Erlendir fjölmiðlar greina frá því að þyrluflugmaðurinn, sem var að flytja Kobe Bryant í þyrlunni sem hrapaði í janúar, gerði sér ekki grein fyrir því að þyrlan hans væri að lækka flugið.
#New details: Ara Zobayan reportedly said he was gaining altitude, but the NTSB says he was actually descending rapidly in the fog. https://t.co/uZL3n1r891
— FOX Carolina News (@foxcarolinanews) June 17, 2020
Kobe Bryant og dóttir hans Gianna fórust í þyrluslysi í lok janúar ásamt sjö öðrum en þau voru þá á leið í körfubolta leik hjá liði Giönnu ásamt vinum og liðsfélögum þegar þyrlan flaug inn í dimma þoku með skelfilegum afleiðingum.
Nú eru komnar fram frekari upplýsingar um hvað var í gangi hjá flugmanninum Ara Zobayan síðustu sekúndur flugsins.
Pilot in Kobe Bryant crash thought he was climbing rather than descending https://t.co/kP3xflXSoc #KobeBryant
— Guardian sport (@guardian_sport) June 17, 2020
Ný gögn sýna fram á það að þyrluflugmaðurinn Ara Zobayan var orðinn alveg áttavilltur þegar slysið varð.
Ara Zobayan sagði við flugumferðarstjórann að hann væri að fara með þyrluna upp í fjögur þúsund fet til að komast upp fyrir skýin þegar mælitækin sýna að á þeirri stundu var þyrlan að hrapa til jarðar.
Ara Zobayan radioed to air traffic controllers that he was climbing to 4,000 feet to get above clouds on Jan. 26 when, in fact, the helicopter was plunging toward a hillside.https://t.co/IsCyyzDYgc
— TribLIVE.com (@TribLIVE) June 18, 2020
Höfundur skýrslu „National Transportation Safety Board“ um slysið telur að Zobayan hafi ekki lesið stöðuna rétt sem getur gerst þegar flugmenn verða áttavilltir í engu skyggni.
Skýrslan er 1700 síður en býður þó ekki upp á hreina og beina ástæðu fyrir því af hverju slysið varð. Lokaskýrslan mun koma út seinna.