Skimun gengið vel en einum snúið við til London Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. júní 2020 12:36 Einn Bandaríkjamaður sem kom með flugi Wizz air frá London var sendur til baka með sömu vél. Vísir/Frikki Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum, segir að fyrsta lota skimunar á farþegum sem lentu á Keflavíkurflugvelli í morgun hafi gengið vel. Enginn farþega úr þeim tveimur vélum sem komu hingað til lands í dag hafnaði sýnatöku. Einum Bandaríkjamanni var þó vísað úr landi og sendur til Bretlands með sömu vél og hann kom. „Þetta gekk bara vel. Það voru svona sirka 30 manns í hvorri vél sem voru ekki búnir að forskrá sig, og gátu klárað það á vellinum í svona stöndum eða símunum sínum,“ segir Sigurgeir í samtali við Vísi. Sjá einnig: Fyrstu farþegarnir skimaðir í morgun Hann segir engan farþega vélanna tveggja hafa hafnað sýnatöku og valið frekar að fara í sóttkví. Einum Bandaríkjamanni var þó vísað frá, þar sem hann uppfyllti ekki skilyrði þess að fá að koma inn í landið. Hann var farþegi fyrstu vélarinnar sem lenti hér í morgun. „Það var einn sem kom með Wizz air, frá London Luton, og hann uppfyllti ekki kröfur til að fara yfir landamærin. Það var ekkert varðandi sýnatöku eða neitt slíkt,“ segir Sigurgeir. Íbúar ríkja sem ekki eru í Schengen-svæðinu mega ekki koma til Íslands nema hafa dvalarleyfi eða aðra lögmæta ástæðu til þess að koma, og helgast það af ferðatakmörkunum sem settar voru á í Evrópu vegna kórónuveirufaraldursins, að sögn Sigurgeirs. Maðurinn er farinn aftur til London, með sömu vél og hann kom. Sigurgeir er yfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum.Mynd/Aðsend Tímamæla sýnatökurnar eftir á Sigurgeir segir allt ferlið hafa gengið smurt og engin röð hafi myndast við sýnatökuhliðin. „Farþegar tóku þessu vel og þetta gekk allt vel. Samvinna heilbrigðisstarfsfólks og annara var mjög góð.“ Gert er ráð fyrir að hver sýnataka taki um tvær til tvær og hálfa mínútu, en Sigurgeir segir að sýnatökur dagsins verði tímamældar með hjálp myndavélabúnaðar á svæðinu. „Þetta eru tíu sýnatökubásar, tveir starfsmenn í hverjum og þeir voru allir opnir.“ Næsta flug hingað til lands er flug Icelandair frá Ósló. Gert er ráð fyrir að sú vél lendi klukkan 14:45. Hér má nálgast nánari upplýsingar um komuflug á Keflavíkurflugvöll. Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fyrstu farþegarnir skimaðir í morgun Fyrstu farþegar sem skimaðir voru á Keflavíkurflugvelli lentu í dag klukkan 9:40. Um var að ræða flug ungverska lággjaldaflugfélagsins Wizz Air frá London. 15. júní 2020 11:11 Frekari afléttingar samkomubanns og skimun hefst á Keflavíkurflugvelli Nú á miðnætti tóku gildi frekari tilslakanir á samkomubanni hér á landi. Nú mega 500 manns koma saman, en eftir síðustu tilslakanir var leyfileg tala 200. Skimun fyrir kórónuveirunni hjá farþegum á Keflavíkurflugvelli hefst í dag. 15. júní 2020 00:00 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Sjá meira
Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum, segir að fyrsta lota skimunar á farþegum sem lentu á Keflavíkurflugvelli í morgun hafi gengið vel. Enginn farþega úr þeim tveimur vélum sem komu hingað til lands í dag hafnaði sýnatöku. Einum Bandaríkjamanni var þó vísað úr landi og sendur til Bretlands með sömu vél og hann kom. „Þetta gekk bara vel. Það voru svona sirka 30 manns í hvorri vél sem voru ekki búnir að forskrá sig, og gátu klárað það á vellinum í svona stöndum eða símunum sínum,“ segir Sigurgeir í samtali við Vísi. Sjá einnig: Fyrstu farþegarnir skimaðir í morgun Hann segir engan farþega vélanna tveggja hafa hafnað sýnatöku og valið frekar að fara í sóttkví. Einum Bandaríkjamanni var þó vísað frá, þar sem hann uppfyllti ekki skilyrði þess að fá að koma inn í landið. Hann var farþegi fyrstu vélarinnar sem lenti hér í morgun. „Það var einn sem kom með Wizz air, frá London Luton, og hann uppfyllti ekki kröfur til að fara yfir landamærin. Það var ekkert varðandi sýnatöku eða neitt slíkt,“ segir Sigurgeir. Íbúar ríkja sem ekki eru í Schengen-svæðinu mega ekki koma til Íslands nema hafa dvalarleyfi eða aðra lögmæta ástæðu til þess að koma, og helgast það af ferðatakmörkunum sem settar voru á í Evrópu vegna kórónuveirufaraldursins, að sögn Sigurgeirs. Maðurinn er farinn aftur til London, með sömu vél og hann kom. Sigurgeir er yfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum.Mynd/Aðsend Tímamæla sýnatökurnar eftir á Sigurgeir segir allt ferlið hafa gengið smurt og engin röð hafi myndast við sýnatökuhliðin. „Farþegar tóku þessu vel og þetta gekk allt vel. Samvinna heilbrigðisstarfsfólks og annara var mjög góð.“ Gert er ráð fyrir að hver sýnataka taki um tvær til tvær og hálfa mínútu, en Sigurgeir segir að sýnatökur dagsins verði tímamældar með hjálp myndavélabúnaðar á svæðinu. „Þetta eru tíu sýnatökubásar, tveir starfsmenn í hverjum og þeir voru allir opnir.“ Næsta flug hingað til lands er flug Icelandair frá Ósló. Gert er ráð fyrir að sú vél lendi klukkan 14:45. Hér má nálgast nánari upplýsingar um komuflug á Keflavíkurflugvöll.
Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fyrstu farþegarnir skimaðir í morgun Fyrstu farþegar sem skimaðir voru á Keflavíkurflugvelli lentu í dag klukkan 9:40. Um var að ræða flug ungverska lággjaldaflugfélagsins Wizz Air frá London. 15. júní 2020 11:11 Frekari afléttingar samkomubanns og skimun hefst á Keflavíkurflugvelli Nú á miðnætti tóku gildi frekari tilslakanir á samkomubanni hér á landi. Nú mega 500 manns koma saman, en eftir síðustu tilslakanir var leyfileg tala 200. Skimun fyrir kórónuveirunni hjá farþegum á Keflavíkurflugvelli hefst í dag. 15. júní 2020 00:00 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Sjá meira
Fyrstu farþegarnir skimaðir í morgun Fyrstu farþegar sem skimaðir voru á Keflavíkurflugvelli lentu í dag klukkan 9:40. Um var að ræða flug ungverska lággjaldaflugfélagsins Wizz Air frá London. 15. júní 2020 11:11
Frekari afléttingar samkomubanns og skimun hefst á Keflavíkurflugvelli Nú á miðnætti tóku gildi frekari tilslakanir á samkomubanni hér á landi. Nú mega 500 manns koma saman, en eftir síðustu tilslakanir var leyfileg tala 200. Skimun fyrir kórónuveirunni hjá farþegum á Keflavíkurflugvelli hefst í dag. 15. júní 2020 00:00