Hlín dregur þjálfarann fram úr rúminu eldsnemma: „Tilbúin að æfa endalaust“ Sindri Sverrisson skrifar 24. júní 2020 20:22 Hlín Eiríksdóttir á ferðinni gegn Þór/KA í kvöld þar sem hún skoraði þrennu. VÍSIR/VILHELM „Hlín er einstakur leikmaður,“ segir Eiður Benedikt Eiríksson, aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara Vals í fótbolta, um Hlín Eiríksdóttur sem skoraði þrennu í 6-0 sigrinum á Þór/KA í kvöld. Hlín hafði skorað fyrstu tvö mörk Vals þegar hálftími var liðinn og bætti svo við þriðja markinu snemma í seinni hálfleik. Þessi tvítugi kantmaður skoraði 16 mörk í 18 leikjum í Pepsi Max-deildinni í fyrra og virðist í frábæru formi nú í upphafi tímabils. „Hún er tilbúin að æfa endalaust,“ segir Eiður. „Hún æfir tvisvar á dag á hverjum degi, mætir fyrst og fer síðust, og dregur mann fram úr rúminu snemma á morgnana til að taka aukaæfingar áður en maður mætir til vinnu. Hún er ótrúleg. Stundum, þegar maður vaknar klukkan sex á morgnana, er maður kannski ekki alveg til í þetta en þegar maður hittir hana með sitt bros á vör er maður alltaf tilbúinn að leggja sig fram fyrir svona leikmenn.“ Þó að Hlín sé rétt orðin tvítug hefur hún þegar spilað 14 A-landsleiki og skorað í þeim þrjú mörk. Hafi hún áhuga á því er ljóst að hún mun fara út í atvinnumennsku fyrr eða síðar: „Ég vona innilega að Hlín taki næsta skref. Það yrði frábært fyrir Hlín og frábært fyrir íslenska landsliðið. Þetta er leikmaður sem á heima í fremstu röð og ef hún heldur áfram að bæta sig eins og síðustu tvö ár þá er ekkert að fara að stoppa hana,“ segir Eiður. Töluðum ekkert um Þór/KA Valskonur settu upp sýningu í dag eftir að hafa verið nokkuð frá sínu besta í 2-1 sigri á nýliðum Þróttar R. í síðustu umferð. Í dag mátti glögglega sjá að um meistaralið væri að ræða: „Við fórum vel yfir hlutina eftir leikinn við Þrótt og ákváðum að fókusera frekar á okkur en andstæðinginn fyrir þennan leik. Mér fannst það virka vel. Við vorum ferskar í dag og það voru allar tilbúnar að berjast fyrir hvor aðra. Við töluðum ekkert um Þór/KA fyrir þennan leik en vissum að við vorum að mæta liði sem hafði skorað átta mörk í tveimur leikjum, hörkuliði sem er tilbúið að fleygja sér í allar tæklingar, en við vorum betri á öllum sviðum og nýttum þær glufur sem voru opnar. Við fengum fullt af færum. Þær fengu alveg sína sénsa en þá steig Sandra [Sigurðardóttir, markmaður] inn í og til þess er hún þarna.“ Pepsi Max-deild kvenna Valur Íslenski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Þór/KA 6-0 | Íslandsmeistararnir sýndu enga miskunn Þór/KA átti aldrei möguleika gegn Íslandsmeisturum Vals að Hlíðarenda í kvöld. Lokatölur 6-0. 24. júní 2020 20:05 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Sjá meira
„Hlín er einstakur leikmaður,“ segir Eiður Benedikt Eiríksson, aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara Vals í fótbolta, um Hlín Eiríksdóttur sem skoraði þrennu í 6-0 sigrinum á Þór/KA í kvöld. Hlín hafði skorað fyrstu tvö mörk Vals þegar hálftími var liðinn og bætti svo við þriðja markinu snemma í seinni hálfleik. Þessi tvítugi kantmaður skoraði 16 mörk í 18 leikjum í Pepsi Max-deildinni í fyrra og virðist í frábæru formi nú í upphafi tímabils. „Hún er tilbúin að æfa endalaust,“ segir Eiður. „Hún æfir tvisvar á dag á hverjum degi, mætir fyrst og fer síðust, og dregur mann fram úr rúminu snemma á morgnana til að taka aukaæfingar áður en maður mætir til vinnu. Hún er ótrúleg. Stundum, þegar maður vaknar klukkan sex á morgnana, er maður kannski ekki alveg til í þetta en þegar maður hittir hana með sitt bros á vör er maður alltaf tilbúinn að leggja sig fram fyrir svona leikmenn.“ Þó að Hlín sé rétt orðin tvítug hefur hún þegar spilað 14 A-landsleiki og skorað í þeim þrjú mörk. Hafi hún áhuga á því er ljóst að hún mun fara út í atvinnumennsku fyrr eða síðar: „Ég vona innilega að Hlín taki næsta skref. Það yrði frábært fyrir Hlín og frábært fyrir íslenska landsliðið. Þetta er leikmaður sem á heima í fremstu röð og ef hún heldur áfram að bæta sig eins og síðustu tvö ár þá er ekkert að fara að stoppa hana,“ segir Eiður. Töluðum ekkert um Þór/KA Valskonur settu upp sýningu í dag eftir að hafa verið nokkuð frá sínu besta í 2-1 sigri á nýliðum Þróttar R. í síðustu umferð. Í dag mátti glögglega sjá að um meistaralið væri að ræða: „Við fórum vel yfir hlutina eftir leikinn við Þrótt og ákváðum að fókusera frekar á okkur en andstæðinginn fyrir þennan leik. Mér fannst það virka vel. Við vorum ferskar í dag og það voru allar tilbúnar að berjast fyrir hvor aðra. Við töluðum ekkert um Þór/KA fyrir þennan leik en vissum að við vorum að mæta liði sem hafði skorað átta mörk í tveimur leikjum, hörkuliði sem er tilbúið að fleygja sér í allar tæklingar, en við vorum betri á öllum sviðum og nýttum þær glufur sem voru opnar. Við fengum fullt af færum. Þær fengu alveg sína sénsa en þá steig Sandra [Sigurðardóttir, markmaður] inn í og til þess er hún þarna.“
Pepsi Max-deild kvenna Valur Íslenski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Þór/KA 6-0 | Íslandsmeistararnir sýndu enga miskunn Þór/KA átti aldrei möguleika gegn Íslandsmeisturum Vals að Hlíðarenda í kvöld. Lokatölur 6-0. 24. júní 2020 20:05 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Sjá meira
Leik lokið: Valur - Þór/KA 6-0 | Íslandsmeistararnir sýndu enga miskunn Þór/KA átti aldrei möguleika gegn Íslandsmeisturum Vals að Hlíðarenda í kvöld. Lokatölur 6-0. 24. júní 2020 20:05