Enskt úrvalsdeildarfélag tók lán upp á 29 milljarða til að ná endum saman Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. júní 2020 23:00 Þetta hefur verið strembið tímabil hjá Tottenham, innan vallar sem utan. EPA-EFE/ANDY RAIN Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham Hotspur tók lán upp á 175 milljónir punda þar sem liðið verður af gífurlegum upphæðum sökum kórónufaraldursins. Íþróttafélög um allan heim verða af gífurlegum fjárhæðum sökum kórónufaraldursins. Talið er að Tottenham verði af allt að 200 milljónum punda sökum þess að þurfa leika fyrir luktum dyrum en völlur félagsins tekur ríflega 62 þúsund manns í sæti. Þá verður félagið af miklum tekjum vegna annarra viðburða sem áttu að fara fram á heimavelli þeirra - sem heitir einfaldlega Tottenham Hotspur völlurinn - en hefur nú verið aflýst. Þar má nefna tónleika hjá Lady Gaga og Guns N‘ Roses sem og titilbardaga Anthony Joshua gegn Kubrat Pulev. Hefur félagið því ákveðið að taka lán upp á 175 milljónir punda eða 29 milljarða íslenskra króna. Daniel Levy, formaður Tottenham, segir að félagið hafi aldrei lent í öðru eins. „Á mínum tuttugu árum sem formaður félagsins hafa verið margar hindranir sem hefur þurft að yfirstíga en engin af þessari stærðargráðu. Það er mikilvægt að við vinnum saman og finnum örugga leið til að hleypa áhorfendum aftur á íþróttaleikvanga,“ sagði Levy í viðtali við íþróttadeild breska ríkisútvarpsins, BBC. Eftir að hafa tekið þátt í Meistaradeild Evrópu undanfarin fjögur ár er Tottenham sem stendur í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, sjö stigum á eftir nágrönnum sínum í Chelsea sem sitja í 4. sæti en það er síðasta sætið sem gefur þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu. Það gæti þó farið svo að liðið í 5. sæti fái sæti í Meistaradeildinni fari það svo að Manchester City verði dæmt í bann fyrir brot á fjárhagsreglugerð knattspyrnusambands Evrópu. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Enska úrvalsdeildin staðfestir fimm skiptingar og níu varamenn Þegar enska úrvalsdeildin fer af stað að nýju mega liðin hafa níu varamenn og skipta fimm leikmönnum inn á. 4. júní 2020 14:00 Sum lið í ensku úrvalsdeildinni gætu þurft að spila þrjá leiki á sjö dögum Það verður þétt spilað í ensku úrvalsdeildinni í sumar þegar tuttugu lið deildarinnar keppast við að klára níu síðustu umferðirnar í deildinni fyrir Verslunarmannahelgi. 3. júní 2020 10:30 Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Sjá meira
Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham Hotspur tók lán upp á 175 milljónir punda þar sem liðið verður af gífurlegum upphæðum sökum kórónufaraldursins. Íþróttafélög um allan heim verða af gífurlegum fjárhæðum sökum kórónufaraldursins. Talið er að Tottenham verði af allt að 200 milljónum punda sökum þess að þurfa leika fyrir luktum dyrum en völlur félagsins tekur ríflega 62 þúsund manns í sæti. Þá verður félagið af miklum tekjum vegna annarra viðburða sem áttu að fara fram á heimavelli þeirra - sem heitir einfaldlega Tottenham Hotspur völlurinn - en hefur nú verið aflýst. Þar má nefna tónleika hjá Lady Gaga og Guns N‘ Roses sem og titilbardaga Anthony Joshua gegn Kubrat Pulev. Hefur félagið því ákveðið að taka lán upp á 175 milljónir punda eða 29 milljarða íslenskra króna. Daniel Levy, formaður Tottenham, segir að félagið hafi aldrei lent í öðru eins. „Á mínum tuttugu árum sem formaður félagsins hafa verið margar hindranir sem hefur þurft að yfirstíga en engin af þessari stærðargráðu. Það er mikilvægt að við vinnum saman og finnum örugga leið til að hleypa áhorfendum aftur á íþróttaleikvanga,“ sagði Levy í viðtali við íþróttadeild breska ríkisútvarpsins, BBC. Eftir að hafa tekið þátt í Meistaradeild Evrópu undanfarin fjögur ár er Tottenham sem stendur í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, sjö stigum á eftir nágrönnum sínum í Chelsea sem sitja í 4. sæti en það er síðasta sætið sem gefur þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu. Það gæti þó farið svo að liðið í 5. sæti fái sæti í Meistaradeildinni fari það svo að Manchester City verði dæmt í bann fyrir brot á fjárhagsreglugerð knattspyrnusambands Evrópu.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Enska úrvalsdeildin staðfestir fimm skiptingar og níu varamenn Þegar enska úrvalsdeildin fer af stað að nýju mega liðin hafa níu varamenn og skipta fimm leikmönnum inn á. 4. júní 2020 14:00 Sum lið í ensku úrvalsdeildinni gætu þurft að spila þrjá leiki á sjö dögum Það verður þétt spilað í ensku úrvalsdeildinni í sumar þegar tuttugu lið deildarinnar keppast við að klára níu síðustu umferðirnar í deildinni fyrir Verslunarmannahelgi. 3. júní 2020 10:30 Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Sjá meira
Enska úrvalsdeildin staðfestir fimm skiptingar og níu varamenn Þegar enska úrvalsdeildin fer af stað að nýju mega liðin hafa níu varamenn og skipta fimm leikmönnum inn á. 4. júní 2020 14:00
Sum lið í ensku úrvalsdeildinni gætu þurft að spila þrjá leiki á sjö dögum Það verður þétt spilað í ensku úrvalsdeildinni í sumar þegar tuttugu lið deildarinnar keppast við að klára níu síðustu umferðirnar í deildinni fyrir Verslunarmannahelgi. 3. júní 2020 10:30