Ætla sér upp á 105 ára afmælinu: „Þór vill spila á meðal þeirra bestu“ Anton Ingi Leifsson skrifar 7. júní 2020 20:00 Páll Viðar er mættur aftur í Þorpið. vísir/s2s Páll Viðar Gíslason, sem tók aftur við Þór í vetur, segir að það sé ekkert annað markmið hjá félaginu en að koma sér aftur upp í deild þeirra bestu, Pepsi Max-deildina. Páll Viðar er mættur aftur í stjórastólinn í Þorpinu eftir veru meðal annars á Húsavík og á Grenivík en hann þjálfaði Þórsara síðast þegar þeir voru í efstu deild. Hann ræddi við Tryggva Pál Tryggvason á dögunum. „Ég er hálf montinn með mitt lið eftir þetta ástand. Menn hafa æft vel og hugsuðu vel um sig og svo þegar við byrjuðum að æfa þá komu þeir vel undan. Ég get ekki annað sagt en að ég sé sáttur við hvernig staðan er,“ en hvernig sér Páll fyrir sér Lengjudeildina í ár? „Ég held að ef maður rýnir í leikmannahópanna þá finnst mér eins og að það séu fleiri lið sem leggja meira í þetta núna og að þetta verði hugsanlega jafnari og sterkari deild en í fyrra. Mér sýnist að menn eru ekkert að reikna sér stigin fyrir.“ „Það eru mikið af ferðalögum fyrir liðin vítt og breitt. Ég held að þetta verði skemmtilegt og örugglega mörg óvænt úrslit þrátt fyrir spár og væntingar og markmið og þess háttar.“ Það leit lengi vel út fyrir það að Þór myndi fara upp á síðustu leiktíð en liðið gaf eftir þegar leið á leiktíðina og Páll vonast til þess að menn nýti sér það í ár. „Það var einhver hiksti í þessu í lokin og menn voru eðlilega sárir og svekktir eftir tímabilið. Ég vona það, þar sem margir eru áfram, að þeir vilji bæta upp fyrir þetta og að sjálfsögðu vona ég að við verðum ekki aftur fyrir vonbrigðum.“ Hann segir að það þurfi engan markmiðafund til að ákveða markmið Þórs. „Ég hef ekki sett á fund og sett mér markmið með leikmönnum þar sem mér finnst blasa beinast við, eftir svekkelsið síðasta sumar, að markmiðið sé ekkert sem þarf að ræða um. Þór vill spila meðal þeirra bestu og þangað ætlum við að reyna að komast. Hvort að við eigum efni á því eða ekki, það er aukaatriði. Þór vill alltaf spila á meðal þeirra bestu, eins fljótt og hægt er.“ Allt viðtal við Pál má sjá hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Páll Viðar Íslenski boltinn Sportpakkinn Þór Akureyri Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira
Páll Viðar Gíslason, sem tók aftur við Þór í vetur, segir að það sé ekkert annað markmið hjá félaginu en að koma sér aftur upp í deild þeirra bestu, Pepsi Max-deildina. Páll Viðar er mættur aftur í stjórastólinn í Þorpinu eftir veru meðal annars á Húsavík og á Grenivík en hann þjálfaði Þórsara síðast þegar þeir voru í efstu deild. Hann ræddi við Tryggva Pál Tryggvason á dögunum. „Ég er hálf montinn með mitt lið eftir þetta ástand. Menn hafa æft vel og hugsuðu vel um sig og svo þegar við byrjuðum að æfa þá komu þeir vel undan. Ég get ekki annað sagt en að ég sé sáttur við hvernig staðan er,“ en hvernig sér Páll fyrir sér Lengjudeildina í ár? „Ég held að ef maður rýnir í leikmannahópanna þá finnst mér eins og að það séu fleiri lið sem leggja meira í þetta núna og að þetta verði hugsanlega jafnari og sterkari deild en í fyrra. Mér sýnist að menn eru ekkert að reikna sér stigin fyrir.“ „Það eru mikið af ferðalögum fyrir liðin vítt og breitt. Ég held að þetta verði skemmtilegt og örugglega mörg óvænt úrslit þrátt fyrir spár og væntingar og markmið og þess háttar.“ Það leit lengi vel út fyrir það að Þór myndi fara upp á síðustu leiktíð en liðið gaf eftir þegar leið á leiktíðina og Páll vonast til þess að menn nýti sér það í ár. „Það var einhver hiksti í þessu í lokin og menn voru eðlilega sárir og svekktir eftir tímabilið. Ég vona það, þar sem margir eru áfram, að þeir vilji bæta upp fyrir þetta og að sjálfsögðu vona ég að við verðum ekki aftur fyrir vonbrigðum.“ Hann segir að það þurfi engan markmiðafund til að ákveða markmið Þórs. „Ég hef ekki sett á fund og sett mér markmið með leikmönnum þar sem mér finnst blasa beinast við, eftir svekkelsið síðasta sumar, að markmiðið sé ekkert sem þarf að ræða um. Þór vill spila meðal þeirra bestu og þangað ætlum við að reyna að komast. Hvort að við eigum efni á því eða ekki, það er aukaatriði. Þór vill alltaf spila á meðal þeirra bestu, eins fljótt og hægt er.“ Allt viðtal við Pál má sjá hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Páll Viðar
Íslenski boltinn Sportpakkinn Þór Akureyri Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira