Tvö silfur og yfir tíu milljónir til Íslands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júní 2020 08:30 Hér má sjá efsta fólkið á Rogue Invitational mótinu um helgina. Mynd/Rogue Invitational Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson urðu bæði í öðru sæti á gríðarlega sterku CrossFit móti um helgina og unnu sér þar með bæði inn 5,4 milljónir íslenskra króna. Rogue Invitational er eitt stærsta mót ársins í CrossFit íþróttinni en á það er hreinlega boðið besta CrossFit fólki heims. Árangur á öðrum mótum og þá aðallega heimsleikunum tryggir þeim bestu sæti á Rogue Invitational. Mótið var þó með breyttu sniði að þessu sinni vegna kórónuveirufaraldarins. Það var ekki hægt að halda mótið í Bandaríkjunum eins og í fyrra og því var ákveðið að breyta því í netmót. Keppnin fór engu að síður fram í beinni og var sýnt frá öllum keppendum frá þeirra eigin heimastöðvum. Sara og Björgvin Karl voru því að gera æfingar sínar hér heima á Íslandi. View this post on Instagram Congratulations to the 2020 Rogue Invitational podium finishers! #rogueinvitational #ryourogue A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) on Jun 14, 2020 at 2:06pm PDT Sara og Björgvin Karl stóðu sig frábærlega en réðu þó ekki við sigurvegarana, Tia-Clair Toomey frá Ástralíu og Patrick Vellner frá Kanada sem voru í nokkrum sérflokki og unnu bæði öruggan sigur. Sara og Björgvin Karl komu sér endanlega upp í annað sætið með því að vinna bæði næstsíðustu greinina. Það gaf þeim hvoru um sig 40 þúsund Bandaríkjadali eða meira en 5,4 milljónir íslenskra króna. Tia-Clair Toomey endaði með 630 stig eða 75 fleiri stig en Sara Sigmundsdóttir. Patrick Vellner var líka 75 stigum á undan Björgvini Karli. Björgvin Karl Guðmundsson endaði með jafnmörg stig og Noah Olsen en Björgvin Karl endaði ofar þar sem hann vann fleiri greinar. Katrín Tanja Davíðsdóttir og Þuríður Erla Helgadóttir kepptu líka á mótinu. Kartrín Tanja varð í 13. sæti en Þuríður Erla varð að sætta sig við 16. og næstsíðasta sætið. Katrín Tanja fékk 300 stig en Þuríður Erla var með 275 stig, tíu stigum á undan Cheryl Nasso sem endaði í neðsta sætinu. View this post on Instagram 2020 Rogue Invitational Final Results. The competition looked a little different this year, but the athletes rose to the occasion proving you don t need a roaring crowd or a stadium floor to make a memorable event. Thank you to all of the athletes, our partners and to everybody watching this weekend. #rogueinvitational #ryourogue A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) on Jun 14, 2020 at 2:46pm PDT CrossFit Mest lesið Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Sport Bradley Beal til Clippers Körfubolti Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Fleiri fréttir Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Sjá meira
Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson urðu bæði í öðru sæti á gríðarlega sterku CrossFit móti um helgina og unnu sér þar með bæði inn 5,4 milljónir íslenskra króna. Rogue Invitational er eitt stærsta mót ársins í CrossFit íþróttinni en á það er hreinlega boðið besta CrossFit fólki heims. Árangur á öðrum mótum og þá aðallega heimsleikunum tryggir þeim bestu sæti á Rogue Invitational. Mótið var þó með breyttu sniði að þessu sinni vegna kórónuveirufaraldarins. Það var ekki hægt að halda mótið í Bandaríkjunum eins og í fyrra og því var ákveðið að breyta því í netmót. Keppnin fór engu að síður fram í beinni og var sýnt frá öllum keppendum frá þeirra eigin heimastöðvum. Sara og Björgvin Karl voru því að gera æfingar sínar hér heima á Íslandi. View this post on Instagram Congratulations to the 2020 Rogue Invitational podium finishers! #rogueinvitational #ryourogue A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) on Jun 14, 2020 at 2:06pm PDT Sara og Björgvin Karl stóðu sig frábærlega en réðu þó ekki við sigurvegarana, Tia-Clair Toomey frá Ástralíu og Patrick Vellner frá Kanada sem voru í nokkrum sérflokki og unnu bæði öruggan sigur. Sara og Björgvin Karl komu sér endanlega upp í annað sætið með því að vinna bæði næstsíðustu greinina. Það gaf þeim hvoru um sig 40 þúsund Bandaríkjadali eða meira en 5,4 milljónir íslenskra króna. Tia-Clair Toomey endaði með 630 stig eða 75 fleiri stig en Sara Sigmundsdóttir. Patrick Vellner var líka 75 stigum á undan Björgvini Karli. Björgvin Karl Guðmundsson endaði með jafnmörg stig og Noah Olsen en Björgvin Karl endaði ofar þar sem hann vann fleiri greinar. Katrín Tanja Davíðsdóttir og Þuríður Erla Helgadóttir kepptu líka á mótinu. Kartrín Tanja varð í 13. sæti en Þuríður Erla varð að sætta sig við 16. og næstsíðasta sætið. Katrín Tanja fékk 300 stig en Þuríður Erla var með 275 stig, tíu stigum á undan Cheryl Nasso sem endaði í neðsta sætinu. View this post on Instagram 2020 Rogue Invitational Final Results. The competition looked a little different this year, but the athletes rose to the occasion proving you don t need a roaring crowd or a stadium floor to make a memorable event. Thank you to all of the athletes, our partners and to everybody watching this weekend. #rogueinvitational #ryourogue A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) on Jun 14, 2020 at 2:46pm PDT
CrossFit Mest lesið Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Sport Bradley Beal til Clippers Körfubolti Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Fleiri fréttir Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Sjá meira