Opið bréf til dómsmálaráðherra Arney Íris E. Birgisdóttir skrifar 14. júní 2020 08:00 Háttvirtur dómsmálaráðherra: „Við hnippum í þá og ýtum þeim út.” Þetta voru orðin sem undirmenn þínir í lögreglunni höfðu um flóttamenn og hælisleitendur í viðtali við ríkisútvarpið á dögunum. Íslenska ríkið fjárfesti nefnilega nýlega í sérhönnuðum löggubíl (lesist, flóttamannafangara) sem er sérstaklega útbúinn til þess að sinna landamæraeftirliti og að því er virðist aðallega í þeim tilgangi að „stöðva bíla með Albönum og Rúmenum” svo hægt sé að skoða þá í bak og fyrir. Veistu, kæri dómsmálaráðherra, í ljósi umræðunnar sem á sér stað í heiminum í dag þá mér finnst þetta vera algjörlega frábær tímasetning hjá þér. Í alvöru, þetta viðtal á svo vel við akkúrat núna að mér finnst það bara næstum fyndið, þrátt fyrir að umræðuefnið sjálft sé langt frá því að vera hlægilegt. „Vænti þess að við munum finna fleiri” var einn frasinn sem hafður var eftir aðstoðaryfirlögregluþjóni á höfuðborgarsvæðinu í þessu viðtali og ég veit ekki með þig en í mínum eyrum hljómaði þessi setning eins og eitthvað sem meindýraeyðir myndi segja eftir að hafa fjárfest í nýjum gildrum fyrir kakkalakka. Og það finnst mér verulegt áhyggjuefni. Samkvæmt viðtalinu hefur bíllinn núþegar verið notaður til þess að trufla hundrað manns við vinnu en af hundrað hafa aðeins átta reynst vera hér á landi ólöglega. Getur þú ímyndað þér hversu ömurlegt það hlýtur að vera að vera dreginn uppí löggubíl á miðjum vinnudegi einfaldlega vegna þess að einhver taldi þig ekki líta nógu íslenskan út? Á tæpum mánuði hafa 92 saklausar manneskjur lent í þessu. Og ég get lofað þér að þeim fannst það ekki gaman. Sú staðreynd að aðeins átta af hundrað voru hér ólöglega segir mér allt sem ég þarf að vita um það hversu „stórt” innflytjendavandamálið á Íslandi er, og hversu „lítið” vandamál rasismi er í dag. Íslenska ríkisstjórnin, lögreglan og þjóðin virðast í flestum tilvikum ekki gera sér grein fyrir því hversu mikilla forréttinda við njótum. Á Íslandi hljóta nýfædd börn almenna heilbrigðisþjónustu og lögbundin réttindi á vinnumarkaði í sængurgjöf og flestir Íslendingar njóta þeirra forréttinda til æviloka. Ég get lofað þér því að ef þú eyddir korteri í að lesa þér til um heilbrigðisþjónustuna sem almenningur nýtur í Albaníu og Rúmeníu myndiru komast að því að raunveruleikinn þar er alls ekki sá sami. Til þess að auðvelda þér verkefnið ætla ég að gefa þér eina vísbendingu: árið 2018 sátu þessi lönd í 34. og 35. sæti á lista yfir heilbrigðisvísitölur í Evrópu (Ísland var í tíunda sæti). Núna þegar þú veist það, kemur það þér virkilega á óvart að fólk vilji búa sér til betra líf á Íslandi, þegar aðstæðurnar í heimalandinu eru ekki betri en svo? Finnst þér það í alvöru ekki athugunarvert að háttsettir lögreglumenn, þessir bjargvættir lands og þjóðar, segi það í viðtölum við fréttastofur að þeir ætli sér að leita uppi og henda út hælisleitendum, og brosi svo framan í myndavélina eins og það sé eitthvað sem þeir ættu að vera stoltir yfir? Við erum að tala um fjölskyldur sem hafa lítið gert af sér annað en að eiga sér þann draum stærstan að upplifa íslenska drauminn í allri sinni dýrð. Ég veit vel að þú og fleiri eruð ekki sammála mér og finnst ef til vill að við ættum fyrst að hafa áhyggjur af því að bæta hag fátækra Íslendinga, áður en við snúum okkur að fátækum útlendingum. Ég er ekkert endilega ósammála því, en ég er ekki viss um að mér finnist það eiga að vera á ábyrgð og kostnað stríðshrjáðra Sýrlendinga (sem lögreglan hefur líka hent úr landi) að fátækir Íslendingar lifi betra lífi. Hvernig væri það að ráðamenn landsins hættu að eyða pening í eltingaleik við hælisleitendur sem vinna svarta byggingavinnu fyrir 700 krónur á tímann, og forgangsröðuðu frekar að nota þessar 27 milljónir króna sem nýi og glansandi löggubílinn kostaði til þess að raunverulega hjálpa þeim Íslendingum sem þurfa á hjálp að halda? Ég er enginn sérfræðingur en ég er frekar viss um að nokkrir erlendir vinnumenn sem vinni svart kosti íslenska ríkið ekki nærri jafn mikið og nokkrir spilltir og sjálfumglaðir þingmenn sem svíkjast undan skatti í Panama á sama tíma og þeir sjá til þess að kvótakóngar sitji sem fastast á toppnum. Hvað heldur þú? Kæri dómsmálaráðherra. Þú ert hræsnari, og ég vildi óska að ég gæti talað betur um þig en staðreyndin er bara sú að ég finn ekki fallegra orð yfir manneskju sem einn daginn mætir á samstöðufund gegn rasisma á Austurvelli en aðra daga sendir fjölskyldur, langveik börn og þungaðar konur aftur til landa þar sem þau eiga (greinilega) ekki lengur heima og eru (mjög greinilega) ekki velkomin. Þetta er spilling, ómannúðleg háttsemi og vægast sagt illmennska og þetta mun ekki viðhafast lengur. Ekki í mínu nafni. Höfundur er nemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Lögreglan Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Háttvirtur dómsmálaráðherra: „Við hnippum í þá og ýtum þeim út.” Þetta voru orðin sem undirmenn þínir í lögreglunni höfðu um flóttamenn og hælisleitendur í viðtali við ríkisútvarpið á dögunum. Íslenska ríkið fjárfesti nefnilega nýlega í sérhönnuðum löggubíl (lesist, flóttamannafangara) sem er sérstaklega útbúinn til þess að sinna landamæraeftirliti og að því er virðist aðallega í þeim tilgangi að „stöðva bíla með Albönum og Rúmenum” svo hægt sé að skoða þá í bak og fyrir. Veistu, kæri dómsmálaráðherra, í ljósi umræðunnar sem á sér stað í heiminum í dag þá mér finnst þetta vera algjörlega frábær tímasetning hjá þér. Í alvöru, þetta viðtal á svo vel við akkúrat núna að mér finnst það bara næstum fyndið, þrátt fyrir að umræðuefnið sjálft sé langt frá því að vera hlægilegt. „Vænti þess að við munum finna fleiri” var einn frasinn sem hafður var eftir aðstoðaryfirlögregluþjóni á höfuðborgarsvæðinu í þessu viðtali og ég veit ekki með þig en í mínum eyrum hljómaði þessi setning eins og eitthvað sem meindýraeyðir myndi segja eftir að hafa fjárfest í nýjum gildrum fyrir kakkalakka. Og það finnst mér verulegt áhyggjuefni. Samkvæmt viðtalinu hefur bíllinn núþegar verið notaður til þess að trufla hundrað manns við vinnu en af hundrað hafa aðeins átta reynst vera hér á landi ólöglega. Getur þú ímyndað þér hversu ömurlegt það hlýtur að vera að vera dreginn uppí löggubíl á miðjum vinnudegi einfaldlega vegna þess að einhver taldi þig ekki líta nógu íslenskan út? Á tæpum mánuði hafa 92 saklausar manneskjur lent í þessu. Og ég get lofað þér að þeim fannst það ekki gaman. Sú staðreynd að aðeins átta af hundrað voru hér ólöglega segir mér allt sem ég þarf að vita um það hversu „stórt” innflytjendavandamálið á Íslandi er, og hversu „lítið” vandamál rasismi er í dag. Íslenska ríkisstjórnin, lögreglan og þjóðin virðast í flestum tilvikum ekki gera sér grein fyrir því hversu mikilla forréttinda við njótum. Á Íslandi hljóta nýfædd börn almenna heilbrigðisþjónustu og lögbundin réttindi á vinnumarkaði í sængurgjöf og flestir Íslendingar njóta þeirra forréttinda til æviloka. Ég get lofað þér því að ef þú eyddir korteri í að lesa þér til um heilbrigðisþjónustuna sem almenningur nýtur í Albaníu og Rúmeníu myndiru komast að því að raunveruleikinn þar er alls ekki sá sami. Til þess að auðvelda þér verkefnið ætla ég að gefa þér eina vísbendingu: árið 2018 sátu þessi lönd í 34. og 35. sæti á lista yfir heilbrigðisvísitölur í Evrópu (Ísland var í tíunda sæti). Núna þegar þú veist það, kemur það þér virkilega á óvart að fólk vilji búa sér til betra líf á Íslandi, þegar aðstæðurnar í heimalandinu eru ekki betri en svo? Finnst þér það í alvöru ekki athugunarvert að háttsettir lögreglumenn, þessir bjargvættir lands og þjóðar, segi það í viðtölum við fréttastofur að þeir ætli sér að leita uppi og henda út hælisleitendum, og brosi svo framan í myndavélina eins og það sé eitthvað sem þeir ættu að vera stoltir yfir? Við erum að tala um fjölskyldur sem hafa lítið gert af sér annað en að eiga sér þann draum stærstan að upplifa íslenska drauminn í allri sinni dýrð. Ég veit vel að þú og fleiri eruð ekki sammála mér og finnst ef til vill að við ættum fyrst að hafa áhyggjur af því að bæta hag fátækra Íslendinga, áður en við snúum okkur að fátækum útlendingum. Ég er ekkert endilega ósammála því, en ég er ekki viss um að mér finnist það eiga að vera á ábyrgð og kostnað stríðshrjáðra Sýrlendinga (sem lögreglan hefur líka hent úr landi) að fátækir Íslendingar lifi betra lífi. Hvernig væri það að ráðamenn landsins hættu að eyða pening í eltingaleik við hælisleitendur sem vinna svarta byggingavinnu fyrir 700 krónur á tímann, og forgangsröðuðu frekar að nota þessar 27 milljónir króna sem nýi og glansandi löggubílinn kostaði til þess að raunverulega hjálpa þeim Íslendingum sem þurfa á hjálp að halda? Ég er enginn sérfræðingur en ég er frekar viss um að nokkrir erlendir vinnumenn sem vinni svart kosti íslenska ríkið ekki nærri jafn mikið og nokkrir spilltir og sjálfumglaðir þingmenn sem svíkjast undan skatti í Panama á sama tíma og þeir sjá til þess að kvótakóngar sitji sem fastast á toppnum. Hvað heldur þú? Kæri dómsmálaráðherra. Þú ert hræsnari, og ég vildi óska að ég gæti talað betur um þig en staðreyndin er bara sú að ég finn ekki fallegra orð yfir manneskju sem einn daginn mætir á samstöðufund gegn rasisma á Austurvelli en aðra daga sendir fjölskyldur, langveik börn og þungaðar konur aftur til landa þar sem þau eiga (greinilega) ekki lengur heima og eru (mjög greinilega) ekki velkomin. Þetta er spilling, ómannúðleg háttsemi og vægast sagt illmennska og þetta mun ekki viðhafast lengur. Ekki í mínu nafni. Höfundur er nemi.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun