Skimun á landamærum gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar og kostar svo 15 þúsund krónur Atli Ísleifsson skrifar 5. júní 2020 12:05 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Farþegar sem koma til landsins og kjósa að fara í sýnatöku vegna Covid-19 fremur en að sitja 14 daga í sóttkví, munu frá 1. júlí næstkomandi greiða 15.000 kr. gjald vegna sýnatökunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Þar segir að sýnataka á landamærum hefist 15. júní og verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar. Málið var til umræðu á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun, en börn fædd árið 2005 eða síðar munu ekki þurfa að fara í sýnatöku. Hagfræðileg rök „Eins og fram kemur í greinargerð sem kynnt var á síðasta ríkisstjórnarfundi, mæla hagfræðileg rök með því að ferðamenn verði látnir greiða fyrir kostnað við sýnatöku. Nú liggur fyrir að alþjóðaheilbrigðisreglugerðin stendur ekki í vegi fyrir slíkri gjaldtöku, enda sé sýnatakan valkvæð og tilkynnt með hæfilegum fyrirvara. Gjaldið sem innheimt verður frá 1. júlí næstkomandi miðast við beinan kostnað ríkisins annan en stofnkostnað og er miðað við fyrirliggjandi kostnaðargreiningu sem fram kemur í skýrslu verkefnisstjórnar um sýnatöku fyrir COVID-19 á landamærum sem kynnt var í ríkisstjórn 26. maí síðastliðinn. Líkt og fram kom á fréttamannasfundi ríkisstjórnarinnar 12. maí síðastliðinn var talið rétt að sýnataka á landamærum yrði farþegum að kostnaðarlausu í upphafi meðan verið væri að ýta úrræðinu úr vör og leysa úr mögulegum hnökrum. Lagaheimild til gjaldtöku vegna sýnatökunnar er í lögum um sjúkratryggingar og mun heilbrigðisráðherra gefa út reglugerð um gjaldtökuna og fleiri atriði sem varða sýnatökuverkefnið á næstu dögum,“ segir í tilkynningunni. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir ber meginábyrgð Áður hafði verið greint frá því að sóttvarnalæknir muni bera meginábyrgð á framkvæmd sýnatöku og greiningu sýna komufarþega í samstarfi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sýkla- og veirufræðideild Landspítala og Íslenska erfðagreiningu. Hefur forsætisráðherra skipað samhæfingarteymi sem mun aðstoða sóttvarnalækni við undirbúning og framkvæmd verkefnisins. Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sóttvarnalæknir mun bera meginábyrgð á skimunum Nú er ljóst að komufarþegum mun standa til boða að fara í sýnatöku á Keflavíkurflugvelli frá og með 15. júní og í framhaldinu á öðrum helstu landamærastöðvum eða framvísa jafngildu vottorði að utan. Annars þurfa þeir að fara í tveggja vikna sóttkví. 2. júní 2020 12:33 Endurmeta stöðuna á tveggja vikna fresti Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnarlæknis sem fjallað var um á fundi ríkisstjórnar í dag um breytingu á reglum við komur ferðamanna til Íslands. Forsætisráðherra segir að staðan verði endurmetin á tveggja vikna fresti. 2. júní 2020 19:15 Skimun besti kosturinn þrátt fyrir ummæli smitsjúkdómalæknis Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að skimun fyrir kórónuveirunni á íslensku landamærunum sé besti kosturinn til að hindra útbreiðslu veirunnar. 2. júní 2020 19:08 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira
Farþegar sem koma til landsins og kjósa að fara í sýnatöku vegna Covid-19 fremur en að sitja 14 daga í sóttkví, munu frá 1. júlí næstkomandi greiða 15.000 kr. gjald vegna sýnatökunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Þar segir að sýnataka á landamærum hefist 15. júní og verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar. Málið var til umræðu á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun, en börn fædd árið 2005 eða síðar munu ekki þurfa að fara í sýnatöku. Hagfræðileg rök „Eins og fram kemur í greinargerð sem kynnt var á síðasta ríkisstjórnarfundi, mæla hagfræðileg rök með því að ferðamenn verði látnir greiða fyrir kostnað við sýnatöku. Nú liggur fyrir að alþjóðaheilbrigðisreglugerðin stendur ekki í vegi fyrir slíkri gjaldtöku, enda sé sýnatakan valkvæð og tilkynnt með hæfilegum fyrirvara. Gjaldið sem innheimt verður frá 1. júlí næstkomandi miðast við beinan kostnað ríkisins annan en stofnkostnað og er miðað við fyrirliggjandi kostnaðargreiningu sem fram kemur í skýrslu verkefnisstjórnar um sýnatöku fyrir COVID-19 á landamærum sem kynnt var í ríkisstjórn 26. maí síðastliðinn. Líkt og fram kom á fréttamannasfundi ríkisstjórnarinnar 12. maí síðastliðinn var talið rétt að sýnataka á landamærum yrði farþegum að kostnaðarlausu í upphafi meðan verið væri að ýta úrræðinu úr vör og leysa úr mögulegum hnökrum. Lagaheimild til gjaldtöku vegna sýnatökunnar er í lögum um sjúkratryggingar og mun heilbrigðisráðherra gefa út reglugerð um gjaldtökuna og fleiri atriði sem varða sýnatökuverkefnið á næstu dögum,“ segir í tilkynningunni. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir ber meginábyrgð Áður hafði verið greint frá því að sóttvarnalæknir muni bera meginábyrgð á framkvæmd sýnatöku og greiningu sýna komufarþega í samstarfi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sýkla- og veirufræðideild Landspítala og Íslenska erfðagreiningu. Hefur forsætisráðherra skipað samhæfingarteymi sem mun aðstoða sóttvarnalækni við undirbúning og framkvæmd verkefnisins.
Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sóttvarnalæknir mun bera meginábyrgð á skimunum Nú er ljóst að komufarþegum mun standa til boða að fara í sýnatöku á Keflavíkurflugvelli frá og með 15. júní og í framhaldinu á öðrum helstu landamærastöðvum eða framvísa jafngildu vottorði að utan. Annars þurfa þeir að fara í tveggja vikna sóttkví. 2. júní 2020 12:33 Endurmeta stöðuna á tveggja vikna fresti Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnarlæknis sem fjallað var um á fundi ríkisstjórnar í dag um breytingu á reglum við komur ferðamanna til Íslands. Forsætisráðherra segir að staðan verði endurmetin á tveggja vikna fresti. 2. júní 2020 19:15 Skimun besti kosturinn þrátt fyrir ummæli smitsjúkdómalæknis Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að skimun fyrir kórónuveirunni á íslensku landamærunum sé besti kosturinn til að hindra útbreiðslu veirunnar. 2. júní 2020 19:08 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira
Sóttvarnalæknir mun bera meginábyrgð á skimunum Nú er ljóst að komufarþegum mun standa til boða að fara í sýnatöku á Keflavíkurflugvelli frá og með 15. júní og í framhaldinu á öðrum helstu landamærastöðvum eða framvísa jafngildu vottorði að utan. Annars þurfa þeir að fara í tveggja vikna sóttkví. 2. júní 2020 12:33
Endurmeta stöðuna á tveggja vikna fresti Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnarlæknis sem fjallað var um á fundi ríkisstjórnar í dag um breytingu á reglum við komur ferðamanna til Íslands. Forsætisráðherra segir að staðan verði endurmetin á tveggja vikna fresti. 2. júní 2020 19:15
Skimun besti kosturinn þrátt fyrir ummæli smitsjúkdómalæknis Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að skimun fyrir kórónuveirunni á íslensku landamærunum sé besti kosturinn til að hindra útbreiðslu veirunnar. 2. júní 2020 19:08