Segja niðurgreitt sumarnám í háskólum bitna hart á einkareknum fræðslufyrirtækjum Atli Ísleifsson skrifar 24. júní 2020 14:38 Menntamálaráðuneytið greindi frá því í dag að skráningum í sumarnám háskólanna hafi fjölgað og hafi nú 5.100 nemendur skráð sig í slíkt nám. Vísir/Vilhelm Félag atvinnurekenda telur að útfærsla stjórnvalda varðandi 500 milljóna króna stuðning við sumarnám í háskólum bitni illa á samkeppnisstöðu einkarekinna fræðslufyrirtækja. Samtökin hafa sent menntamálaráðherra erindi þar sem útfærslan er gagnrýnd, en hún er þar sögð brjóta í bága við ákvæði EES-samningsins. Menntamálaráðuneytið greindi frá því í dag að skráningum í sumarnám háskólanna hafi fjölgað og hafi nú 5.100 nemendur skráð sig í slíkt nám. Er aðgerðum ætlað að „sporna gegn atvinnuleysi og efla virkni og menntun meðal ungs fólks og atvinnuleitenda“ á tímum faraldurs kórónuveirunnar. Í beinni samkeppni við námskeið einkarekinna fyrirtækja Í frétt á vef FA segir að verulegur hluti fjárhæðar sem hafi verið veittur til sumarnáms á háskólastigi renni til endur- og símenntunarstofnana háskólanna og að námskeið, sem séu utan verksviðs háskólanna eins og það sé skilgreint í lögum, séu niðurgreidd um tugi þúsunda króna. „Viðkomandi starfsemi er í beinni samkeppni við námskeið á vegum einkarekinna fræðslufyrirtækja. Nefna má sem dæmi námskeið sem alls ekki eru ætluð háskólanemum, háskólamenntuðum eða atvinnuleitendum sérstaklega, til dæmis tölvunámskeið, námskeið í samskiptaleikni, framkomu og verkefnastjórnun,“ segir í fréttinni. Ekki hægt að keppa við þrjú þúsund króna námskeiðsgjald Í erindi sínu til ráðherra segir FA að endurmenntunardeildir háskólanna auglýsi nú námskeið á þrjú þúsund krónur – námskeið sem kosti alla jafna kosta tugi þúsunda. „Það gefur auga leið að einkarekin fræðslufyrirtæki sem bjóða sambærilegt nám geta ekki með nokkru móti keppt við þessi niðurgreiddu námskeið. FA er kunnugt um að námskeið hjá slíkum fyrirtækjum hafi verið felld niður, með tilheyrandi tekjutapi, þar sem fyrirtækin sjá ekki tilgang í að keppa við þetta niðurgreidda kostaboð. Fyrirtækin eru eins og mörg önnur í erfiðri stöðu eftir að hafa misst viðskipti í heimsfaraldrinum og máttu sízt við því að ákvarðanir stjórnvalda stuðluðu að enn frekari tekjumissi,“ segir í erindinu og kemur fram að samtökin sjái ekki betur en að niðurgreiðslurnar brjóti í bága við EES-samninginn sem leggur bann við samkeppishamlandi ríkisstyrkjum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Samkeppnismál Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Félag atvinnurekenda telur að útfærsla stjórnvalda varðandi 500 milljóna króna stuðning við sumarnám í háskólum bitni illa á samkeppnisstöðu einkarekinna fræðslufyrirtækja. Samtökin hafa sent menntamálaráðherra erindi þar sem útfærslan er gagnrýnd, en hún er þar sögð brjóta í bága við ákvæði EES-samningsins. Menntamálaráðuneytið greindi frá því í dag að skráningum í sumarnám háskólanna hafi fjölgað og hafi nú 5.100 nemendur skráð sig í slíkt nám. Er aðgerðum ætlað að „sporna gegn atvinnuleysi og efla virkni og menntun meðal ungs fólks og atvinnuleitenda“ á tímum faraldurs kórónuveirunnar. Í beinni samkeppni við námskeið einkarekinna fyrirtækja Í frétt á vef FA segir að verulegur hluti fjárhæðar sem hafi verið veittur til sumarnáms á háskólastigi renni til endur- og símenntunarstofnana háskólanna og að námskeið, sem séu utan verksviðs háskólanna eins og það sé skilgreint í lögum, séu niðurgreidd um tugi þúsunda króna. „Viðkomandi starfsemi er í beinni samkeppni við námskeið á vegum einkarekinna fræðslufyrirtækja. Nefna má sem dæmi námskeið sem alls ekki eru ætluð háskólanemum, háskólamenntuðum eða atvinnuleitendum sérstaklega, til dæmis tölvunámskeið, námskeið í samskiptaleikni, framkomu og verkefnastjórnun,“ segir í fréttinni. Ekki hægt að keppa við þrjú þúsund króna námskeiðsgjald Í erindi sínu til ráðherra segir FA að endurmenntunardeildir háskólanna auglýsi nú námskeið á þrjú þúsund krónur – námskeið sem kosti alla jafna kosta tugi þúsunda. „Það gefur auga leið að einkarekin fræðslufyrirtæki sem bjóða sambærilegt nám geta ekki með nokkru móti keppt við þessi niðurgreiddu námskeið. FA er kunnugt um að námskeið hjá slíkum fyrirtækjum hafi verið felld niður, með tilheyrandi tekjutapi, þar sem fyrirtækin sjá ekki tilgang í að keppa við þetta niðurgreidda kostaboð. Fyrirtækin eru eins og mörg önnur í erfiðri stöðu eftir að hafa misst viðskipti í heimsfaraldrinum og máttu sízt við því að ákvarðanir stjórnvalda stuðluðu að enn frekari tekjumissi,“ segir í erindinu og kemur fram að samtökin sjái ekki betur en að niðurgreiðslurnar brjóti í bága við EES-samninginn sem leggur bann við samkeppishamlandi ríkisstyrkjum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Samkeppnismál Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira