Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann skrifar 12. nóvember 2024 07:45 Er mennta- og barnamálaráðherra hafður í felum og er það af ástæðu? Ég væri ekki hissa ef svo væri því verklausari ráðherra, sér í lagi í málflokknum sem snýr að olnbogabörnum, held ég að við höfum ekki haft en einmitt Ásmund Einar Daðason í áratugi. Ég hef ekki breytt þeirri skoðun minni að hann ætti að segja af sér eftir brunann á Stuðlum þar sem ungur maður lést í blóma lífsins, en það hefur hann ekki gert enn. Ég ætla að minna á það enn einu sinni að hann ber ábyrgð á þessum málaflokki. Ef mannslíf hjá ungum manni er ekki nóg til þess að segja af sér, hvað þarf þá til drengurinn deyr á stofnun sem heyrir undir hans ráðuneyti og málaflokk sem hann hefur vanrækt svo árum skiptir? Á hinum Norðurlöndunum myndi ráðherra segja af sér samdægurs, kannski vegna þess að þeir vita hver ráðherraábyrgðin er þegar svona alvarleg mál koma upp. Ég ætla í þessu samhengi að benda á grein sem starfsfélagi minn til 17 ára og á tímabili yfirmaður minn, Böðvar Björnsson, skrifaði í gær á skoðun á Vísi.is með heitinu Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Sú grein gefur okkur góða innsýn í hver veruleikinn hefur verið í þessum málaflokki og það hefur tvímælalaust ekkert lagast í ráðherratíð Ásmundar Einars Daðasonar sem mennta- og barnamálaráðherra hvað þessi mál varðar, miklu frekar versnað. Glærusýningar Hann hefur átt það sameiginlegt með Sigurði Inga formanni Framsóknarflokksins að vera duglegur að halda glærusýningar, skipa í ráð og nefndir og vinna að skipulagi sem ætlar engan enda að taka eins og í húsnæðismálum og samgöngumálum hjá Sigurði en það hefur ekkert orðið úr verki Ásmundar annað en að tala við fólkið í risinu á Fílabeinsturninum og dæla peningum þangað. Núna á að reyna að bjarga sér fyrir horn með því að opna með hraði meðferðarheimili í Skálatúni í Mosfellsbæ sem sinnir engan veginn þörfinni sem samfélagið okkar þarf á að halda í dag til að meðferða börn í alvarlegum vanda. Ætli hann haldi ekki álíka flugeldasýningu þá og þegar hann skrifaði undir viljayfirlýsingu við Garðabæ um að reisa sérhæft meðferðarheimili fyrir ungmenni á aldrinum 12-18 ára 21. desember 2018 þegar hann opnar Skúlatúnsheimilið. En það stendur autt sérhæft meðferðarheimili í Skagafirði sem var sérstaklega hugsað fyrir unga afbrotamenn, af hverju fer það ekki í notkun? Hvað varð um þau áform að reisa sérhæft meðferðarheimili í Garðabæ? Eru teikningar enn í skúffu í fjármálaráðuneytinu? Á meðan kjallarinn morknar verður íburðurinn alltaf meiri í risinu, á sama tíma versnar lesskilningur drengja og staða olnbogabarna á Íslandi, og sér í lagi þeirra sem eru að glíma við fíkn og félagsleg vandamál, og úrræðum fækkar. Enn og aftur skora ég á fólk að lesa greinina hans Böðvars Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu. Frítt spil Þessi ráðherra hefur fengið algjörlega frítt spil hjá íslenskum fjölmiðlum og hann er aldrei spurður alvöru spurninga eins og hvað þarf til svo ráðherra sæti ábyrgð og segi af sér? Dugar ekki að einstaklingur í blóma lífsins láti lífið á stofnun sem er á hans ábyrgð og að hann hafi vanrækt skyldur sínar að sinna málaflokknum ungmenni í vanda svo árum skiptir? Við þurfum ekki nema að horfa til síðustu ára til að sjá hver staðan er, svo ekki sé talað um málefni ungra afbrotamanna, þar spólum við í sömu hjólförum og fyrir 30 árum síðan? Mér væri það sönn ánægja að mæta honum í fjölmiðlum og ræða þessi mál á mannamáli við hann, þá kannski fást svör við því af hverju hann hefur dregið lappirnar í þessu og af hverju hann segir ekki af sér. Ég er til hvenær sem er. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag og Miðflokksmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Er mennta- og barnamálaráðherra hafður í felum og er það af ástæðu? Ég væri ekki hissa ef svo væri því verklausari ráðherra, sér í lagi í málflokknum sem snýr að olnbogabörnum, held ég að við höfum ekki haft en einmitt Ásmund Einar Daðason í áratugi. Ég hef ekki breytt þeirri skoðun minni að hann ætti að segja af sér eftir brunann á Stuðlum þar sem ungur maður lést í blóma lífsins, en það hefur hann ekki gert enn. Ég ætla að minna á það enn einu sinni að hann ber ábyrgð á þessum málaflokki. Ef mannslíf hjá ungum manni er ekki nóg til þess að segja af sér, hvað þarf þá til drengurinn deyr á stofnun sem heyrir undir hans ráðuneyti og málaflokk sem hann hefur vanrækt svo árum skiptir? Á hinum Norðurlöndunum myndi ráðherra segja af sér samdægurs, kannski vegna þess að þeir vita hver ráðherraábyrgðin er þegar svona alvarleg mál koma upp. Ég ætla í þessu samhengi að benda á grein sem starfsfélagi minn til 17 ára og á tímabili yfirmaður minn, Böðvar Björnsson, skrifaði í gær á skoðun á Vísi.is með heitinu Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Sú grein gefur okkur góða innsýn í hver veruleikinn hefur verið í þessum málaflokki og það hefur tvímælalaust ekkert lagast í ráðherratíð Ásmundar Einars Daðasonar sem mennta- og barnamálaráðherra hvað þessi mál varðar, miklu frekar versnað. Glærusýningar Hann hefur átt það sameiginlegt með Sigurði Inga formanni Framsóknarflokksins að vera duglegur að halda glærusýningar, skipa í ráð og nefndir og vinna að skipulagi sem ætlar engan enda að taka eins og í húsnæðismálum og samgöngumálum hjá Sigurði en það hefur ekkert orðið úr verki Ásmundar annað en að tala við fólkið í risinu á Fílabeinsturninum og dæla peningum þangað. Núna á að reyna að bjarga sér fyrir horn með því að opna með hraði meðferðarheimili í Skálatúni í Mosfellsbæ sem sinnir engan veginn þörfinni sem samfélagið okkar þarf á að halda í dag til að meðferða börn í alvarlegum vanda. Ætli hann haldi ekki álíka flugeldasýningu þá og þegar hann skrifaði undir viljayfirlýsingu við Garðabæ um að reisa sérhæft meðferðarheimili fyrir ungmenni á aldrinum 12-18 ára 21. desember 2018 þegar hann opnar Skúlatúnsheimilið. En það stendur autt sérhæft meðferðarheimili í Skagafirði sem var sérstaklega hugsað fyrir unga afbrotamenn, af hverju fer það ekki í notkun? Hvað varð um þau áform að reisa sérhæft meðferðarheimili í Garðabæ? Eru teikningar enn í skúffu í fjármálaráðuneytinu? Á meðan kjallarinn morknar verður íburðurinn alltaf meiri í risinu, á sama tíma versnar lesskilningur drengja og staða olnbogabarna á Íslandi, og sér í lagi þeirra sem eru að glíma við fíkn og félagsleg vandamál, og úrræðum fækkar. Enn og aftur skora ég á fólk að lesa greinina hans Böðvars Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu. Frítt spil Þessi ráðherra hefur fengið algjörlega frítt spil hjá íslenskum fjölmiðlum og hann er aldrei spurður alvöru spurninga eins og hvað þarf til svo ráðherra sæti ábyrgð og segi af sér? Dugar ekki að einstaklingur í blóma lífsins láti lífið á stofnun sem er á hans ábyrgð og að hann hafi vanrækt skyldur sínar að sinna málaflokknum ungmenni í vanda svo árum skiptir? Við þurfum ekki nema að horfa til síðustu ára til að sjá hver staðan er, svo ekki sé talað um málefni ungra afbrotamanna, þar spólum við í sömu hjólförum og fyrir 30 árum síðan? Mér væri það sönn ánægja að mæta honum í fjölmiðlum og ræða þessi mál á mannamáli við hann, þá kannski fást svör við því af hverju hann hefur dregið lappirnar í þessu og af hverju hann segir ekki af sér. Ég er til hvenær sem er. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag og Miðflokksmaður.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar