kerfi þar sem kynþáttamisrétti og ofbeldi gagnvart lituðu fólki er rótgróið. Við erum búin að fá nóg,“ skrifaði Michael Jordan. Looking at some of the most powerful messages from athletes and coaches in the aftermath of George Floyd's death. pic.twitter.com/inonNhLe71— USA TODAY Sports (@usatodaysports) June 3, 2020 Sá næsti sem komst í hópinn með áhrifamestu skilaboðunum er NFL-leikstjórnandinn Russel Wilson sem sagði að bandaríska þjóðin geti ekki lengur látið sem ekkert séð því ástandið þurfi að breytast strax í dag. „Við getum ekki lengur látið sem svo að rasismi heyri sögunni til eða að hann hafi aldrei verið til. Ofbeldið gagnvart svörtu og lituðu fólki verður að hætta. Við þurfum breytingu strax í dag,“ skrifaði Russell Wilson. Þriðji í röðinni var Patrick Mahomes, leikstjórnandi NFL-meistara Kansas City Chiefs og einn allra besti leikmaður deildarinnar. „Ég vona að þjóðin geti lært af óréttlætinu sem við höfum orðið vitni að svo að þetta verði eins og í búningsklefanum þar sem allir eru viðurkenndir,“ skrifaði Patrick Mahomes. Aðrir sem eru teknir fyrir í samantekt USA Today eru bandaríski landsliðsþjálfarinn Gregg Popovich og nýliðinn Joe Burrow sem var valinn fyrstur í síðasta nýliðavali NFL-deildarinnar. „Þetta er ekki pólitík. Þetta eru mannréttindi,“ skrifaði Joe Burrow meðal annars. Síðastur er síðan Colin Kaepernick sem fórnaði NFL-ferlinum sínum til að berjast fyrir réttindum blökkumanna og var í staðinn útskúfaður úr NFL-deildinni. Hans orð eru líka tekin fyrir þar sem hann segir að uppreisn fólksins séu einu rökréttu viðbrögðin.
Dauði George Floyd NBA NFL Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sjá meira