Fjársjóður í faraldrinum Ívar Halldórsson skrifar 8. júní 2020 07:00 „Þótt óveðursskýin séu stundum dökk og þungbúin þá ná sólargeislarnir alltaf að brjótast í gegn að lokum.” Einblínum ekki á ósigra „Fátt er svo með öllu illt að eigi boði gott”, segir máltækið. En getur eitthvað gott komið af heimsfaraldri eins og Covid? Hvað getur verið jákvætt við sjúkdóm sem kemur heilbrigðissérfræðingum í opna skjöldu og ræðst miskunnarlaust á mannkynið? Auðvitað ekkert! Það er ekkert gott við sjúkdóma og dauðsföll. Slíkum hörmungum ber aldrei að fagna. Sjúkdómurinn hafði mjög neikvæð áhrif á atvinnulífið og margt fólk missti vinnu sína eða þurfti að sætta sig við skert starfshlutfall. Ferðahöft vegna faraldursins bitnuðu mjög á efnahagi þjóðarinnar og settu stór strik í reikninga ferðaþjónustufyrirtækja. Það má auðvitað lengi upp telja allar þær miklu og slæmu afleiðingar sem Covid hafði í för með sér en óþarfi að tíunda þær allar aftur hér – enda ekki ætlun mín hér að einblína á ósigra í þessum pistli. Hvað græddum við? Ég vil reyna að koma auga á hvað við græddum á þessu erfiða tímabili. Þótt óveðursskýin séu stundum dökk og þungbúin þá ná sólargeislarnir alltaf að brjótast í gegn að lokum. Þegar maður horfir í baksýnisspegilinn núna þegar hið versta er að baki sér maður ýmislegt gott sem hefur komið út úr þessu skrýtna tímabili. Ef við rýnum í rústirnar sjáum við stoðirnar sem héldu okkur uppi. Nú þegar við tökum saman höndum við að endurbyggja og endurnýja getum við skoðað grunnviðina betur og lagt okkur fram um að reisa enn sterkara samfélag. Ef það er eitthvað sem mér finnst Covid hafa fært okkur, ef svo undarlega má til orða taka, þá er það tími – dýrmæta daga, klukkustundir og mínútur. Atvinnuleysið, sóttkví og takmarkanir á ferðafrelsi gerði það að verkum að fjölskyldur fóru að eyða meiri tíma saman. Börn náðu að kynnast foreldrum sínum betur með því að spila saman, hreyfa sig saman eða bara ræða saman um lífið, tilveruna og framtíðina. Við vorum minnt á að grunnstoðir okkar samfélags eru ekki fyrst og fremst ókunnugir ferðalangar í leit að hverum og norðurljósum þótt þeir séu auðvitað mikilvægir og hjartanlega velkomnir þegar rofar til. Framtíð okkar og hamingja er heldur ekki fólgin í aukinni heimild á greiðslukortum okkar eða í endalausri yfirvinnu til að auka velgengni á vinnustöðum okkar. Það er víst fleira sem hangir á framtíðar-spýtunni. Að steypa sterkan grunn Því sterkara samband sem við eigum við okkar nánustu því styrkari verða stoðir okkar samfélags. Framtíð samfélagsins hvílir á herðum barna okkar og við þurfum því að fjárfesta í þeim með tíma okkar. Ég held fjöldi foreldra hafi á síðustu vikum áttað sig betur á þeim verðmætum sem börn okkar eru og hversu nauðsynlegt er að verja tíma með þeim. Í hversdagskapphlaupinu verða okkar ungu arftakar því miður oft út undan og fá lítinn tíma með foreldrum sínum. Staðreyndin er sú að án gæðastunda með börnum okkar í dag mun okkur reynast erfitt að steypa sterkan grunn fyrir framtíðarsamfélag okkar. Nú þegar kvíði, þunglyndi og alls kyns óöryggi hrjáir ungviði lands okkar, jafnvel meira nú en áður, þurfum við að finna leiðir til að hlúa betur að þessum afar mikilvægu einstaklingum. Framtíð okkar og farsæld þjóðarinnar er í þeirra höndum. Hver mínúta er dýrmæt og hver stund sem börn okkar fá að verja með foreldrum sínum styrkir þau og sú fjárfesting verður sterk stoð fyrir þau í þeim áskorunum sem bíða þeirra í framtíðinni. Týnum ekki tímanum Tilraun Covid til að kæfa þjóðarsálina misheppnaðist. Það er hin mikla þrautseigja í okkur sem hefur hjálpað okkur að rísa upp úr rykinu aftur og aftur í aldanna rás í stað þess að liggja hreyfingarlaus í hrauni hörmunganna og gefast upp. Það er í okkar víkingaeðli að finna húmor í hörmungum vegna þess að slíkt hugarfar gefur okkur styrk til að yfirstíga mjög erfiðar kringumstæður sem annars gætu keyrt okkur í kaf. Við hér erum fædd til að sigra. Ef við töpum einni baráttu, sigrum við saman þá næstu. Þannig rúllum við bara hér í okkar frábæra samfélagi! Enn einu sinni stöndum við upp saman, sterkari en áður og ögn vísari. Gætum þess þó að gleyma ekki fjársjóðnum sem við fundum í faraldrinum. Tíminn er dýrmætur fjársjóður sem við þurfum að fara vel með og deila með þeim sem þurfa mest á honum að halda. Fjárfestum í fjölskyldum okkar og styrkjum þannig stoðir okkar samfélags til frambúðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
„Þótt óveðursskýin séu stundum dökk og þungbúin þá ná sólargeislarnir alltaf að brjótast í gegn að lokum.” Einblínum ekki á ósigra „Fátt er svo með öllu illt að eigi boði gott”, segir máltækið. En getur eitthvað gott komið af heimsfaraldri eins og Covid? Hvað getur verið jákvætt við sjúkdóm sem kemur heilbrigðissérfræðingum í opna skjöldu og ræðst miskunnarlaust á mannkynið? Auðvitað ekkert! Það er ekkert gott við sjúkdóma og dauðsföll. Slíkum hörmungum ber aldrei að fagna. Sjúkdómurinn hafði mjög neikvæð áhrif á atvinnulífið og margt fólk missti vinnu sína eða þurfti að sætta sig við skert starfshlutfall. Ferðahöft vegna faraldursins bitnuðu mjög á efnahagi þjóðarinnar og settu stór strik í reikninga ferðaþjónustufyrirtækja. Það má auðvitað lengi upp telja allar þær miklu og slæmu afleiðingar sem Covid hafði í för með sér en óþarfi að tíunda þær allar aftur hér – enda ekki ætlun mín hér að einblína á ósigra í þessum pistli. Hvað græddum við? Ég vil reyna að koma auga á hvað við græddum á þessu erfiða tímabili. Þótt óveðursskýin séu stundum dökk og þungbúin þá ná sólargeislarnir alltaf að brjótast í gegn að lokum. Þegar maður horfir í baksýnisspegilinn núna þegar hið versta er að baki sér maður ýmislegt gott sem hefur komið út úr þessu skrýtna tímabili. Ef við rýnum í rústirnar sjáum við stoðirnar sem héldu okkur uppi. Nú þegar við tökum saman höndum við að endurbyggja og endurnýja getum við skoðað grunnviðina betur og lagt okkur fram um að reisa enn sterkara samfélag. Ef það er eitthvað sem mér finnst Covid hafa fært okkur, ef svo undarlega má til orða taka, þá er það tími – dýrmæta daga, klukkustundir og mínútur. Atvinnuleysið, sóttkví og takmarkanir á ferðafrelsi gerði það að verkum að fjölskyldur fóru að eyða meiri tíma saman. Börn náðu að kynnast foreldrum sínum betur með því að spila saman, hreyfa sig saman eða bara ræða saman um lífið, tilveruna og framtíðina. Við vorum minnt á að grunnstoðir okkar samfélags eru ekki fyrst og fremst ókunnugir ferðalangar í leit að hverum og norðurljósum þótt þeir séu auðvitað mikilvægir og hjartanlega velkomnir þegar rofar til. Framtíð okkar og hamingja er heldur ekki fólgin í aukinni heimild á greiðslukortum okkar eða í endalausri yfirvinnu til að auka velgengni á vinnustöðum okkar. Það er víst fleira sem hangir á framtíðar-spýtunni. Að steypa sterkan grunn Því sterkara samband sem við eigum við okkar nánustu því styrkari verða stoðir okkar samfélags. Framtíð samfélagsins hvílir á herðum barna okkar og við þurfum því að fjárfesta í þeim með tíma okkar. Ég held fjöldi foreldra hafi á síðustu vikum áttað sig betur á þeim verðmætum sem börn okkar eru og hversu nauðsynlegt er að verja tíma með þeim. Í hversdagskapphlaupinu verða okkar ungu arftakar því miður oft út undan og fá lítinn tíma með foreldrum sínum. Staðreyndin er sú að án gæðastunda með börnum okkar í dag mun okkur reynast erfitt að steypa sterkan grunn fyrir framtíðarsamfélag okkar. Nú þegar kvíði, þunglyndi og alls kyns óöryggi hrjáir ungviði lands okkar, jafnvel meira nú en áður, þurfum við að finna leiðir til að hlúa betur að þessum afar mikilvægu einstaklingum. Framtíð okkar og farsæld þjóðarinnar er í þeirra höndum. Hver mínúta er dýrmæt og hver stund sem börn okkar fá að verja með foreldrum sínum styrkir þau og sú fjárfesting verður sterk stoð fyrir þau í þeim áskorunum sem bíða þeirra í framtíðinni. Týnum ekki tímanum Tilraun Covid til að kæfa þjóðarsálina misheppnaðist. Það er hin mikla þrautseigja í okkur sem hefur hjálpað okkur að rísa upp úr rykinu aftur og aftur í aldanna rás í stað þess að liggja hreyfingarlaus í hrauni hörmunganna og gefast upp. Það er í okkar víkingaeðli að finna húmor í hörmungum vegna þess að slíkt hugarfar gefur okkur styrk til að yfirstíga mjög erfiðar kringumstæður sem annars gætu keyrt okkur í kaf. Við hér erum fædd til að sigra. Ef við töpum einni baráttu, sigrum við saman þá næstu. Þannig rúllum við bara hér í okkar frábæra samfélagi! Enn einu sinni stöndum við upp saman, sterkari en áður og ögn vísari. Gætum þess þó að gleyma ekki fjársjóðnum sem við fundum í faraldrinum. Tíminn er dýrmætur fjársjóður sem við þurfum að fara vel með og deila með þeim sem þurfa mest á honum að halda. Fjárfestum í fjölskyldum okkar og styrkjum þannig stoðir okkar samfélags til frambúðar.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun