Öllum krísum fylgja tækifæri Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar 5. júní 2020 07:30 Ég á frænda í Þýskalandi sem er menntaður smiður. Hann rak einu sinni eigið fyrirtæki en rekstur þess gekk frekar illa, sérstaklega þegar efnahagshrunið gekk í garð árið 2008. Merkilegt nokk þá fundu þjóðverjar einnig fyrir hruninu, en reyndar var upplifun þeirra ekki alveg jafn dramatísk og okkar hér á Íslandi. Eftir að hafa gefist upp á rekstrinum gerðist frændi minn verktaki. Vinnan sem hann fékk var kannski ekki sú sem hann hafði upphaflega vonast eftir en tekjurnar og vinnutíminn voru í það minnsta stöðug. Alveg þar til núna í vor. Skyndilega biðu hans fleiri verkefni og meiri vinna en hann hafði nokkru sinni fengið og fór nú aldeilis að hækka í pyngjunni hans. Frændi minn er verktaki hjá líkkistusmiðju. Sambandslandið hans er eitt þeirra sem að í Þýskalandi fóru hvað verst út úr Covid-19 faraldrinum. Hér sannast gamalt spakmæli um að dauði eins er annars brauð. Það er ekkert leyndarmál að framundan eru erfiðir tímar. Atvinnuleysi er í algleymingi, efnahagurinn hefur tekið á sig gríðarlegt högg og hvert sem litið er blasir við óvissa og örvænting. Er mér m.a. hugsað til föður míns sem að rekur ferðaþjónustufyrirtæki útá landi, en fyrir honum er útlitið kolsvart framundan. Við megum samt ekki gleyma því sem að mikilvægast er, en það er lífið sjálft. Þrátt fyrir ástandið hér á landi og þrátt fyrir að hér hafi orðið mannfall, þá þykir mér samt rétt að benda á að ástandið gæti verið mun verra. Þeir sem hafa það að atvinnu hérlendis að smíða líkkistur munu ekki verða jafn ríkir af þessu og sumir af kolegum þeirra erlendis. Nú ber okkur, sem þjóð, að horfa fram á vegin, að finna björtu hliðarnar. Og við munum finna þær. Öllum krísum fylgja tækifæri. Við Íslendingar höfum sýnt fram á það í gegnum tíðina að við erum einstaklega þrautseig þegar kemur að krísum. Við endurbyggðum Heimaey, við höfum endurbyggt efnahaginn eftir hrun, oftar en einu sinni. Við virðumst hafa staðið af okkur mest allan faraldurinn og við munum, með þessari sömu þrautsegju, samvinnu og aðlögunarhæfni, standast þetta högg sem efnahagurinn varð fyrir. Við munum endurbyggja efnahag og velferð landsins. Aftur! Höfundur er meðlimur Framsóknarflokksins og rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Ég á frænda í Þýskalandi sem er menntaður smiður. Hann rak einu sinni eigið fyrirtæki en rekstur þess gekk frekar illa, sérstaklega þegar efnahagshrunið gekk í garð árið 2008. Merkilegt nokk þá fundu þjóðverjar einnig fyrir hruninu, en reyndar var upplifun þeirra ekki alveg jafn dramatísk og okkar hér á Íslandi. Eftir að hafa gefist upp á rekstrinum gerðist frændi minn verktaki. Vinnan sem hann fékk var kannski ekki sú sem hann hafði upphaflega vonast eftir en tekjurnar og vinnutíminn voru í það minnsta stöðug. Alveg þar til núna í vor. Skyndilega biðu hans fleiri verkefni og meiri vinna en hann hafði nokkru sinni fengið og fór nú aldeilis að hækka í pyngjunni hans. Frændi minn er verktaki hjá líkkistusmiðju. Sambandslandið hans er eitt þeirra sem að í Þýskalandi fóru hvað verst út úr Covid-19 faraldrinum. Hér sannast gamalt spakmæli um að dauði eins er annars brauð. Það er ekkert leyndarmál að framundan eru erfiðir tímar. Atvinnuleysi er í algleymingi, efnahagurinn hefur tekið á sig gríðarlegt högg og hvert sem litið er blasir við óvissa og örvænting. Er mér m.a. hugsað til föður míns sem að rekur ferðaþjónustufyrirtæki útá landi, en fyrir honum er útlitið kolsvart framundan. Við megum samt ekki gleyma því sem að mikilvægast er, en það er lífið sjálft. Þrátt fyrir ástandið hér á landi og þrátt fyrir að hér hafi orðið mannfall, þá þykir mér samt rétt að benda á að ástandið gæti verið mun verra. Þeir sem hafa það að atvinnu hérlendis að smíða líkkistur munu ekki verða jafn ríkir af þessu og sumir af kolegum þeirra erlendis. Nú ber okkur, sem þjóð, að horfa fram á vegin, að finna björtu hliðarnar. Og við munum finna þær. Öllum krísum fylgja tækifæri. Við Íslendingar höfum sýnt fram á það í gegnum tíðina að við erum einstaklega þrautseig þegar kemur að krísum. Við endurbyggðum Heimaey, við höfum endurbyggt efnahaginn eftir hrun, oftar en einu sinni. Við virðumst hafa staðið af okkur mest allan faraldurinn og við munum, með þessari sömu þrautsegju, samvinnu og aðlögunarhæfni, standast þetta högg sem efnahagurinn varð fyrir. Við munum endurbyggja efnahag og velferð landsins. Aftur! Höfundur er meðlimur Framsóknarflokksins og rithöfundur.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun