Körfubolti

LeBron vonast til að fólk muni eftir sér sem meira en körfuboltamanni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
LeBron hefur farið mikinn inn á vellinum í gegnum tíðina en vill þó að fólk muni eftir því sem hann gerði utan vallar.
LeBron hefur farið mikinn inn á vellinum í gegnum tíðina en vill þó að fólk muni eftir því sem hann gerði utan vallar. EPA-EFE/ALEX GALLARDO

LeBron James, einn besti körfuboltamaður samtímans og leikmaður Los Angeles Lakers í NBA-deildinni vonast til að arfleið sín verði ekki aðeins inn á vellinum. Er hann í forsvari fyrir hóp sem kallast „More Than a Vote“ eða „Meira en atkvæði“ á okkar ástkæra og ylhýtra. 

Er það hópur sem vill verja kosningarétt svartra í Bandaríkjunum ásamt því að gefa þeim hópi samfélagsins rödd. Það er ekkert leyndarmál að erfitt getur verið fyrir þá sem eru hvað verst staddir í Bandaríkjunum að kjósa í hinum ýmsu kosningum og stefnir hópurinn á að aðstoða þann hóp við að fá kosningarétt sem og að nýta hann.

Fleiri leikmenn NBA-deildarinnar eru á bakvið verkefnið en þar má nefna Trae Young, leikmann Atlanta Hawks.

„Í framtíðinni mun fólk vonandi ekki aðeins muna eftir því sem ég gerði inn á körfuboltavellinum heldur hvernig ég nálgaðist lífið sem svartur maður í Bandaríkjunum,“ sagði LeBron í viðtali er hann kynnti verkefnið. 

Þá nefndi hann að fyrirmyndar sínar væru Muhammad Ali, Bill Russell, Kareem Abdul-Jabbar og Oscar Robertson – menn sem létu í sér heyra þegar hlutirnir voru töluvert verri en þeir eru í dag.

LeBron hefur verið nýtt rödd sína og stöðu í samfélaginu til að kalla eftir breytingum í kjölfar morðsins á Goerge Floyd. Er það ekki í fyrsta sinn sem hann gerir slíkt en allt síðan árið 2012 hefur LeBron látið vel í sér heyra þegar upp kemst um mál af tagi sem þessu.

Þá er vert að nefna að LeBron var á bakvið stofnun I Promise skólans í Akron í Ohio-ríki í Bandaríkjunum en það er skóli sem gefur börnum sem eru líkleg til að flosna upp úr skóla vegna utanaðkomandi aðstæðna möguleika til að láta ljós sitt skína.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×