19. júní Drífa Snædal skrifar 19. júní 2020 13:00 Í dag eru 105 ár síðan konur og eignalausir karlar fengu kosningarétt. Það er varla hægt að tala um Ísland sem lýðræðisríki fyrir þann tíma enda holur hljómur í lýðræði þar sem stórum hluta þjóðarinnar var meinað um kosningarétt. Það er ótrúlegt að til að ná þessum áfanga árið 1915 hafi þurft harða baráttu og fólkið sem stóð í framlínunni var talið öfgafullt, sérstaklega konurnar. Þó við reisum í dag minnisvarða um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur og nefnum götu eftir henni þá má sjá af gömlum skrifum að hún þótti óþolandi frek og uppivöðslusöm í ákveðnum hópum. Í dag væri hún talin fánaberi íhaldsamra og borgaralegra gilda. Þannig týnist tíminn og viðhorfin með. Í dag er það talið róttækt að vilja jöfnuð og valdeflingu allra, innan sem utan vinnumarkaðar. Við höfum að einhverju leiti undirgengist þá hugmynd að fátækt ákveðinna hópa sé lögmál, að kynbundið misrétti sé of rótgróið til að uppræta og almennum lífsgæðum sé mjög misskipt. Fólk sem talar í aðrar áttir er talið róttækt. Að jaðarsetja ákveðna hópa er veruleikinn í dag en sá veruleiki er hættulegur. Valdaleysi er hættulegt einstaklingum og samfélögum og er kveikjan að því að fólk telur eina raunhæfa kostinn til betra lífs að koma einum „sterkum leiðtoga“ til valda sem býður uppá heildarlausnir. Oft reynist þessi eini „sterki leiðtogi“ vera leiðin til glötunar. Traustið á lýðræðinu lætur undan hjá jaðarsettum hópum - þetta birtist okkur víða um heim um þessar mundir. Í ástandi hræðslu og óvissu verður það enn hættulegra að svipta fólk valdi yfir eigin lífi. Baráttu verkalýðshreyfingarinnar í meira en eina öld má kjarna í orðunum - valdefling og lífsgæði fyrir okkur öll. Til hamingju með daginn – sækjum fram til meiri jöfnuðar og jafnréttis! Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Jafnréttismál Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í dag eru 105 ár síðan konur og eignalausir karlar fengu kosningarétt. Það er varla hægt að tala um Ísland sem lýðræðisríki fyrir þann tíma enda holur hljómur í lýðræði þar sem stórum hluta þjóðarinnar var meinað um kosningarétt. Það er ótrúlegt að til að ná þessum áfanga árið 1915 hafi þurft harða baráttu og fólkið sem stóð í framlínunni var talið öfgafullt, sérstaklega konurnar. Þó við reisum í dag minnisvarða um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur og nefnum götu eftir henni þá má sjá af gömlum skrifum að hún þótti óþolandi frek og uppivöðslusöm í ákveðnum hópum. Í dag væri hún talin fánaberi íhaldsamra og borgaralegra gilda. Þannig týnist tíminn og viðhorfin með. Í dag er það talið róttækt að vilja jöfnuð og valdeflingu allra, innan sem utan vinnumarkaðar. Við höfum að einhverju leiti undirgengist þá hugmynd að fátækt ákveðinna hópa sé lögmál, að kynbundið misrétti sé of rótgróið til að uppræta og almennum lífsgæðum sé mjög misskipt. Fólk sem talar í aðrar áttir er talið róttækt. Að jaðarsetja ákveðna hópa er veruleikinn í dag en sá veruleiki er hættulegur. Valdaleysi er hættulegt einstaklingum og samfélögum og er kveikjan að því að fólk telur eina raunhæfa kostinn til betra lífs að koma einum „sterkum leiðtoga“ til valda sem býður uppá heildarlausnir. Oft reynist þessi eini „sterki leiðtogi“ vera leiðin til glötunar. Traustið á lýðræðinu lætur undan hjá jaðarsettum hópum - þetta birtist okkur víða um heim um þessar mundir. Í ástandi hræðslu og óvissu verður það enn hættulegra að svipta fólk valdi yfir eigin lífi. Baráttu verkalýðshreyfingarinnar í meira en eina öld má kjarna í orðunum - valdefling og lífsgæði fyrir okkur öll. Til hamingju með daginn – sækjum fram til meiri jöfnuðar og jafnréttis! Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun