Neyðarástand vegna meiriháttar olíuleka í Síberíu Kjartan Kjartansson skrifar 4. júní 2020 11:07 Bómur hafa verið lagðar út í ána Ambarnaya til þess að stöðva olíuna sem lak út í hana frá orkuveri við borgina Norilsk á föstudag. Vísir/EPA Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hefur lýst yfir neyðarástandi eftir að um 20.000 tonn af dísilolíu láku út í á í Síberíu norðan heimskautsbaugsins. Olían lak úr tanki sem brast við orkuver við borgina Norilsk á föstudag. Áin Ambarnaya litaðist blóðrauð af olíunni sem hefur mengað um 350 ferkílómetra lands, að sögn rússneskra fjölmiðla. Hún rennur út í vatn þaðan sem önnur á liggur út í Norður-Íshafið. AP-fréttastofan segir að bómur hafi verið lagðar yfir ána til þess að stöðva olíuna. Lekinn kom upp þegar súlur undir olíutanki við orkuverið byrjuðu að sökkva ofan í jörðina. Orkuverið stendur á sífrera sem fer bráðnandi með hlýnandi loftslagi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Orkuverið er í eigu dótturfélags Norilsk Nickel, eins stærsta framleiðanda nikkels og palladíns í heiminum. Pútín fordæmdi stjórnendur fyrirtækisins og viðbrögð þeirra við lekanum á fréttamannafundi í gær. Embættismenn hefðu ekki vitað af lekanum fyrr en tveimur dögum eftir að hann kom upp. „Af hverju komust ríkisstofnanir ekki að þessu fyrr en tveimur dögum síðar? Ætlum við að frétta af neyðarástandi í gegnum samfélagsmiðla?“ sagði Pútín reiður. Vísaði hann þar til þess að Alexander Uss, ríkisstjóri á svæðinu, sagði hafa heyrt fyrst af lekanum á samfélagsmiðlum á sunnudag. Pútín hefur skipað fyrir um rannsókn á lekanum og stjórnandi í orkuverinu hefur verið handtekinn. Forsvarsmenn Norilsk Nickel halda því fram að yfirvöld hafi verið látin vita á „tímabæran og viðeigandi“ hátt. Náttúruverndarsamtökin Grænfriðungar líkja umhverfisslysinu við Exxon Valdez-hamfararnir í Alaska árið 1989. Þá láku um 37.000 tonn af olíu út í hafið þegar olíuflutningaskipið strandaði á skeri með gríðarlegu náttúrutjóni. Óttast er að erfitt verði að hreinsa olíuna upp vegna þess hversu mikið magn lak og landslagsins við ánna. Oleg Mitvol, fyrrverandi forstjóri rússnesku umhverfisstofnunarinnar, telur að hreinsunarstarfið gæti tekið fimm til tíu ár. Svo umfangsmikið umhverfisslys hafi aldrei áður átt sér stað á norðurskautinu. Rússland Umhverfismál Bensín og olía Norðurslóðir Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hefur lýst yfir neyðarástandi eftir að um 20.000 tonn af dísilolíu láku út í á í Síberíu norðan heimskautsbaugsins. Olían lak úr tanki sem brast við orkuver við borgina Norilsk á föstudag. Áin Ambarnaya litaðist blóðrauð af olíunni sem hefur mengað um 350 ferkílómetra lands, að sögn rússneskra fjölmiðla. Hún rennur út í vatn þaðan sem önnur á liggur út í Norður-Íshafið. AP-fréttastofan segir að bómur hafi verið lagðar yfir ána til þess að stöðva olíuna. Lekinn kom upp þegar súlur undir olíutanki við orkuverið byrjuðu að sökkva ofan í jörðina. Orkuverið stendur á sífrera sem fer bráðnandi með hlýnandi loftslagi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Orkuverið er í eigu dótturfélags Norilsk Nickel, eins stærsta framleiðanda nikkels og palladíns í heiminum. Pútín fordæmdi stjórnendur fyrirtækisins og viðbrögð þeirra við lekanum á fréttamannafundi í gær. Embættismenn hefðu ekki vitað af lekanum fyrr en tveimur dögum eftir að hann kom upp. „Af hverju komust ríkisstofnanir ekki að þessu fyrr en tveimur dögum síðar? Ætlum við að frétta af neyðarástandi í gegnum samfélagsmiðla?“ sagði Pútín reiður. Vísaði hann þar til þess að Alexander Uss, ríkisstjóri á svæðinu, sagði hafa heyrt fyrst af lekanum á samfélagsmiðlum á sunnudag. Pútín hefur skipað fyrir um rannsókn á lekanum og stjórnandi í orkuverinu hefur verið handtekinn. Forsvarsmenn Norilsk Nickel halda því fram að yfirvöld hafi verið látin vita á „tímabæran og viðeigandi“ hátt. Náttúruverndarsamtökin Grænfriðungar líkja umhverfisslysinu við Exxon Valdez-hamfararnir í Alaska árið 1989. Þá láku um 37.000 tonn af olíu út í hafið þegar olíuflutningaskipið strandaði á skeri með gríðarlegu náttúrutjóni. Óttast er að erfitt verði að hreinsa olíuna upp vegna þess hversu mikið magn lak og landslagsins við ánna. Oleg Mitvol, fyrrverandi forstjóri rússnesku umhverfisstofnunarinnar, telur að hreinsunarstarfið gæti tekið fimm til tíu ár. Svo umfangsmikið umhverfisslys hafi aldrei áður átt sér stað á norðurskautinu.
Rússland Umhverfismál Bensín og olía Norðurslóðir Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira