Óskar Hrafn eftir sigur Breiðabliks á Gróttu: Ágætt að loka þessum kafla Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. júní 2020 22:55 Óskar Hrafn var ángæður með sigurinn í kvöld. Vísir/Skjáskot Leikur kvöldsins var sérstakur fyrir Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjáfara Breiðabliks, en liðið lagði nýliða Gróttu 3-0 á Kópavogsvelli. Grótta er að spila í efstu deild í fyrsta skipti en liðið hefur undanfarin tvö ár farið upp um tvær deildir. Þá var Óskar Hrafn þjálfari liðsins. Áður en viðtalið fór af stað heyrðust stuðningsmenn Gróttu syngja miður fallega í áttina til Óskars sem nefndi það kurteisislega að hann ætti enn tvö börn í félaginu. „Já þetta var ágætis byrjun eins og einhverstaðar stendur. Þetta var fínt en auðvitað hefði maður viljað fleiri mörk. Þrjú eru samt nóg og gaman að Kristinn Steindórsson hafi sett punktinn yfir i-ið, hann átti það svo sannarlega skilið,“ sagði Óskar um frammistöðu Blika í leiknum en Kristinn skoraði þriðja og síðasta mark Blika í leiknum. Blikar fengu urmul færa í kvöld og hefðu þau geta orðið töluvert fleiri.„Við töluðum um það fyrir leik að bera virðingu fyrir þeim færum sem við fáum og þeim stöðum sem kæmu upp í leiknum. Mögulega voru menn of kærulausir á köflum en ég ætla ekki að kvarta.“ Það kom nokkuð á óvart að Blikar skyldu spila með hefðbundna fjögurra manna varnarlínu í dag eftir að Óskar hafði gefið út að hann vildi helst spila með þriggja manna línu. Þá kom það nær öllum á óvart að Andri Rafn Yeoman – einn besti miðjumaður deildarinnar undanfarin ár – hafi verið í hægri bakverðinum. „Nei nei, við höfum daðrað við þessa leikaðferð í vetur og Andri Rafn gæti eflaust spilað í marki ef þess þyrft. Hann er ótrúlegur leikmaður og ótrúlegur maður. Hann hélt Axel Sigurðarsyni niðri sem er ekki létt verk.“ Þegar undirritaður sá Andra Rafn í hægri bakverðinum bjóst hann við að Andri ætti að stíga upp á miðjuna eins og bakverðir Pep Guardiola hafa gert undanfarin misseri en í stað þess mynnti hann á Dani Alves þar sem hann óð upp og niður hliðarlínuna til að styðja við sóknina. Óskar hrósaði Gróttu liðinu fyrir mikla og góða baráttu en hann var virkur á hliðarlínunni allt til loka leiksins.„Maður vill alltaf meira en snýst aðallega um að missa ekki dampinn. Þú getur ekki ákveðið hvenær þú ætlar að setja í gang og það þarf að vera á fullu í 90 mínútur í hverjum einasta leik í þessari deild. Menn hafa ekki efni á að slaka á.“ Að lokum var Óskar spurður út í aðdraganda leiksins en mikið hefur verið rætt og ritað um að hann sé að mæta sínu gamla félagi. Þá hjálpaði ekki að Ágúst Gylfason, fyrrum þjálfari Blika, tók við Gróttu-liðinu eftir að Óskar færði sig um set.„Það er ágætt að loka þessum kafla en þetta hefur verið í umræðunni síðan í kringum jól, það er að þessi leikur væri yfirvofandi í fyrstu umferð. Ágætt fyrir alla held ég að þessu sé lokið og hægt að snúa sér að öðrum liðum í deildinni svo jú það er gott að þetta er búið.“ Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Sjáðu mörkin úr leikjum dagsins í Pepsi Max Hér má sjá mörk úr leikjum dagsins í Pepsi Max deild karla. 14. júní 2020 22:00 Leik lokið: Breiðablik - Grótta 3-0 | Breiðablik með öll völd á vellinum Breiðablik vann Gróttu nokkuð örugglega í fyrsta leik Seltirninga í efstu deild. Lokatölur 3-0 Blikum í vil. 14. júní 2020 22:05 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Leikur kvöldsins var sérstakur fyrir Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjáfara Breiðabliks, en liðið lagði nýliða Gróttu 3-0 á Kópavogsvelli. Grótta er að spila í efstu deild í fyrsta skipti en liðið hefur undanfarin tvö ár farið upp um tvær deildir. Þá var Óskar Hrafn þjálfari liðsins. Áður en viðtalið fór af stað heyrðust stuðningsmenn Gróttu syngja miður fallega í áttina til Óskars sem nefndi það kurteisislega að hann ætti enn tvö börn í félaginu. „Já þetta var ágætis byrjun eins og einhverstaðar stendur. Þetta var fínt en auðvitað hefði maður viljað fleiri mörk. Þrjú eru samt nóg og gaman að Kristinn Steindórsson hafi sett punktinn yfir i-ið, hann átti það svo sannarlega skilið,“ sagði Óskar um frammistöðu Blika í leiknum en Kristinn skoraði þriðja og síðasta mark Blika í leiknum. Blikar fengu urmul færa í kvöld og hefðu þau geta orðið töluvert fleiri.„Við töluðum um það fyrir leik að bera virðingu fyrir þeim færum sem við fáum og þeim stöðum sem kæmu upp í leiknum. Mögulega voru menn of kærulausir á köflum en ég ætla ekki að kvarta.“ Það kom nokkuð á óvart að Blikar skyldu spila með hefðbundna fjögurra manna varnarlínu í dag eftir að Óskar hafði gefið út að hann vildi helst spila með þriggja manna línu. Þá kom það nær öllum á óvart að Andri Rafn Yeoman – einn besti miðjumaður deildarinnar undanfarin ár – hafi verið í hægri bakverðinum. „Nei nei, við höfum daðrað við þessa leikaðferð í vetur og Andri Rafn gæti eflaust spilað í marki ef þess þyrft. Hann er ótrúlegur leikmaður og ótrúlegur maður. Hann hélt Axel Sigurðarsyni niðri sem er ekki létt verk.“ Þegar undirritaður sá Andra Rafn í hægri bakverðinum bjóst hann við að Andri ætti að stíga upp á miðjuna eins og bakverðir Pep Guardiola hafa gert undanfarin misseri en í stað þess mynnti hann á Dani Alves þar sem hann óð upp og niður hliðarlínuna til að styðja við sóknina. Óskar hrósaði Gróttu liðinu fyrir mikla og góða baráttu en hann var virkur á hliðarlínunni allt til loka leiksins.„Maður vill alltaf meira en snýst aðallega um að missa ekki dampinn. Þú getur ekki ákveðið hvenær þú ætlar að setja í gang og það þarf að vera á fullu í 90 mínútur í hverjum einasta leik í þessari deild. Menn hafa ekki efni á að slaka á.“ Að lokum var Óskar spurður út í aðdraganda leiksins en mikið hefur verið rætt og ritað um að hann sé að mæta sínu gamla félagi. Þá hjálpaði ekki að Ágúst Gylfason, fyrrum þjálfari Blika, tók við Gróttu-liðinu eftir að Óskar færði sig um set.„Það er ágætt að loka þessum kafla en þetta hefur verið í umræðunni síðan í kringum jól, það er að þessi leikur væri yfirvofandi í fyrstu umferð. Ágætt fyrir alla held ég að þessu sé lokið og hægt að snúa sér að öðrum liðum í deildinni svo jú það er gott að þetta er búið.“
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Sjáðu mörkin úr leikjum dagsins í Pepsi Max Hér má sjá mörk úr leikjum dagsins í Pepsi Max deild karla. 14. júní 2020 22:00 Leik lokið: Breiðablik - Grótta 3-0 | Breiðablik með öll völd á vellinum Breiðablik vann Gróttu nokkuð örugglega í fyrsta leik Seltirninga í efstu deild. Lokatölur 3-0 Blikum í vil. 14. júní 2020 22:05 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Sjáðu mörkin úr leikjum dagsins í Pepsi Max Hér má sjá mörk úr leikjum dagsins í Pepsi Max deild karla. 14. júní 2020 22:00
Leik lokið: Breiðablik - Grótta 3-0 | Breiðablik með öll völd á vellinum Breiðablik vann Gróttu nokkuð örugglega í fyrsta leik Seltirninga í efstu deild. Lokatölur 3-0 Blikum í vil. 14. júní 2020 22:05